24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 17
24stundir FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 17 Á síðustu 11 vikum hafa vel á fjórða þúsund börn og ungling- ar tekið þátt í öflugu sumar- starfi KFUM og KFUK. Frískir og fjörugir krakkar sem átt hafa góða daga í metnaðarfullu og vel skipulögðu æskulýðsstarfi félagsins. Flestir í sumarbúðun- um okkar fimm, en einnig á vettvangi leikjanámskeiða í borg og bæ. Metþátttaka í sum- arstarfi félagsins. Heilbrigt félagsstarf Meðbyr í starfi KFUM og KFUK fer vaxandi frá ári til árs. Rannsóknir sýna að vel skipu- lagt æskulýðsstarf er best til þess fallið að hjálpa ungu fólki að forðast þau efni og þær að- stæður sem hafa niðurbrjótandi áhrif á líkama og sál. Umhverfi barna og unglinga verður flókn- ara með hverri kynslóðinni og því mikilvægt að þeim standi til boða heilbrigt og uppbyggilegt félagsstarf. KFUM og KFUK er kristilegt félag. Í æskulýðsstarfi okkar blandast fræðsla um kristna trú saman við leiki og störf. Við kennum börnum að fletta í Nýja testamentinu og að biðja bænir. Kristilegir söngvar skipa sinn sess í félagsstarfinu. Við finnum vel fyrir því almenna viðhorfi foreldra á Íslandi, sem vilja að börn þeirra kynnist þeim jákvæðu og uppbyggilegu lífsgildum sem fylgja kristinni trú. KFUM og KFUK nýtur trausts foreldra barna og ung- linga, sem speglast í metþátt- töku í sumarstarfi félagsins. Fyrir það viljum við þakka. Síðsumardagskrá Á næstu vikum er síðsum- arsdagskrá með hinum vinsælu feðga- og mæðgnahelgum í sumarbúðunum. Í framhaldi af því tekur við fjölbreytt vetr- arstarf fyrir alla aldurshópa. Verið velkomin á heimasíðu okkar, www.kfum.is, og kynnið ykkur kristilegt starf, til líkama, sálar og anda. Höfundur er formaður KFUM og KFUK á Íslandi KFUM og KFUK þakkar traustið UMRÆÐAN aTómas Torfason Við finnum vel fyrir því almenna við- horfi foreldra á Íslandi, sem vilja að börn þeirra kynn- ist þeim jákvæðu og upp- byggilegu lífsgildum sem fylgja kristinni trú. Til að blindast ekki í afkimum valdsins þarf haukfrána sjón. Eins og gengur eru íslenskir stjórn- málaflokkar misratvísir í rangöl- um þeim en hver ætli fari þar vill- astur vega nú um stundir? Ekki þó helsta hollvinafélag Íbúðalána- sjóðs, tryggasta varðsveit gjafa- kvótans, stoltasti heiðursvörður eftirlaunamakksins og bragðvís- asta refskáksveit valdabröltsins? Framvarðasveit Sjálfstæðisflokks- ins lætur ekki að sér hæða. Varla voru alþingiskosningar 2007 fyrr að baki en boðið var upp á Þrjár á biðilsbuxunum, farsa- kenndan gamanleik með upphaf og endi í því að helstu oddvitar flokkanna krunka sig ekki endi- lega saman eftir því hvað er landi og lýð fyrir bestu heldur því hverj- um lyndir saman og hverjum síð- ur. Enn einu sinni var herra Íhald borinn á gullstól í stjórnarráðið, valdþreyttari en nokkru sinni fyrr. Ætli slíkt kunni góðri lukku að stýra? Öllu fögru lofað Hér skal eitt dæmi tíundað. Fyr- ir alþingiskosningar var öllu fögru lofað til verndar umhverfi og nátt- úru en hvernig gengur Samfylk- ingunni að efna sín fyrirheit? Bót er í máli að framkvæmdir vegna 250-346 þúsund tonna álvers á Bakka skuli sæta sameiginlegu umhverfismati en hvar er ætlunin að virkja til að Norðurál, skilgetið afkvæmi Century Aluminium, geti reist og rekið 250 þúsund tonna álver í Helguvík? Og hvar í ósköp- unum á að kría út losunarheim- ildir? Ekki bætir úr skák