24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 1
Tugþúsundir Íslendinga fögnuðu íslenska karlalandsliðinu í handbolta þegar það kom til landsins með silfurverðlaun um hálsinn frá Ólympíu- leikunum í Peking í gær. Lúðrasveit verkalýðsins fór fyrir skrúðgöngu niður Skólavörðustíg að Arnarhóli þar sem mikið fjölmenni tók á móti landsliðinu. Hátíðarhöld við heimkomu handboltaliðs Tugþúsundir fögnuðu 24stundir/Golli »19 24stundirfimmtudagur28. ágúst 2008163. tölublað 4. árgangur Leikkonan unga er sannarlega á uppleið. Nýorðin móðir í fyrsta sinn, nýbúin að opna Stubba- smiðjuna og leikur aðalhlutverkið í Sveitabrúðkaupi. Nanna Kristín VIÐTAL»32 Grillar á jólunum GRILLIл22 12 12 14 10 14 VEÐRIÐ Í DAG »2 Sigurður Aðalsteinsson leið- sögumaður segir sífellt algengara að konur fari á hreindýraveiðar. „Konur eru að mörgu leyti betri veiðimenn en karlar.“ Betri veiðimenn »24 Draumur Hákonar Svavarssonar rættist þegar hann varð Íslands- meistari í haglabyssuskotfimi ný- verið en hann hafði reynt við titilinn í nokkur ár. Meistari í skotfimi »20 Íslenskir tónleikahaldarar eru í kreppu og engin plön eru um að flytja inn fleiri erlenda tónlist- armenn til landsins fyrr en seint á næsta ári. Ekkert tónleikahald »38 NEYTENDAVAKTIN »4 35% munur á dansnámi Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra hefur lýst sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu formanns sjálfseignarstofnunarinnar Byrs. Ákveðið var á fundi stofnfjáreig- enda í gær að breyta Byr í hlutafélag. Fjármálaráðherra vanhæfur »2 Eigendur Enex hafa ekki komið sér saman um hvernig á að reka félag- ið, segir Lárus Elíasson, forstjóri Enex. Hann segir fyrirtækið líða fyrir óvissuna sem bitni á starfs- fólki og ímynd þess. Leitað er lausna. Enex í gíslingu eigenda sinna »6 Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Heilsuverndarstöðin ehf. hefur staðið illa í skilum á lífeyrissjóðs- greiðslum, félagsgjöldum og fleiri greiðslum sem fyrirtækið hefur dregið af launum starfsmanna sinna. Ragnheiður Eiríksdóttir, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækis- ins, og tveir núverandi starfsmenn fyrirtækisins sem ekki vilja láta nafns síns getið segja þetta. Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélags Íslands, segir mál- ið hafa komið inn á borð félagsins. Komst að þessu fyrir tilviljun „Ég ætlaði að sækja um styrk hjá stéttarfélaginu mínu en komst að því að ekki hafði verið greitt fyrir nema einn mánuð af þremur sem ég hafði starfað þarna,“ segir Ragnheiður sem segir að sama staðan hafi verið hjá lífeyrissjóði sínum. „Á venjulegum vinnustöð- um þarf ekki að athuga mánaðar- lega hvort félagsgjöldunum og líf- eyrisgjöldunum hafi verið skilað.“ Ragnheiður segir félagsgjöldin nú greidd en lífeyrissjóðsgreiðslurnar séu til innheimtu á vegum lífeyr- issjóðsins. Annar af tveimur nú- verandi starfsmönnum sem vilja ekki láta nafns síns getið segir að ekki hafi verið staðin skil á um- ræddum greiðslum frá því að hann hóf störf. Á borði Sjúkraliðafélagsins Kristín segir að einn félagsmað- ur hafi haft samband við Sjúkra- liðafélagið til þess að kanna hvort launatengd gjöld sem Heilsu- verndarstöðin hafði dregið af launum hans hefðu skilað sér. „Ég gat staðfest að ekki höfðu verið greidd félagsgjöld, iðgjöld í lífeyr- issjóð og aðra sjóði í nokkra mán- uði. En málið hefur ekki verið kært,“ segir hún og bætir við: „Það er háalvarlegt ef ekki er greitt í líf- eyrissjóð.“ Tengist greiðsluerfiðleikum Gísli G. Hall hæstaréttarlög- maður segir dómafordæmi vera fyrir því að forsvarsmenn fyrir- tækja séu sakfelldir fyrir fjárdrátt fyrir að standa ekki skil á launa- tengdum gjöldum þó það sé sjald- gæft. Hann segir þannig mál oftast koma upp í tengslum við greiðslu- erfiðleika hjá fyritækjum. Gestur Pétursson, stjórnarfor- maður Heilsuverndarstöðvarinnar, gat ekki tjáð sig um málið þegar 24 stundir náðu tali af honum. Starfsmenn hlunnfarnir  Heilsuverndarstöðin ehf. hefur staðið illa í skilum á launatengdum gjöldum  Málið inni á borði Sjúkraliðafélagsins ➤ Heilsuverndarstöðin ehf.gerði samning um sex mán- aða tilraunaverkefni við heil- brigðisráðuneytið í febrúar. ➤ Verkefnið felst í rekstri 20skammtímahvíldarrýma fyrir aldraða á höfuðborgarsvæð- inu og 30 dagvistarrýma þar sem lögð er áhersla á end- urhæfingu. HEILSUVERNDARSTÖÐIN „Síðastliðinn laugardag var ég látin vita að drengurinn minn kæmist ekki strax að,“ segir Halla Rut Bjarnadóttir en tekur fram að vegna einhverfu sonar síns sé hann fyrstur í röð þeirra barna sem eru á forgangslista frístunda- heimilis í Reykjavík. Um 1.700 börn bíða eftir plássi á frístundaheimili. Mannekla frístundaheimilanna „Kemst ekki strax að“ »2 BILALAND.IS GRJÓTHÁLSI 1 & SÆVARHÖFÐA 2 FINNDU RÉTTA BÍLINN Á WWW.BILALAND.IS! Á nýja vefnum okkar, bilaland.is, geturðu fundið nákvæmlega þann bíl sem þú leitar að með einfaldri leit. Þú gramsar og rótar og færð allar upplýsingar um hvern bíl og skoðar fjölda mynda áður en þú kemur á staðinn - þannig verða bílakaupin miklu markvissari. Hvítlaukssmjör me› steinselju »12 Sigurlaug M. Jónasdóttir er mikill matgæðingur og hefur gaman af að grilla. Áhuginn er það mikill að hún stóð úti í snjó og þrumuveðri á að- fangadagskvöld og grillaði humar.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.