24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 33

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 33
„Það er eiginlega búið að kyn- gera konur svolítið út frá brjósta- skorum og brjóstastærðum. Við viljum bara sýna það með allri flórunni að þau eru einstök. Hvort sem eitt er farið, bæði eru til staðar eða bæði farin,“ segir Jónína Ósk Lárusdóttir en hún ásamt Dagnýju Erlu Gunnarsdóttur, Matthildi Lárusdóttur og Írisi Jóhannsdóttur skipuleggur nú ljósmyndasýn- inguna Ein-stök brjóst. „Hugsunin er að mynda hundr- að konur. Þetta verða bara ofboðs- lega fallegar myndir af kven- mannsbarmi og markmiðið er að selja þær,“ segir Jónína og bætir við að ágóðinn af sölunni muni renna til góðs málstaðar sem hefur enn ekki verið endanlega ákveðinn. „Við erum bara að skoða hvar þörfin er.“ Auglýst eftir brjóstum Það myndu margir halda að það væri erfitt verk að fá hundrað kon- ur til að samþykkja það að brjóst þeirra yrðu mynduð, sýnd og síðan seld. Um síðastliðna helgi stofnaði Jónína hóp á samfélagsvefnum Fa- cebook þar sem auglýst var eftir þátttakendum. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Viðbrögðin eru ótrúleg. Það hafa margir barmar með tveimur eða án brjósta boðið fram aðstoð sína. Það er alveg magnað að finna þessa samstöðu meðal kvenna,“ segir Jónína en nú þegar eru hátt í 60 konur búnar að bjóða fram barm sinn og sú elsta í þeim fríða hópi er áttatíu ára gömul. Ein-stök brjóst snýst þó um meira en bara ljósmyndasýningu því einnig verða seldir sérmerktir bolir ásamt því sem Jónína og stöllur hennar eru nú í viðræðum við fólk úr listageiranum um sam- starf. Þegar haldin er sýning af þessu tagi er í mörg horn að líta og Jón- ína játar að ýmislegt vanti upp á. „Við erum að vinna í því að fá einhvern fallegan og góðan sal. Við vorum komin með loforð fyrir ein- um sem gekk til baka.“ Þeir sem vilja leggja verkefninu lið, hvort sem það er með barmi sínum, peningastyrkjum eða af- notum af sýningarsal, geta sent tölvupóst á netfangið einstok- brjost@gmail.com. viggo@24stundir.is Auglýst eftir íslenskum brjóstum Einstakir barmar íslenskra kvenna 24stundir/Þorkell Brjóst af öllum stærðum og gerðum Sýningin Ein-stök brjóst á að sýna almenningi hversu einstök brjóst kvenna séu. Myndin tengist ekki sýningunni. 24stundir FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 33 Glæsilegir kjólar Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Str. 36-56 Ertu á leið til Köben í frí, House of Colors bíður ódýra íbúðagistingu á góðum stað, stutt frá öllu, ströndinni, miðbænum og verslunum. Sjá nánar á houseofcolors.dk House of Colors teg. ROXI - sexí og flottar í stærðum S,M,L í hvítu og svörtu á kr. 1.990,- Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf Lokað Laugardaga www.misty.is teg. VEGA - mjög flottar í S,M,L,XL á kr. 1.990,- Þessa dagana eru þrír fjórðu af liðsmönnum Led Zeppelin að vinna saman að nýju efni. Þetta eru þeir Jimmy Page gítarleikari, Jason Bonham, sonur upp- runalega trommarans, og bassa- leikarinn John Paul Jones. Trommuleikarinn sagði liðsmenn vera að setja saman nýtt efni er gæti hugsanlega endað sem ný hljómplata frá Led Zeppelin. Söngvarinn Robert Plant hefur þó hvergi komið nálægt nýja efn- inu. „Í augnablikinu er það eina sem ég veit að ég fæ að djamma með þessum frábæru tónlist- armönnum,“ sagði Jason Bon- ham í viðtalinu. „Þegar þeir hringja mæti ég bara og spila og spyr engra spurninga. Það þyrfti að leysa mörg mál áður en ný Led Zeppelin-plata yrði gefin út.“ biggi@24stundir.is Aðdáendur stórkostlegrar rokksveitar standa á öndinni Þrír fjórðu af Zeppelin í hljóðver KRINGLUNNI - SMÁRALIND Peysa 3.990

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.