24 stundir


24 stundir - 28.08.2008, Qupperneq 2

24 stundir - 28.08.2008, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir flugfelag.is Gríptu augnablikið! REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY Flugvallarskattar innifaldir, takmarkað sætaframboð, einungis bókanlegt á netinu. Akureyri frá 3.990 kr. VÍÐA UM HEIM Algarve 28 Amsterdam 18 Alicante 28 Barcelona 27 Berlín 22 Las Palmas 25 Dublin 17 Frankfurt 24 Glasgow 15 Brussel 18 Hamborg 17 Helsinki 15 Kaupmannahöfn 18 London 19 Madrid 31 Mílanó 24 Montreal 17 Lúxemborg 17 New York 18 Nuuk 4 Orlando 26 Osló 14 Genf 24 París 22 Mallorca 31 Stokkhólmur 21 Þórshöfn 12 Vaxandi austlæg átt er líður á daginn, einkum við suðurströndina og á Vestfjörðum. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðaustanlands. VEÐRIÐ Í DAG 12 12 14 10 14 Vaxandi austlæg átt Austan og síðan suðaustan 10-18 m/s, hvassast S-til, en norðaustan 15-20 á Vest- fjörðum og talsverð rigning um allt land. Úr- komuminna og mun hægari norðaustanlands seinni partinn. Hiti 8 til 13 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 11 11 11 9 11 Talsverð rigning Árni Mathiesen fjármálaráðherra hefur lýst sig vanhæfan til þess að skipa í stöðu for- manns sjálfseignarstofnunarinnar Byr-sjóður ses. Þetta staðfesti Böðvar Jónsson, aðstoð- armaður Árna, og segir ástæðuna þá að Árni sé einn stofnfjáreigenda í Byr. Á fundi stofnfjáreiganda í Byr sem haldinn var á Hótel Nordica í gær var samþykkt að breyta sparisjóðnum í hlutafélag. Byr-sjóður ses. verður eigandi 6,5 prósenta af heildar- hlutafé bankans en megintilgangur sjóðsins er samkvæmt samþykktum „að stuðla að vexti og viðgangi í rekstri Byrs sparisjóðs hf.“ Hlutafélagsvæðing Byrs er þó háð samþykki Fjármálaeftirlitsins. Ætluð svik með stofnfjárbréf Karli Georg Sigurbjörnssyni hæstaréttar- lögmanni hefur verið birt ákæra fyrir fjársvik vegna milligöngu hans á sölu tíu stofn- fjárbréfa í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SH) snemma árs 2006. SH sameinaðist síðar Sparisjóði vélstjóra og tók upp nafnið Byr. Í ákæru ríkislögreglustjóra er Karli gefið að sök að hafa „hagnýtt sér ranga hugmynd“ Sigurðar Þórðarsonar ríkisendurskoðanda, sem átti hluta bréfanna, og fjögurra annarra eigenda bréfa með því að greiða þeim 25 milljónir fyrir hvert stofnbréf á sama tíma og hann hafði samið við kaupendur bréfanna um að greiða 45 milljónir fyrir hvert þeirra. Þannig á Karl að hafa haft af fimmmenning- unum 200 milljónir. Meðal þeirra sem keyptu bréfin voru Fons, Vatnaskil ehf. og Fjárfestingarfélagið Klettur. thordur@24stundir.is Stofnfjáreigendur samþykktu í gær að hlutafélagavæða Sparisjóðinn Byr Fjármálaráðherra vanhæfur við skipun Fjármálaráðherra van- hæfur til að skipa formann. Kostnaður vegna ferða Þorgerðar Katr- ínar Gunnarsdóttur menntamálaráð- herra og fylgdarliðs hennar til Kína nemur alls um 5 milljónum króna sem greiddar eru af menntamálaráðuneyt- inu. Þorgerður fór tvær ferðir á Ól- ympíuleikana sem ráðherra íþrótta- mála. Í fyrri ferðinni, 5. til 14. ágúst, voru með í för eiginmaður ráðherra auk ráðuneytisstjóra og maka hans. Flogið var um Kaupmannahöfn með Flugleiðum til Kína og var fargjald á mann 446.320 kr. eða tæpar 1,8 milljónir fyrir öll fjögur. Gistikostn- aður liggur ekki fyrir þar sem reikningur frá ÍSÍ hefur ekki borist en með dagpeningum ráðherra og ráðuneytisstjóra, sem eru 30 þúsund og 12 þúsund á dag, er heildarkostnaður fyrri ferðarinnar rúmar 2,2 milljónir. Í seinni ferðinni til Kína voru eiginmaður ráðherra og ráðu- neytisstjóri með í för. Seinni ferðin kostaði um 2 milljónir króna að undanskildum gistikostnaði. mbl.is Kínaferðir upp á 5 milljónir Verðbólgan var 14,5 prósent í ágúst og hefur hún ekki verið meiri í 18 ár, en í júlí árið 1990 var hún 15,5 prósent samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,8 prósent en verð á fötum og skóm um 4,7 prósent. ejg Verðbólga ekki meiri í 18 ár „Ástandið er mjög alvarlegt. Mikið