24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@24stundir.is „Ég veit ekki hvernig best er að lýsa tilfinningunni en mér finnst þetta vera dálítið eins og golf hvað tækni- atriðin varðar og svo er dálítill pók- er í þessu líka því öllu skiptir að sýna andstæðingnum ekki svip- brigði,“ segir nýkrýndur Íslands- meistari í haglabyssuskotfimi, skeet eins og það er víða kallað, en titill- inn er hans fyrsti þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir um margra ára skeið. Alinn upp við byssur og veiðar Ef það er eitthvað eitt sem margir áhugamenn um skotfimi eiga sam- eiginlegt þá er það grunnur í skot- veiði og það á Hákon Þór eins og sennilegast flestir þeir sem alast upp á bóndabýlum úti á landi en Hákon er uppalinn í Húnavatnssýslu. „Ég kynnist byssum strax gegnum pabba sem oft fór á veiðar og ég þá með og áhuginn hefur verið með mér meira og minna síðan. Ég flutti hingað suður fyrir tíu árum eða svo og fór fljótlega að æfa mig á æf- ingasvæðum hér syðra og áhuginn hefur ekkert dvínað. Þvert á móti hefur hann aukist ef eitthvað er.“ Fjölgar í stéttinni Þó skotfimi sé afar vinsæl víða erlendis er vart hægt að segja það um íþróttina hér á landi þó skot- veiðar séu hér mikið stundaðar. Aðeins nítján keppendur öttu kappi á Íslandsmótinu í meistara- flokki. Hákon telur engu að síður að heildarfjöldi þeirra sem stunda íþróttina sé milli eitt og tvö þúsund manns. „Ekki færri en það enda eru fjölmargir klúbbar starfræktir víða um landið og í mínum klúbbi, Skotíþróttafélagi Suðurlands, eru 250 manns og um 500 í Skot- íþróttafélagi Hafnarfjarðar. Það vantar bara meiri umfjöllun en hingað til hefur verið.“ Kostar sitt Að byrja í skotfimi er létt verk fyrir áhugasama. Flestum býðst að prófa hjá flestum stærri klúbbum og í kjölfarið er hægt að kaupa byssu og tilheyrandi ef mönnum líkar vel. En áhugamálið kostar sitt. „Þetta er dálítill kostnaður í byrjun. Ódýrar haglabyssur fara ekkert mikið undir 200 þúsund krónurnar og kostnaður við skot er talsverður en fer auðvitað eftir því hversu geð- veikur maður er. Ég mundi skjóta á að byrjandi geti alveg farið með 4- 500 þúsund krónur á ári og það eru til ódýrari áhugamál. En þetta er bara svo fjandi gaman og yfirleitt ekki aftur snúið þegar maður byrj- ar. Ég hvet alla sem áhuga hafa á að hafa samband við klúbbana og prófa sportið.“ Brosin verða ekki miklu stærri Hákon Þór eftir sigur sinn um helgina. Eins og golf og póker með byssu  Hákon Þór Svavarsson er nýkrýndur Íslandsmeistari í haglabyssuskotfimi eftir langa bið Loksins loksins Hákon með gullið ásamt þeim Sigurþóri og Guðmanni sem komu honum næstir. ➤ Í meistaraflokki vann HákonÞór með 109 stig, næstur kom Sigurþór Jóhannesson með 103 stig og í þriðja sætinu. varð Guðmann Jónasson með sama stigafjölda. ➤ Íslandsmeistari unglinga aðþessu sinni varð Hákon Juhlin Þorsteinsson. ÍSLANDSMÓTIÐ Níu ár eru síðan Hákon Þór Svavarsson fór að taka skotfimi alvarlega sem áhugamál. Síðan þá hefur hann elst við Ís- landsmeistaratitilinn í haglabyssuskotfimi og oftar en hann kærir sig um að muna verið nærri þeim titli. Loks nú um síð- ustu helgi rættist draum- urinn. Mynd/Siv Friðleifsdóttir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Þetta er ekki ódýrasta áhugamálið en þetta er bara svo fjandi gaman og yf- irleitt ekki aftur snúið þegar maður byrjar.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.