24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 32
Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Nanna Kristín kemur sér þægilega fyrir og er furðu róleg að sjá þó hún samsinni því að visst spennu- fall fylgi því að sjá loks lokaútgáf- una á hvíta tjaldinu. Segja má að kvikmyndin sé í anda dogmakvik- mynda þar sem að leikarnir skópu sína karaktera sjálfir og við upp- tökur voru ætíð notaðar fimm myndavélar í einu. „Mér finnst Valdísi hafa tekist mjög vel að leik- stýra svona stórum hópi leikara, klippa myndina saman og koma sögu hvers og eins á framfæri. Karakterinn minn er ákveðin dek- urdúlla en ég vildi hafa hana eins ólíka óframfærnu og lokuðu stúlkunni sem ég lék í Foreldrum og hægt var. Ég veit reyndar ekki hvernig ég myndi höndla brúð- kaupsdag eins og í kvikmyndinni en ég held að fáar brúðir séu pollrólegar á brúðkaupsdaginn og þarf oft lítið til að koma öllu úr jafnvægi. Ég tala nú ekki um ef fjölskyldumynstrið er flókið,“ seg- ir Nanna Kristín. Ófrísk í brúðarkjól Nanna Kristín er í sambúð en ekki gift og aðspurð um sinn eigin brúðkaupsdag segist hún ekki vera með ákveðnar hugmyndir en segir í léttum tón að hún myndi í það minnsta ekki óska sér að vera ófrísk þegar að honum kæmi. Hún var komin þrjá mánuði á leið þegar tökur hófust og segir það hafa verið talsvert fyrirtæki að þurfa að bakka margoft inn í rút- una í stórum og fyrirferðarmikl- um brúðarkjólnum til að komast inn á þröngt salernið, en þetta sé nú allt hluti af meðgöngunni. Stubbur og Stubbasmiðja Nanna Kristín segir móðurhlut- verkið hafa komið sér skemmti- lega á óvart og að lífið hafi vissu- lega öðlast meiri tilgang með fæðingu sonarins þó sér finnist það ekki hafa breyst sem slíkt. Nanna Kristín vinnur nú að miklu leyti heima og sér um frumburð- inn en segist þó hlæjandi ætla að setja hann í leikskóla síðar meir svo hann verði ekki skrýtni strák- urinn sem er bara alltaf með mömmu sinni. Nanna Kristín opnaði barnahúsgagnaverslunina Stubbasmiðjuna skömmu eftir fæðinguna og segir verslunar- reksturinn hafa komið til af því að hún fékk mikinn áhuga á öllu því sem tengist börnum á meðgöng- unni. Í versluninni eru 13 innrétt- uð barnaherbergi og þar hafi hún fengið útrás fyrir listsköpunina. Af mörgum þeim vörum sem fást í versluninni rennur hluti innkom- unnar til góðgerðarmála og í því samhengi mun Nanna Kristín taka þátt í hinum svokallaða Glæsi- markaði í Perlunni um helgina en ágóði hans mun renna til bygg- ingar á nýju skólahúsnæði í Jemen þar sem Jóhanna Kristjónsdóttir hefur staðið fyrir öflugu styrktar- starfi. Nóg er að gera í verslunar- rekstrinum en heimasíða og vef- verslun Stubbasmiðjunnar verður opnuð nú um helgina. Einstakt tækifæri Nanna Kristín segist ekki vera hætt að leika en sér finnist ágætt að geta unnið að hluta til heima og hún sé heppin að hafa tækifæri til þess. Eftir útskrift var hún í nokkur ár fastráðin hjá Þjóðleik- húsinu, en hún segir að í leikhús- inu sé ekki mjög fjölskylduvænn vinnutími. Hún dáist að fólki sem hefur leikið áratugum saman í leikhúsi svo ekki sé talað um þegar makinn er einnig leikari því fólk þurfi virkilega að gefa hluta af lífi sínu í starfið. Þó lífið hafi snúist um leikhúsið snúist það nú að mestu leyti um soninn. „Um leið veit ég að til honum líði vel þarf ég vera ánægð með