24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir MIÐVIKUDAGUR 27.ÁGÚST Eymundsson kynnir dagskrána í dag • KL 12.15 Ingólfsnaust – Hádegisjazz í Ingólfsnausti Frítt Tilvalið að koma við í Ingólfsnausti og heyra góðan jazz í hádeginu. • KL 15 Iðnó -Svingtónleikarestrasjón – Sextett Hauks Gröndal með Ragga Bjarna Kr2200 Haukur Gröndal endurvekur restrasjónina og hljóm KK Sextett. Haukur leiðir hljómsveit sína í prógrammi frá gullöld jazzins. Ef þú manst eftir því þegar jazzinn var dægurtónlistin, þá er þetta fyrir þig. Gestir á tónleikunum eru víbrafónleikarinn Reynir Sigurðsson og söngvarinn góðkunni Ragnar Bjarnason, sem starfaði í KK sextettinum um árabil. • KL 20 - Iðnó – Steintryggur - BMX frá Noregi ásamt Hilmari Jenssyni Kr2200 Trommarar og slagverksmenn sameinast í rafmögnuðum galdri. Sigtryggur Baldursson og Steingrímur Guðmundsson skipa Steintrygg. Kippi Kanínus leggur til rafvædda sveiflujöfnun. Norska tríóið BMX er hér statt til að hljóðrita með Hilmari Jenssyni gítarleikara. Einstakt tækifæri til að heyra splunku- nýja og spennandi spunatónlist af bestu gerð. Hér er hvert lag þróað í rauntíma á tónleikum. Alltaf ferskt, alltaf nýtt. Njål Ölnes á saxófón, ThomasT. Dahl á gítar og Öyvind Skarbo á trommur. • Kl 22 Iðnó /uppi – Ameríska söngbókin-Stofuhljóðritun. Siggi Flosa, Lennart Ginman, Jón Páll Bjarnason Kr2000 Altósaxófónleikarinn Sigurður Flosason hefur komið víðar við en flestir kollegar hans á íslenska jazzsviðinu. Undanfarið hefur blúsinn skotið sér í svínginu í tónlist hans, en nú ætlar hann að taka til handargagns amerísku söngbókina. Danski bassaleikarinn Lennart Ginman hefur áður komið við sögu á plötum Sigurðar og ætlar að ganga botninn í þessari stofuhljóðritun, sem verður gefin út á plötu. Jón Páll Bjarnason leikur á gítarinn, enda fáir sem kunna fleiri lög úr amerísku söngbókinni. • Kl 22 Organ – Tepokinn, M blues Project, Skver Kr1500 Þrjár spennandi hljómsveitir saman á einum tónleikum. Tepokinn og Skver hafa þrætt öll húsasund og almennings- garða Reykjavíkur á vegum Hins Hússins, en Matti Sax og blúsprójektið hans hefur aðallega verið innandyra. • Kl 23 Bítbox á Glaumbar Autoreverse – jazz/funk Frítt F R ÍK IR K J A N H Á S K Ó L A B ÍÓ N A S A F R ÍK IR K J A N N O R R Æ N A H Ú S IÐ H Á S K Ó L A B ÍÓ U M B A R V O N A R S A L U R IN G Ó L F S N A U S T H Á S K Ó L A B ÍÓ IÐ N Ó REYKJAVÍK G L A U M B A R Vestnorræna ráðið samþykkti á ársfundi sínum stuðningsyfirlýsingu við sel- og hvalveiðar. Ráðið sendi í gær frá sér tilkynningu þar sem segir að sjálf- bærar veiðar á sel og hval hafi verið samofnar menn- ingu, sögu og atvinnulífi vestnorrænna þjóða. Ráðið styður sjálfbærar veiðar, hvort sem þær heita veiðar í atvinnuskyni eða vegna rannsókna. Ráðið leggur áherslu á að vestnorrænar ríkisstjórnir komi á fram- færi upplýsingum til mótvægis við tilfinningaþrungna og óupplýsta umræðu sem ráðið telur oft vera í lönd- um þar sem hvalir eru ekki veiddir. Með og á móti hvalveiðum Samfylkingarmennirnir Karl V. Matthíasson, fráfar- andi formaður vestnorræna ráðsins, og Guðbjartur Hannesson studdu báðir tillögu ráðsins. Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráðherra ákvað í vor að hvalveið- um í hagnaðarskyni yrði haldið áfram. Þá gáfu ráð- herrar Samfylkingar út yfirlýsingu gegn hvalveiðum. Þeir bentu á að með veiðunum væri meiri hagsmun- um fórnað fyrir minni og að sjávarútvegsráðherra hefði aðeins hálfa ríkisstjórnina á bak við sig. beva@24stundir.is Samfylkingarmenn í vestnorræna ráðinu styðja hvalveiðar Norrænt ráð vill hvalveiðar Hvalveiðar Hrefnukvót- inn er 40 dýr. