24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Fjölskylduhjálp Íslands á hrós skilið fyrir óeigingjarnt starf sitt og að- stoð við fátækar fjölskyldur á Íslandi. Um tuttugu konur vinna sjálfboða- starf fyrir samtökin, sem úthluta matvælum til fjölskyldna á hverjum mið- vikudegi. Á bak við félagið stendur fólk með fallega hugsjón og dug til að hrinda henni í framkvæmd. Nú skulda líknarsamtökin Reykjavíkurborg 2,5 milljónir króna vegna vangoldinnar leigu. Samtökin hafa ekki greitt leigu af húsnæðinu í Eski- hlíð 2 til 4 frá því í nóvember 2006 en eins og fyrst kom fram í DV hafa þau leigt 310 fermetra atvinnuhúsnæði af Skipulagssjóði Reykjavíkur- borgar frá árinu 2003. Greiðslan var upphaflega 70 þúsund en hefur hækkað í um 88 þúsund krónur á mánuði, en samningurinn er vísi- tölubundinn. Ásgerður Jóna Flosadóttir, talsmaður líknarfélagsins, segir að hún hafi það á tilfinningunni að borgaryfirvöldum finnist samtökin ekki eins fín og önnur hjálparsamtök. Þau þurfi aðeins 88 þúsund í styrk á mánuði frá borginni og má af því skilja að hún vilji frítt húsnæði. Samtökin fá 1,5 milljónir úthlutaðar á fjárlögum ríkisins og segir Ás- gerður við DV að Reykjavíkurborg sé að hirða féð af þeim. Við 24 stundir sagði hún: „Ég tel að kjörnir fulltrúar í Reykjavík líti niður á fátækt fólk í borginni og okkur sem erum hrein sjálfboðasamtök með engan á laun- um.“ Í bréfinu frá skipulagsráði þar sem skorað er á líknarsamtökin að greiða skuldina innan sjö daga stendur að innheimtutilraunum hafi ekki verið svarað og þess vegna eigi að bera þau út. Nú þegar í óefni er komið og samtökunum er hótað útburði lofa borgaryfirvöld hins vegar að koma til móts við þau. Nú er það svo að 88 þúsund króna leiga er ekki há upphæð; ekki nema um 284 krónur á fermetrann. Al- gengt verð fyrir atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á leigu- markaðinum er margfalt hærra. Spyrja má hvort leiguverðið dekki rekstrarkostnaðinn af húsinu, fast- eignagjöld og önnur gjöld sem húseigendur greiða. Það ber vott um góðan hug sveitarstjórnarmann- anna til starfseminnar að borgin hafi boðið húsið á svo lágri leigu og ekkert aðhafst frá nóvember 2006. Það var röng ákvörðun samtakanna að ákveða ein- hliða að greiða ekki húsaleiguna af því að þeim fannst að borgin ætti að lána þeim húsið í stað þess að leigja. Engum dylst að þörf er á þessum góðu samtökum og óeigingjörnu starfi þeirra. En hvurslags fordæmi gæfu borgarfulltrúar ef ekki þyrfti að greiða skuldina? Borgin hjálpar Nærri fimm milljónir króna kost- uðu ferðir menntamálaráðherra og föruneytis til Kína samkvæmt fréttum rík- isútvarpsins í há- deginu… Mennta- málaráðherra fer með ráðuneyt- isstjórann með sér í tvígang – í annað skiptið eru þau bæði með mökum – hitt skiptið hún – og þjóðin borgar… Fram kemur í fréttinni að ríkið greiddi hót- elkostnað ráðherrans – samt fær Þorgerður Katrín greiddar 300 þúsund krónur í dagpeninga. Það eru mánaðarlaun kennara. Nei, ef þetta er ekki óráðsía, þá þekki ég ekki merkingu þess orðs. Ólína Þorvarðardóttir olinathorv.blog.is BLOGGARINN Óráðsía Stundum er gott að hafa hlutina eins einfalda og mögulegt er. Í stjórnmálum eru hlutirnir sjaldnast einfald- ir, í hverju máli eru margar skoð- anir og stundum fleiri heldur en er málaflokknum hollt. Á þessu held ég að sé þó ein undantekning – það er þegar kemur að siðareglum fyrir stjórn- málamenn. Það eru fáir stjórn- málamenn sem myndu andmæla slíku opinberlega… Þessi skil- greiningarvandræði sumra stjórnmálamanna virðast hafa ,,komið“ þeim í vanda þegar þeir eru ýmist gripnir með lax í einni hendi eða sementsloforð í hinni. Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir bryndisisfold.blog.is Siðareglur Ákvörðun dómsmálaráðherra um að Útlendingastofnun beri að fjalla efnislega um mál Pauls Ramses var sér- lega ánægjuleg. Við í allsherj- arnefndinni funduðum um málið fyrr í sumar og eftir þann fund styrktist maður enn frekar í trúnni að það bæri að fjalla efnislega um mál Ramses… Ég er því mjög ánægður með þessa ákvörðun ráðherrans. Það var annars afar gaman að sjá í gær þegar fjölskylda Pauls Ramses sameinaðist á ný á íslenskri grund. Ágúst Ólafur Ágústsson agustolafur.blog.is Góð ákvörðun Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Um 200 starfsmenn vantar á frístunda- heimili borgarinnar og hundruð barna í 1.–4. bekk eiga ekki í nein hús að venda eftir að skóla lýkur snemma á daginn. Þetta er gömul saga og ný og tími til kominn að skoða aðrar lausnir. Nokkrar stað- reyndir: Frístundaheimilin starfa að langmestu leyti milli klukkan 14 og 17 á daginn. Umsjónarmenn eru í 100 prósent starfi en langstærsti hluti starfsfólksins er með lítið starfshlutfall enda vinnutíminn frá klukkan 14 til 17. Þessar stöður hefur verið mjög erfitt að manna. Frístundaheimilin eru rekin af ÍTR eftir hug- myndafræði tómstunda en þeirri fræðigrein vex sífellt meira fiskur um hrygg og er kennd á háskólastigi. Frí- stundaheimili eru staðsett í eða við skólana en oft nýta þau skólahúsnæðið ekki nema að hluta. Þau eru í skúr- um á skólalóð eða í sérstökum húsum í nágrenni skól- anna en í fáeinum nýjum skólum er gert ráð fyrir þeim á hönnunarstigi. Á vordögum talaði Tjarnarkvartett fyrir tillögu í borgarstjórn sem þróuð var í borgar- stjórnartíð Dags B. Eggertssonar í tengslum við skóla- stefnu í Úlfarsárdal. Í stuttu máli gerir hún ráð fyrir því að flétta saman skóla- og frístundastarf yngstu barn- anna þannig að frístundanámið verði hluti af stunda- skrá barnanna. Þannig verði skóladagur yngstu barnanna frá morgni allt til klukkan 17. Með þessari nálgun næst fram innihaldsríkari skóladagur barnanna, ekki síst barna með krefjandi hegðun og ólíkar þarfir því ótal möguleikar opnast á samspil hreyfingar, lista og námsgreina. Skapandi nám, skapandi kennsla. Til- lagan leysir líka húsnæðiskreppu frístundaheimilanna því skólahúsnæðið nýtist fyrir börnin allan daginn. Til- lagan skapar jafnframt vettvang fyrir áhugasama frístundaleiðbeinendur - og fræðinga til að starfa 100 prósent í sínu fagi sem svo mjög skortir í dag. Það stendur ekki á mér og félögum mínum í borgarstjórn að vinna þessu brautargengi og finna nýjar lausnir fyrir starfsemi frístundaheimila. Við eigum börnin saman – og þau yngstu þurfa á athygli samfélagsins að halda þar til vinnudegi foreldranna lýkur. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, situr í menntaráði og stjórn ÍTR Ný hugsun í frístundamálum ÁLIT Oddný Sturludóttir oddny.sturludott- ir@reykjavik.is tækni SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Acer Extensa 5620Z Intel tveggja kjarna örgjörvi, 1.5Ghz, 1.5GB vinnsluminni, 80 GB geymslupláss, 15.4“ CrystalBrite skjár, Windows Vista, 3 ára ábyrgð. 79.900- Skólatilboð Acer Extensa 5220B Intel Celeron örgjörvi, 1.86Ghz, 1GB vinnsluminni, 80 GB geymslupláss, 15.4“ CrystalBrite skjár, Windows Vista, 3 ára ábyrgð. 69.900- Skólatilboð Aðeins Kr. 2.406 á mánuði m.v. 48 mán. Svar lán Aðeins Kr. 2.714 á mánuði m.v. 48 mán. Svar lán

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.