24 stundir - 28.08.2008, Page 26

24 stundir - 28.08.2008, Page 26
26 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir Osteopathy o o o o oOrkuhúsiðSuðurlandsbraut 34 108 Reykjavík Tímapantanir 5 200 120/130 Upplýsingar 846 2392 Osteópatarnir Micah Nicholls BSc (Hons) Ost Med, DO, ND og Fríða Hauksdóttir BSc (Hons) Ost Med, DO, ND hafa hafið störf í Orkuhúsinu. Osteópatía er sérmenntun í að greina og meðhöndla stoðkerfisvandamál og er löggild heilbrigðisstétt. Osteópatía er einstaklingsmiðuð og árangursrík líkamsmeðhöndlun fyrir unga sem aldna. Osteópatar meðhöndla margskonar vandamál allt frá lið- og vöðvaverkjum til astma og iðrabólgu, þá bæði bráða og króníska verki. Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Það er í rauninni þekkt að bakt- eríur í munnholi geta farið inn í blóðrás og valdið almennum lík- amlegum ein- kennum víðar en bara í munnin- um. Því að þótt tennurnar séu oft taldar standa svo- lítið sér eða fyrir utan líkamann þá eru æðar og fleira í tannholdinu, og reyndar tönnun- um sjálfum, sem tengjast öðrum hlutum líkamans,“ segir Hólmfríð- ur Guðmundsdóttir, tannlæknir hjá Lýðheilsustöð. „Þessi tengsl eru sérstaklega þekkt í sambandi við hjartaþels- bólgu og það hefur einnig verið tal- ið að ákveðnir bólguvakar, tengdir tannholdsbólgu, geti stuðlað að hjartaáföllum.“ Ótímabærar fæðingar Fjölmargar rannsóknir hafa ver- ið gerðar á ýmsum öðrum auka- verkunum slæmrar tannheilsu og hafa verið settar fram kenningar um tengsl við nýrnasjúkdóma, beinþynningu, sykursýki og jafnvel fæðingu fyrirbura. Að sögn Helgu Ágústsdóttur, sérfræðings í öldrunartannlækn- ingum, hefur tekist að staðfesta þessi tengsl í sumum rannsóknum, og þá einna helst þegar kemur að bandarískum konum af afrískum uppruna. Í sumum löndum, eins og t.d. Portúgal, er jafnvel boðið upp á ókeypis tannlækningar fyrir konur á meðgöngu til að reyna að sporna gegn þessum áhrifum. En þá er ekki allt upp talið. „Það eru mjög sterk tengsl á milli slæmrar tannheilsu hjá eldra fólki og lungnabólgu. Þá getur það gerst að bakteríur úr munnholinu komist í lungu í gegnum öndunar- veginn og valdið þar bólgum,“ seg- ir Helga. „Þar að auki er það ljóst að fólk með slæma tannheilsu nærist ekki jafn vel. Það borðar til dæmis ekki jafn mikið af hráu grænmeti, eins og gulrótum, og heldur sig frekar við mat sem hefur verið mikið soð- inn og þá eru næringarefnin jafnvel ekki enn til staðar.“ Því er mikilvægt að mæta reglu- lega til tannlæknis því lykilatriði er að greina tannsjúkdóma á frum- stigi til að auðvelda meðferð á þeim. Slæm tannheilsa getur haft ýmis alvarleg áhrif á almenna heilsu Tannheilsa getur haft áhrif á hjarta Sagt er að leiðin að hjarta manns sé í gegnum mag- ann. En rannsóknir á sambandi tannheilsu og hjartaheilsu sýna að leið- in að heilbrigðu hjarta er í gegnum heilbrigðan munn og tennur. Er jafn- an talið að tengsl séu á milli margra fleiri sjúk- dóma og tannheilsu. Reglubundið eft- irlit Það er mik- ilvægt að upp- götva sjúkdóma í munni á frumstigi. ➤ Afar mikilvægt er að farareglulega til tannlæknis en fyrir flesta nægir að fara á 6, 12 eða 18 mánaða fresti. ➤ Sumir fara oftar en einnigkoma einhverjir einungis til að láta hreinsa tennurnar. TANNHEILSA Hólmfríður Guð- mundsdóttir Því hefur oft verið haldið fram að maís- og hnetuneysla geti valdið sjúkdómum í meltingarfærum án þess þó að sú kenning hafi verið sönnuð. En niðurstöður stórrar rannsóknar sem nýlega voru kynntar sýna að þvert á móti hafi hnetur, maís og poppkorn góð áhrif á meltingarveginn. Rannsóknin fór fram á árunum 1986 til 2004 og var sérstaklega fylgst með pokamyndun á görnum, sem á ensku nefnist diverticulosis og hrjáir allt að helming Vestur- landabúa sem náð hafa sextugs- aldri. Kom í ljós að þeir sem borða hnetur oft (allavega tvisvar í viku) eru í 20 prósentum minni hættu á að mynda poka á görnum en þeir sem borða sjaldan hnetur (einu sinni í mánuði eða sjaldnar). Að sama skapi kom í ljós að þeir sem neyta poppkorns oft eru í 28 pró- sentum minni hættu á að fá þenn- an algenga kvilla. haukurj@24stundir.is Hnetur og maís gegn algengum kvilla Poppið er gott Ekki spara poppið Samkvæmt rannsókn- inni er popp gott fyrir meltinguna. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Það eru mjög sterk tengsl á milli slæmrar tannheilsu hjá eldra fólki og lungnabólgu. heilsa

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.