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is „Það er engin launung yfir því að við höfum reynt hvað við getum til að leysa þennan hnút með alls kon- ar tillögugerð,“ segir Lárus Elías- son, forstjóri Enex, um fréttir þess efnis að Merril Lynch og Kaupþing hyggist kaupa íslenska orkufyrir- tækið. Lárus vill þó ekki staðfesta að ofangreindir aðilar séu að reyna að kaupa Enex en segir ljóst að eitt- hvað þurfi að gera. „Eigendur Enex hafa ekki komið sér saman um hvernig eigi að reka félagið. Við höfum reynt að velta upp lausnum hér innandyra til að leysa félagið úr þeirri stöðu sem það er í. Sú staða er upp komin að starfsfólk félags- ins, verkefni þess og ímynd út á við líður fyrir þennan hnút. Menn hafa verið að skoða ýmsar lausnir í mál- inu, eins og að fjárfestar kaupi Enex með fulltingi REI. Það hefur líka verið skoðað hvort vilji sé til að skipta félaginu upp með einhverj- um hætti. En það að gera ekkert er ekki góður kostur.“ Til umræðu í stjórn REI Ásta Þorleifsdóttir, sem situr í stjórn REI, staðfestir að staða Enex hafi lengi verið til umræðu. „Staða Enex hefur ekki verið neitt sérstak- lega góð. Þar hefur allt verið í frosti, félagið hefur ekki haft neitt fjármagn og það hefur gert því erf- itt fyrir að sinna þeim verkefnum sem þeir hafa haft. Þrátt fyrir mörg áhugaverð verkefni þá hefur Enex ekki skilað eigendum sínum nein- um arði og þar sem það er yfirlýst stefna Orkuveitunnar að leggja ekki meira fé í útrásarverkefni þá er Enex engin undantekning frá því.“ Vildu borga með eigin bréfum GGE á um 73 prósent í Enex en REI 26,5 prósent. Ásta segir REI hafa verið tilbúið til að selja GGE sinn hlut í félaginu og leysa þannig þann hnút sem er til staðar, en að GGE hafi einungis verið til í að borga með hlutabréfum í sjálfu sér. Það hafi ekki komið til greina af hálfu REI að ganga að slíku tilboði. „Geysir Green gerði okkur á sínum tíma tilboð um að hlutur okkar yrði metinn inn í Geysi Green Energy og REI myndi þá eiga hlut í Geysi. Það kom ekki til greina. Það er hins vegar mjög vont fyrir REI að eiga um fjórðung vegna þess að þá hefur félagið í raun engin völd. Það er vont að vera eini minni- hlutaeigandinn.“ Hjá Kaupþingi fengust þær upp- lýsingar að bankinn tjái sig ekki um orðróm af þessu tagi. Áratugagamallt félag Enex var stofnað árið 1969 og hét upprunalega Virkir Orkint hf. Félagið breytti nafni sínu í Enex ár- ið 2001 og kynnti um leið stefnu- breytingu. Frá þeim tíma hefur það einbeitt sér að því að hanna, byggja, starfrækja og fjármagna orkuver, jafnt jarðvarma- og vatns- orkuver. Félagið hefur á síðustu ár- um vaxið jafnt og þétt og meðal annars unnið að verkefnum í Þýskalandi, Bandaríkjunum, Kína, Ungverjalandi og Slóvakíu. Í árs- reikningi Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2007 var rúmlega 26 pró- senta eignarhlutur fyrirtækisins í Enex metinn á um 639 milljónir. Miðað við það ætti virði félagsins að hafa verið rúmlega 2,4 milljarð- ar í lok síðasta árs. Jarðvarmi Enex einbeitir sér að því að hanna, byggja, starfrækja og fjármagna jarðvarma- og vatnsorkuver. Enex í gíslingu eigenda sinna  Forstjóri Enex segir eigendur félagsins ekki sammála um rekstur þess  Talið að Merril Lynch og Kaupþing vilji kaupa í félaginu ➤ Enex var upphaflega stofnaðárið 1969 og hefur verið í for- grunni íslensku orkuútrás- arinnar um árabil. ➤ Geysir Green Energy (GGE) á73,1 prósent í félaginu og Reykjavik Energy Invest (REI) 26,5 prósent. ➤ GGE keypti 24,35 prósenthlut Landsvirkjunar í Enex í október 2007 á alls 996 millj- ónir króna. GGE greiddi helminginn með reiðufé og helming með hlutafé í GGE. ➤ Fyrirhugað var að leggja Enexað fullu inn í sameinað félag GGE og REI. ENEX Frankvæmdir eru nú hafnar í Bakkafjöru við Landeyjahöfn. Áætlað er að verkinu verði lokið í júlí 2010 en samningur á milli Vegagerðarinnar, Siglingastofn- unar og Suðurverks hf. um gerð Landeyjahafnar var undirritaður fyrr í mánuðnum. Tilboð Suðurverks hf. hljóðaði upp á 1,9 milljarða króna sem er um 60% af kostnaðaráætlun. Byggðir verða tveir 700 metra hafnargarðar, Bakkafjöruvegur gerður, en hann er tæpir 12 kílómetrar frá hringveg- inum, og 20 metra brú smíðuð. áb Framkvæmdir hafnar í Bakkafjöru

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.