að meira hefur gustað af fríðum bílaflota landans en nokkurn óraði fyrir og Norðurál syndgað upp á náðina í útblæstri á Grundartanga ef marka má mælingar Umhverfisstofnun- ar. Fyrir 2020 skal losun gróður- húsalofttegunda minnka um 25- 40 prósent. Ætli frekari undanfæri gefist innan landsteinanna ef Kýótó-undanþágan dugir ekki fram til 2012? Á svo enn að stjana við erlenda auðhringi með því að leggja hvers kyns sælu- og unaðs- reiti undir víravirki? Eða mega blessuð tröllin ekki sjá af eyri til að leggja megi línurnar í jörð? Er nokkuð heilagt? Nú hafa gróðaöfl borgarinnar blásið til sjálfsóknar gegn fóstur- jörðinni, sligaðri af stýrivaxtaoki, og sest um Bitru. Vart þarf að ótt- ast að þau láti það ræna sig svefni þótt sniðganga þurfi áfellisdóm Skipulagsstofnunar, raska stór- brotnu útivistarsvæði, ógna vatns- bóli Hvergerðinga og blása brennisteinsvetni yfir borg og bæ. Þá víkur sögunni að Þjórsárundr- um. Þar gengur nábleik vofa stór- iðjunnar ljósum logum og ríður húsum svo að gnestur í. Einskis er látið ófreistað til að geta sökkt flúðum Urriðafoss og gróðurvinj- um Þjórsárdals, hvernig sem tæla þarf sveitarstjórnir með gýligjöf- um, flæma bændur og búalið úr hjartfólgnum átthögum eða hunsa þorra nærsveitunga. Er nokkuð heilagt þegar Landsvirkjun er komin í kapp við Jóakim Aðalönd og heimtar fleiri peningalaugar fyrir busl og dýfingar? Hvar er Samfylkingin? Nú bráðna jöklar æ örar og fljót bólgna æ meir. Því munu fylgja tíðari og stærri eldgos og jökul- hlaup, telja vísindamenn. Ætli stíflur Landsvirkjunar muni standa af sér áganginn? Væri ekki skynsamlegast að auka flutnings- getuna frá uppistandandi jökuls- árvirkjunum og hyggilegra að nýta tilfallandi orku í að reka umhverf- isvænni fyrirtæki en álver og olíu- hreinsistöðvar? Svo má spyrja hve- nær framsýnin verði nægileg til að beisla föll sjávar og eira þeim mun fleiri náttúruperlum. En hvar eru ráðherrar Samfylk- ingarinnar? Hafa þeir döngun í sér til að lægja rostann í landeyðandi virkjunarglennum, snúa á and- ramma álrisa og bægja frá eit- urspúandi olíudrekum? Á Ísafold að verða sólroðin fyr- irmynd eða grámóskuleg ómynd nú þegar eldir af nýrri öld? Að vera eða ekki vera, þarna er efinn. Höfundur er íslenskufræðingur Á krossgötum UMRÆÐAN aEinar Sigmarsson Enn einu sinni var herra Íhald borinn á gull- stól í stjórn- arráðið, vald- þreyttari en nokkru sinni fyrr. Ætli slíkt kunni góðri lukku að stýra? 3-6 GSM símar og heimasími Með því að skrá símanúmer heimilisfólksins í Núllið þarf fjöl- skyldan ekki að borga krónu fyrir símtöl sín á milli innanlands. Hægt er að skrá allt að sex GSM númer notenda hjá Símanum og eitt heimanúmer. Skilyrði er að notendurnir hafi sama lög- heimili. Eitt númeranna má vera fyrirtækjanúmer og hringir heimilisfólkið þá í það fyrir 0 kr. Kostir Núllsins • Enginn aukakostnaður og engar skuldbindingar fylgja því að vera í Núllinu. • Heimilisfólkið skráir sig í þá áskriftarleið sem hentar best eða í Mitt Frelsi. • Eitt fyrirtækjanúmer má skrá í Núllið og hringir fjölskyldan í það fyrir 0 kr. • Mitt Frelsisnúmer getur hringt í öll hin númerin þótt inneignin sé búin. • Með Núllinu spara allir á heimilinu. Kynntu þér skilmálana og skráðu fjölskylduna í Núllið í dag í síma 800 7000 eða á siminn.issín á milli • Það er i 0kr. að hringja innan fjölskyldunnar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.