24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 43

24 stundir - 19.08.2008, Blaðsíða 43
24stundir ÞRIÐJUDAGUR 19. ÁGÚST 2008 43 Nemakortið gerir nemendum á framhalds- og háskólastigi kleift að ferðast endurgjaldslaust á umhverfisvænan og þægilegan hátt. Nemendur með lögheimili í Reykjavík, Kópa- vogi, Hafnarfirði, Seltjarnarnesi, Mosfellsbæ og Álftanesi eiga rétt á Nemakortinu skólaárið 2008-2009. Sæktu um Nemakort á www.strætó.is Deilisíðan The Pirate Bay komst í fréttirnar í síðustu viku þegar ítölsk stjórnvöld tóku sig til og bönnuðu aðgang að síðunni. Int- ernetþjónustur þar í landi lokuðu alfarið á síðuna og þurftu for- svarsmenn hinnar umdeildu vef- síðu að grípa til ýmissa ráðstaf- ana til að Ítalar gætu hlaðið niður að vild. Þessar aðgerðir ítalskra stjórn- valda virðast þó hafa haft þver- öfug áhrif því nú hefur komið í ljós að umferð Ítala inn á síðuna hefur aukist eftir að bannið tók gildi. Samkvæmt tölum frá að- standendum Pirate Bay hefur að- sókn Ítala aukist um 5 prósent og deilivefurinn hefur hækkað sig um 10 sæti á lista fyrirtækisins Alexa yfir vinsælustu áfangastaði ítalskra netverja. vij Mun vinsælli eftir bannið Kjafturinn á Roseanne virðist í réttum hlutföllum við skrokkinn á henni, því hún fer mikinn á bloggi sínu þessa dagana. Fórnarlömb hennar að þessu sinni eru feðginin Jon Voight og Angelina Jolie, sem hún gagn- rýnir fyrir að styðja ekki Obama í forsetakosningunum ytra: „Jon Voight er hrædd lítil stelpa í bleiku ballett-pilsi, sem hagar sér eins og Obama hafi ráfað inn úr regnskóginum, með bein í gegnum nefið og kommúnista- ávarpið í lendaskýlunni. Þá seg- ist frú Jolie vera hrifin af McCa- in, en hún á að kallast upplýst, eða veit hún ekki að hverjar þær afrísku dætur hennar sem hún heldur á í myndatökum, áttu foreldra sem dóu vegna efna- hagsaðgerða Repúblikanaflokks- ins gegn Afríku síðan Reagan var og hét? Fjölskyldur þeirra eru fórn- arlömb öfga-hægri stefnunnar sem McCain stendur fyrir. P.S. Það gæti reynst vel fyrir sjálfsmynd barna þinna, vitandi að móðir þeirra styður mann af sama meiði til leiðtoga hins frjálsa heims.“ Já, það verður ekki skafið af henni Roseanne. Og hananú. Roseanne ræðst á Angelinu Jolie Knattspyrnumaðurinn og sæta- brauðið Cristiano Ronaldo var ný- verið valinn „The ultimate gay icon“ eða hin fullkomna táknmynd samkynhneigðra af notendum vefjarins gaygolddiggers.co.uk. Alls voru það rúmlega 3.000 samkyn- hneigðir Bretar sem kusu í kosn- ingunni og naut Ronaldo mikillar hylli meðal kjósenda. Það vekur athygli við þessa kosningu að Ronaldo hirðir topp- sætið af Kylie Minogue en hún hef- ur lengi verið á toppi þessa lista, sem og annarra um sama málefni. Hin heimsfræga Judy Garland sat í þriðja sæti listans. „Hann lítur út eins og draumur hvers samkynhneigðs manns eða konu,“ sagði talskona vefjarins þegar niðurstaða kosningarinnar var tilkynnt. „Hann var valinn knattspyrnumaður ársins, skoraði 42 mörk á síðasta tímabili, og fyrr- verandi kærasta hans segir að hann sé hæfileikaríkur utan vallar. Það virðist allt ganga honum í haginn.“ viggo@24stundir.is Sykursætur Ronaldo höfðar til kvenna á öllum aldri en einnig til samkyn- hneigðra. Cristiano Ronaldo vinsæll meðal samkynhneigðra Hefur sætaskipti við Minogue Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo var ný- verið valinn hin full- komna táknmynd sam- kynhneigðra af notendum vefjarins gay- golddiggers.co.uk. „Mér finnst að maður eigi að vera „edgy“ og dansa á línunni. Það er það sem ég er alltaf að reyna að gera sem listamaður, það er að fylgja hjartanu,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, höfundur barna- plötunnar Sagan af Eyfa (bönnuð börnum) sem er nýkomin út. Í Sögunni af Eyfa er samnefndum dreng fylgt eftir frá fæðingu til fimmtán ára aldurs en líf hans er enginn dans á rósum. „Þegar hann er sex ára greinist hann með hvítblæði. Pabbi hans ætlar að gefa honum beinmerg en þá kemur í ljós við DNA-greiningu að pabbi hans er ekki pabbi hans. Pabbi hans skýtur sig og mamma hans dettur bara í það. Allt í einu, á einum degi þá bara hrynur ver- öld hans.“ Ljóst er að söguþráður sögunnar er fjarri því að líkast þeim sögum sem börn heyra nú til dags. Sagan er nær því að líkjast hinum klass- ísku Grimms-ævintýrum í nútíma- útgáfu, þar sem börnum er ekki hlíft við óþægilegri og dekkri hlið- um lífsins. „Ef þú ert að segja eitthvað eða gagnrýna eitthvað þá hlýtur auð- vitað einhver að móðgast einhvers staðar,“ segir Guðmundur að- spurður hvort hann óttist ekki að hneyksla eða móðga fólk. „Ef þú ætlar að gera einhverja list án þess að móðga neinn og höfða til allra, þá endarðu bara með Bahama- lagið. Þú endar bara þar og ég hef engan áhuga á því.“ Guðmundur er þó ekki bara að hugsa um listræna sköpun heldur er boðskapur sögunnar honum of- arlega í huga. „Það eru margir foreldrar sem halda svo í sakleysi barnanna sinna og hlífa þeim við lífinu og það er alveg eins með þetta. Þess vegna heitir sagan „bönnuð börnum“ því það er svo margt sem gerist hjá börnum sem ætti að vera bannað börnum. Mér finnst svo skrýtið þegar foreldrar neita að fræða börnin sín um kynferðislegt of- beldi gagnvart börnum. Því hvern ætlarðu að vara við því ef ekki börnin?“ segir Guðmundur Ingi að lokum. viggo@24stundir.is Nútíma Grimms-ævintýri 24 stundir/Valdís Thor Bönnuð barnasaga Ræðið við börnin Guðmundur vill að for- eldrar tali við börnin sín um óþægilegu mál- efnin.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.