24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 34

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir Pönk-rokksöngkonan Avril La- vigne mun halda tónleika í höf- uðborg Malasíu, Kuala Lumpur, á morgun en tónleikarnir hafa verið harðlega gagnrýndir af vissum stjórnmálaöflum þar í landi. Eftir að hafa ítrekað reynt að fá tónleikana bannaða, sökum þess hve kynþokkafull söngkonan er, hafa þessi sömu stjórnmálaöfl sent frá sér tilkynningu þess efnis að sannir múslímar skuli ekki ein- ungis sniðganga tónleikana heldur einnig mótmæla þeim fyrir utan tónleikastaðinn. „Tónleikar af þessu tagi stuðla ekki að því að kenna yngri kyn- slóðinni að verða góðir borgarar heldur munu þeir veikja hana and- lega og siðferðislega,“ sagði for- maður hins íhaldssama stjórn- málaflokks í samtali við vestræna fjölmiðla. Avril lætur þetta hins vegar ekki slá sig út af laginu og lofar aðdáendum góðu fjöri. vij Mótmæli við tónleikastað Lavigne ekki velkomin í Malasíu Yfirvöld í Malasíu hafa leyft að tónleikar Avril Lavigne annað kvöld fari fram þvert á óskir fjöl- margra landsmanna um að banna tónleikana. Íhaldssamir múslímar hyggjast mótmæla kyn- æsandi tilburðum stúlk- unnar. Of kynþokkafull? Avril þykir ekki henta fyrir ungmenni í Malasíu. Enn og aftur heldur MySpace áfram að hylla íslensku sirk- usdýrin í Ultra Mega Techno Bandinu Stefáni. Fyrir nokkrum vikum mældi vefsvæðið sér- staklega með sveitinni á forsíðu sinni og nú mælir tenglavefurinn sérstaklega með nýju myndbandi sveitarinnar við lagið 3D Love sem frumsýnt er á MySpace. „Eins og frægt er orðið vorum við fremst á MySpace í heila viku. Það heppnaðist svo vel að þeir vildu endilega gera eitthvað meira með okkur seinna,“ segir Siggi í UMTBS. „Við gerðum því samning við þá um að skella myndefni okkar líka þarna inn.“ Myndbandið er skotið í Sund- höllinni og á skemmtistaðnum Rex í miðbæ Reykjavíkur. Í því má sjá fögur fljóð, punga og trúða skemmta sér konunglega. Myndbandið gerði Mummi hjá ProFilm. „Ég vildi miklu frekar vinna með ungum manni sem vildi gera eitthvað sem ég vildi. Við höfðum þessa hugmynd sem ég ákvað að setja í súrrealískan bún- ing. Það var skotið á sömu myndavél og rándýrt myndband Mercedes Club við lagið Meira frelsi er kostaði 10 milljónir. Okkar kostaði hundrað og fimm- tíu þúsund kall.“ Hópurinn er sést í myndband- inu eru vinir og kunningjar sveitarinnar. „Þetta er fólk sem við treystum og fallegar stelpur sem við fundum. Þetta er bara bundið við okkar vinahóp. Við vildum miklu frekar vinna með afslöppuðum hópi sem gæti gert allt sem við vildum í stað þess að hafa rándýra ruslleikara á kaupi.“ Eins og kom fram í blaðinu í gær slæst UMTBS í för með Sirk- us Agora á morgun í tveggja vikna túr um landið. Frumraun þeirra, Sirkus, kemur svo í búðir strax eftir helgi. biggi@24stundir.is Teknóbandið aftur á forsíðu MySpace UMTBS Dáðir af stjórn- endum MySpace er mæla með þeim við hvert tækifæri. 24 stundir/Valdís Thor

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.