það sem ég er að gera og það veitir mér mestu ánægjuna að starfa sem leikkona og ég vil halda áfram að þróast sem slík,“ segir Nanna Kristín. Áhugi á handritsgerð Það er einstakt tækifæri fyrir ís- lenska leikara að leika í bíómynd- um og segir Nanna Kristín að hún myndi óhikað taka aftur þátt í slíkri vinnu strax á morgun. Eins sé yndislegt að vinna með vinum sínum úr Vesturportshópnum. Spurð um framtíðina segir hún að hún sé björt og endalausir mögu- leikar samhliða því að vinna sem leikkona. Blaðamanni heyrist á Nönnu Kristínu að hún hafi áhuga á handritsgerð og veiðir upp úr henni að hún sé nú þegar byrjuð að skrifa handrit en hún vill sem minnst gefa upp um það að svo stöddu. Nú sé að einbeita sér að því að fylgja Sveitabrúðkaupi eftir á erlendum kvikmyndahátíðum en strax í næstu viku heldur hún til Toronto og fer þá í fyrsta sinn í lengri tíma frá syninum, sem hún segir örugglega verða lítið mál fyr- ir hann en meira fyrir mömmuna. Fáar brúðir eru pollrólegar á brúðkaupsdaginn Sveitabrúðkaup Nönnu Það er eftirminnilegt þegar Nanna Kristín Magnúsdóttir tók við Edduverðlaununum sem leikkona ársins fyrir leik sinni í kvikmyndinni Foreldrar. Hún var þá langt gengin með sitt fyrsta barn, son sem hún eignaðist í des- ember síðastliðnum með manni sínum Kristni Vilbergssyni. Nanna Kristín fer nú með hlutverk brúðarinnar í kvikmynd Valdísar Óskarsdóttur, Sveitabrúðkaupi, sem frumsýnd verður í dag en hér er á ferðinni ljúfsárt og á köflum sprenghlægilegt fjölskyldudrama. Blaðamaður settist að spjalli með Nönnu Kristínu eftir forsýningu. a Ég fékk einhvern rosalegan kraft þeg- ar ég var ófrísk og fannst ég geta gert allt svo ég notaði það og hef því ekkert farið í fæðing- arorlof. Sveitabrúðkaup Frumsýnd í dag. 32 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir FÓLK 24@24stundir.is a Það veitir mér mestu ánægjuna að starfa sem leikkona og ég vil halda áfram að þróast sem slík. viðtal 1.High School Reunion: Til að minna mann á að grunnskólinn sé að baki. 2.Quiznos: Betri en Subway. 3.Súkkulaði: Á snúðum, konfekt og Nóa kropp. 4.Emilíana Torrini: Nýja platan hennar er meistaraverk! 5.Skór: Með hælum og og opnir - less is not more. 6.Café Kultúra: Gæti hæglega orðið arftaki Sirkús. 7.Troma: Kvikmyndafyrirtæki sem framleiðir skemmtilega lélegar myndir. 8.Malmö: Ódýrari en Kaupmannahöfn og sætari strákar. 9.Hundar: Af því þeir þurfa svo á þér að halda. 10.Sagan af Eyfa Skemmtilegasta barnaplata ársins! 11.Að æfa handbolta: Því þið gætuð unnið silfur einn daginn á Ólympíuleikunum. 12.Nephey: Rokk og rósir frá Danmörku og sætir strákar. 13.Vatn: Hollt, gott og nánast endalaust. 14. Sirkús Agora: Bara til þess að sjá Ultra Mega Teknóbandið Stefán! 15.3G Myndsímtöl: Bætir fókus í símasexið! 16.Réttir: Þú ert ekki maður með mönnum, nema að hafa slegist við digran hrút! 17.Þjóðarstolt: Því það lætur okkur líða aðeins stærri en venjulega. 18.Ég fíla 90´s safnplötunni: Því vont er stundum gott. 19.Facebook: Leynilegt daður og persónunjósnir. 20.Ljóðasmíðar: Til að ausa úr skálum reiðinnar. 21.Stefnuljós: Sérstaklega á hringtorgum. 22.Kurteisi: Klikkar aldrei ef þú vilt fá eitthvað. 23.Bar11: Heldur uppi rokkinu um helgar. 24.Edwins gallabuxur: Því Brad Pitt gengur í svoleiðis.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.