24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir Vegna útúrsnúninga og rang- túlkana á skrifum mínum varðandi útboð á litlum hluta sorphirðu í Reykjavík vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Ég var beðin um að segja álit mitt á því að fyrir lægi tillaga um að bjóða út um 1/5 hluta sorphirðu í Reykjavík og lýsti ég skoðun minni í litlum pistli sem birtist í 24 stundum síðastliðinn fimmtudag. Pistillinn mátti einungis vera ákveðið mörg orð og því lítið pláss til mikilla útskýringa. Í áliti mínu tala ég um að borgin hafi nýverið farið af stað með grænu tunnuna og þar hafi hún fylgt eftir frum- kvæði einkaaðila. Þarna átti ég að sjálfsögðu við bláu tunnuna (blaðatunnuna) og vil ég biðjast velvirðingar á þessum mistökum mínum. Það þýðir þó ekki að ég hafi ekk- ert vit á þessum málum eins og hermt er í greinaskrifum í 24 stundum síðastliðinn laugardag. Það er merkilegt hvað þeim sem þar skrifuðu tókst að lesa mikið út úr þessum fáu orðum mínum. Ég læt hér fylgja pistil minn aftur þar sem ég hef leiðrétt þetta með grænu og bláu tunnuna. Útboð sorphirðu „Sorphirða í Reykjavík hefur verið rekin um árabil með svipuð- um hætti og lítilla nýjunga gætt í því. Bláa tunnan kom nýverið til sögunnar, en þar var borgin að elta einkaaðila. Nú stendur til að bjóða út 20 prósent sorphirðu í Reykjavík og tel ég það vera mikið framfara- skref. Ég hef löngum undrast það að ekki séu settar ákveðnari reglur varðandi sorphirðu, þar sem gler, pappír, plast og fleira er sótt heim og fólki gert að flokka ruslið sitt betur en gert er í dag. Þegar ég var í Þýskalandi fyrir 17 árum síðan var þegar byrjað að flokka rusl og öll heimili voru með þrískiptar rusla- fötur í eldhússkápnum. Þegar rusl- ið var hirt var kíkt í pokana og ef þú hafðir ekki flokkað var ruslið einfaldlega ekki tekið. Við þurfum að vera miklu meðvitaðri um það hverju við hendum frá okkur. Það er flókið að þurfa að koma ruslinu frá sér og tel ég einu raunhæfu leið- ina vera að sækja flokkaða ruslið heim. Það er ekki nóg að flokka pappír, við getum gert betur en það, gler og plast er til að mynda alveg tilvalið að sækja líka. Ég tel afar jákvætt að leitað sé nýrra leiða við sorphirðu og vil gjarnan sjá meiri nýbreytni í þeim málaflokki. Það er jákvætt að farið sé í tilraun sem þessa sem gefur mikilvægar upplýsingar um möguleika fyrir- tækja til að veita þessa þjónustu. Með útboði má reyna að fá fram nýja hugsun hvað varðar sorp- hirðu. Það er mikilvægt að þau fyr- irtæki sem bjóða í þjónustuna fái svigrúm til þess að bjóða upp á nýj- ungar tengdar sorphirðunni. Í þessari tillögu er talað um út- boð á 20 prósentum sorphirðu í Reykjavík til þriggja ára. Með þessu verkefni fæst dýrmæt reynsla og þekking til þess að byggja á til frambúðar.“ Á eftir öðrum þjóðum Með þessu er ég í engu að kasta rýrð á það frábæra starfsfólk sem starfar hjá sorphirðu Reykjavíkur. Tilraun sem þessi þarf ekki að segja okkur að það sé skynsamlegt að bjóða út alla sorphirðu, niðurstaða tilraunar sem þessarar getur allt eins sagt okkur að engin skynsemi sé í að bjóða sorphirðuna út og miklu skynsamlegra að halda áfram að reka sorphirðuna með þeim hætti sem við hingað til höf- um gert. Hvað sem öðru líður þá tel ég okkur vera á eftir öðrum þjóðum hvað varðar sorphirðumál og vona að við förum að sjá stór skref stigin í því að flokka og endurvinna það sem frá okkur fer. Það er dýrt að sækja flokkaðan úrgang, en það er líka dýrt að sækja hann ekki. Fjölmargar hugmyndir Ég sat í nefnd sem yfirfór sorp- hirðumál í Reykjavík þegar ég sat í umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur á síðasta kjörtímabili 2002-2006. Ég hafði mikinn áhuga á því að taka stór skref í átt til frek- ari flokkunar og endurvinnslu. Það var hins vegar ekki pólitískur vilji til þess á þeim tíma og græna tunn- an í raun það eina sem kom út úr þeirri vinnu. Ég ætla ekki að tíunda hér þær fjölmörgu hugmyndir sem þar komu fram eða þær tilraunir sem gerðar hafa verið þar á undan, en margt hefur verið skoðað. Sumt hefur virkað og gengið vel, en ann- að ekki. Ég fagna öllum hugmynd- um sem geta orðið til þess að sorp- hirða okkar þróist áfram til meiri flokkunar og meiri endurvinnslu, von mín er sú að þessi litla tilraun geti verið liður í því. Höfundur er borgarfulltrúi Sorphirða í Reykjavík UMRÆÐAN aJórunn Ósk Frímannsdóttir Jensen Hvað sem öðru líður þá tel ég okkur vera á eftir öðrum þjóð- um hvað varðar sorp- hirðumál og vona að við förum að sjá stór skref stigin í því að flokka og endurvinna það sem frá okkur fer. Sorphirða Tilraun sem þessi þarf ekki að segja okkur að það sé skyn- samlegt að bjóða út alla sorphirðu. E N N E M M / S ÍA / N M 3 51 72 Í Núllinu þarf fjölskyldan ekki að borga krónu þegar hún hringir úllSkráðu fjöl-skylduna í síma800 7000eða ásiminn.isán tafar!

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.