24 stundir


24 stundir - 28.08.2008, Qupperneq 13

24 stundir - 28.08.2008, Qupperneq 13
24stundir FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 13 Ýmsir vöruðuvið því að vitleysa hlypi ísilf- urþjóðhátíð vegna ólympíuliðsins í gær. Guðmundur Gunnarsson varaði við brussulegum pólitíkusum sem vildu stela senunni. Sóley Tóm- asdóttir varaði við amerískum hasarstælum með sveimandi þyrl- um og þotuflugi. „Strætó og skrúðganga niður Skólavörðustíg að Arnarhóli er hefðbundin leið okkar Íslendinga til að gleðjast. … Strákarnir okkar brutu blað sem fulltrúar fámennrar þjóðar. Fögn- um sem slík,“ bloggaði femínist- inn sem mætti á Arnarhól eins og allur fjöldinn sem skipti mjög mörgum þúsundum. Þjóðin fagnaði hetjunumglöð, þótt sitt sýndisthverjum um pólitísk tilþrif í tengslum við hátíðina, tilstand Icelandair og til- burði sjónvarpsins sem byrjaði snemma að bíða í beinni, ásamt fá- menni sem mætti fyrir tímann. En sannarlega var ekki beðið til einskis. Fólk flykktist að og við tóku innihaldsrík viðtöl við kapp- ana. Róbert Gunnarsson, einn af strákunum okkar, var hress með innanlandsflugið: „Ég fékk að sjá hverfið mitt og húsið hennar ömmu.“ Og Logi Geirsson, annar silfurdrengur, af handboltaætt- um, sonur Geirs Hallsteins- sonar, sagði af lítillæti: „Ég er ánægðastur með liðið, ég hefði ekki gert þetta einn.“ Spaugilegir stjórnmálamenn,“segir Egill Helgason og tel-ur upp: „Ólafur Ragnar kom með fimmtán fálkaorður. Þá kom ríkisstjórnin með 50 milljónir. Þorgerður Katrín flaug til Kína í rosa- legri geðshræringu. Ólafur Ragnar flaug frá Asíu til Ís- lands í snarhasti.“ Og Egill velti fyrir sér framhaldinu. Í gær bætt- ust Icelandair og Ríkissjónvarpið í spaugilega hópinn. Þegar Helgi Seljan spurði Halldór Hall- dórsson, einn viðmælanda sinn, hvort Ólafur Stefánsson fyrirliði ætti að bjóða sig fram til forseta, var svarið: „Handboltaliðið á að taka við ríkisstjórninni.“ Ólafur tekur þá við af Geir Haarde og leiðir þjóðina til sigurs. beva@24stundir.is KLIPPT OG SKORIÐ Talsverð umræða er um stöðuna á fasteignamarkaði um þessar mundir og eðlilegt að almenningur geri sér far um að skilja kjarna um- ræðunnar. Verum þess minnug að stærsti hluti íbúðareigenda er venjulegt fólk; fjölskyldur sem hafa lagt aleigu sína í að koma sér upp þaki yfir höfuðið. En til að auka skilning fólks á fréttunum þurfa fjölmiðlar að taka sig á. Það vill brenna við að fjallað sé um fast- eignir líkt og um verðbréf sé að ræða, eignir sem ætlað er það eina hlutverk að ávaxta sig og hámarka arð eigenda sinna. Það kemur líka fyrir að Íbúðalánasjóði sé stillt upp sem einhvers konar sökudólgi og að gagnrýni á hlutverk sjóðsins sé fyrirferðarmeiri í fréttum en hug- myndafræðin bakvið lagalegt hlut- verk hans og skyldur. Eftirlitsstofn- un EFTA hefur nú til meðferðar kæru frá Samtökum íslenskra fjár- málafyrirtækja sem kvarta undan því að starfsemi sjóðsins standist ekki ákvæði samningsins um Evr- ópska efnahagssvæðið. Hann hamli samkeppni á bankamarkaði og félagslegt hlutverk hans sé illa skilgreint. Í mínum huga er það umhugsunarefni hversu oft frétt- irnar taka mið af hagsmunum bankanna í þeirri umfjöllun, sjald- gæfara er að finna samstöðu með hugmyndinni um félagslega réttlátt húsnæðiskerfi. Nýjustu