offramboð og bankarnir hættir að lána,“ segir Magnús Árni Skúla- son, hagfræðingur hjá Reykjavík Economics, um íslenska fast- eignamarkaðinn en fyrirtækið vinnur nú að rannsókn á honum. Hún hefur meðal annars leitt í ljós að framboð á íbúðum er nú 50% meira en á sama tíma í fyrra. „Það hefur þegar orðið 10% raunlækk- un frá því í fyrir rúmu ári því verðbólgan er 14%. Það þýðir að eigið fé þeirra sem keyptu sér íbúð þá með 90% láni er uppurið. Þannig að þau eiga ekkert í íbúð- inni,“ segir Magnús. ejg Ástand fasteignamarkaðar slæmt Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.is „Síðastliðinn laugardag var ég látin vita að drengurinn minn kæmist ekki strax inn,“ segir Halla Rut Bjarnadóttir en tekur fram að vegna einhverfu sonar síns sé hann fyrstur í röð þeirra barna sem eru á for- gangslista. „Fyrir einhverf börn er pró- gramm allan daginn mikilvægt, við höfuðum líka lent í hremmingum með leikskóla, því margítrekaði ég í þetta skipti hvort það væri ekki pottþétt að hann kæmist inn,“ segir Halla og bætir við að stjórnendur frístundaheimila hjá borginni hafi greinilega slegið mönnunarvanda- málinu á frest fram á síðustu stund. Gagnrýnir stjórnunarhætti „Það er furðulegt að stjórnar- fundur í íþrótta- og tómstundaráði hafi verið haldinn daginn sem þjón- usta frístundaheimilanna átti að hefjast,“ segir Halla og gagnrýnir vinnubrögðin harðlega. „Stjórnendur málaflokksins hljóta að hafa gert sér grein fyrir hvert stefndi,“ segir hún og bætir við að fólk hafi fengið að vita um plássleysið með engum fyrirvara. „Vandinn snýr ekki að starfsfólkinu, sem vinnur gott verk, heldur að borgarstjórn sem sér um að reka þjónustuna,“ segir hún og bætir við að ekki sé boðið upp á úrræði fyrir foreldra sem ekki komast að. „Þetta bitnar væntanlega á vinnu fólks, ég hef sérstaklega áhyggjur af þeim for- eldrum sem eru verr staddir en ég.“ Andlegt álag „Yfirmenn frístundaheimilanna þurfa að hringja í tugi foreldra til að tilkynna þeim að ekki sé pláss og á sama tíma fá foreldrarnir kalda tusku í andlitið,“ segir Halla. Forgang um dvöl hafa sex ára börn, börn með sérþarfir og börn sem búa við sérstakar aðstæður svo fremi sem sótt hefur verið um fyrir 1. apríl. Um 1.700 börn bíða eftir að komast að en Kjartan Magnússon, formaður ÍTR, segist vongóður um að leysa mönnunarvandann. „Starfsmenn sem vinna með námi munu væntanlega geta skipulagt veturinn þegar þeir fá stundaskrár sínar í hendurnar,“ segir Kjartan. Einhverft barn kemst ekki að  Móðir sex ára einhverfs drengs gagnrýnir vinnubrögð ÍTR harð- lega  Um 1.700 börn bíða eftir að komast að á frístundaheimilum Halla Rut Með sex ára drengnum sínum. ➤ Alls hafa borist 2.895 um-sóknir um vistun fyrir 6 til 9 ára börn á frístundaheimilum ÍTR. Enn vantar um 200 starfsmenn til starfa. ➤ Í skólabyrjun hafa 1.200 börnhafið dvöl á frístundaheim- ilum ÍTR en enn bíða tæplega 1.700 börn eftir að komast að. FRÍSTUNDAHEIMILI STUTT ● Sameining Prentfyrirtækin Oddi, Gutenberg og Kassagerð- in verða sameinuð undir nafni Odda 1. október. Jóni Jósafat Björnssyni var í gær sagt upp störfum sem framkvæmda- stjóra og tekur Jón Ómar Erl- ingsson við af honum. Jón Óm- ar var áður framkvæmdastjóri Kassagerðarinnar. ● Viðræðuslit Velferðarráð Reykjavíkur sleit í gær samn- ingaviðræðum við Heilsu- verndarstöðina um rekstur áfangaheimilis í Hólavaði í Norðlingaholti. Sviðsstjóra velferðarsviðs var falið að skoða málið frá grunni og ræða á ný við þá fjóra sem sóttust eftir samstarfi. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Taívanskur sjómaður kom ný- verið fjölskyldu sinni mjög á óvart með því að snúa aftur heim eftir að hafa verið fastur á eyju í 27 ár. Hu Wenhu fór í veiðiferð í Indlandshafi 1981, en varð eftir á Reunion eftir að hafa misst af bátnum heim. Neyddist hann þá til að betla peninga og opnaði að lokum kínverskan veitingastað á eyj- unni frönsku. aí Nýr Róbinson Krúsó Sneri aftur SKONDIÐ

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.