fréttir af Íbúðalánasjóði valda hins vegar óróa. Frá því er sagt að sjóðurinn sé í auknum mæli að leysa til sín eignir sem svo- kölluð „leiguíbúðafyrirtæki“ hafa keypt eða byggt með lánum frá sjóðnum og síðan leigt til einstak- linga. Ekki kemur fram í fréttunum hvort hér er um að ræða verktaka- fyrirtæki, sem ekki hafa sést fyrir í góðærinu og byggt meira en þörf var á, en slíkt hlýtur að teljast lík- legt. Í öllu falli eru þetta fyrirtæki sem illa er komið fyrir, þegar sjóð- urinn stendur frammi fyrir því að leysa til sín yfir þrjá tugi eigna á síðustu tveimur árum, stundum heilu blokkirnar. Eina leiðin sem sjóðurinn hefur til að losa sig út úr þessum vandræðum er að selja eignirnar, því ekki kemur til greina að hann yfirtaki starfsemi „leigu- íbúðafyrirtækjanna“. Hann getur reynt að selja eignirnar sveitar- félögum, sem þurfa að sjá íbúum fyrir hagstæðu leiguhúsnæði í ein- hverjum mæli, í sumum tilfellum reynir hann að selja þeim fjölskyld- um sem hafa íbúðirnar á leigu og loks hefur hann reynt að selja heilu eignirnar einhverju sem kallað er „leiguíbúðafélag“. Ekki eru gefnar nánari skýringar á þessum leigu- íbúðafyrirtækjum eða leiguíbúða- félögum, hverjir standi á bak við þau eða hversu umfangsmikil starf- semi þeirra sé. Hér er því auglýst eftir frekari upplýsingum um það. Hins vegar má lesa það út úr frétt Morgunblaðsins af málinu í gær, að Íbúðalánasjóður hafi hlaupið á sig með því að lána þeim sem ekki reyndust borgunarmenn. Og þar var sannarlega ekki um að ræða einstaklinga eða fjölskyldur. Nú hafa hagfræðingar í fyrirtæki sem kallast Reykjavík Economics ehf. gert rannsókn á fasteigna- markaðnum í landinu og komist að því að offramboð sé á íbúðar- húsnæði, eftirspurn sé hverfandi, lánsfjárframboð lítið og verð fari lækkandi. Það fylgdi ekki frétt Rík- isútvarpsins í gær hverjir þessir hagfræðingar eru eða hver tengsl þeirra eru við Háskólann á Bifröst, en talsmaður könnunarinnar, Magnús Árni Skúlason, er eð@a var a.m.k. til skamms tíma for- stöðumaður Rannsóknaseturs í húsnæðismálum á Bifröst. Niður- stöður hagfræðinganna virðast lýs- andi fyrir stöðuna á íbúðamarkaði en hvort þær benda á nokkrar lausnir á vandanum kom ekki fram í frétt Ríkisútvarpsins. Það rennir stoðum undir það sem segir hér að framan; það skortir á að fjölmiðlar fari nægilega djúpt í fréttaflutningi sínum af stöðu mála á fasteigna- markaði til að íbúðaeigendur, fjöl- skyldurnar í landinu, átti sig til fulls. Höfundur er alþingismaður Leiguíbúðafyrirtæki og leiguíbúðafélög VIÐHORF aKolbrún Halldórsdóttir Það skortir á að fjölmiðlar fari nægilega djúpt í frétta- flutningi sín- um af stöðu mála á fast- eignamarkaði til að íbúðaeigendur, fjölskyld- urnar í landinu, átti sig til fulls. Vinnulyftur ehf. Smiðsbúð 12 • 210 Garðabæ Sími: 544 8444 • Fax: 544 8440 www.vinnulyftur.is Vinnulyftur og jarðvegstæki til leigu og sölu Erum með fjölbreytt úrval af vönduðum vinnulyftum og jarðvegstækjum til leigu og sölu. Ef þig vantar innilyftur eða stórar útilyftur þá höfum við lausnina. Hafið samband og fáið verðtilboð! SJÁLFVIRK 6v / 12v / 24v 0,8A - 25A HLEÐSLUTÆKI Snilldartæki sem mega vera í sambandi allt árið og geta hlaðið allar gerðir rafgeyma.

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.