24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir Silfurarmband verð 64,900 kr. FÉ OG FRAMI frettir24stundir.is a Þegar hlutabréf hækkuðu þá vorum við með lakari ávöxtun en aðrir. SALA JPY 0,7566 0,09% EUR 122,07 0,08% GVT 159,12 0,00% SALA USD 83,00 0,10% GBP 152,69 0,09% DKK 16,365 0,08% Eftir Þorbjörn Þórðarson og Björg- vin Guðmundsson „Við tókum þá ákvörðun fyrir löngu að við gætum ekki staðið í fjárfestingu í hlutabréfum. Við höfum verið með mjög varkára fjárfestingarstefnu og verið með fjármagn í umsömdum innlánum við fjárfestingarstofnanir og átt skuldabréf. Þegar hlutabréf hækk- uðu þá vorum við með lakari ávöxtun en aðrir. Á móti kemur að við búum ekki við lækkanir í nið- ursveiflu á hlutabréfamarkaði,“ segir Steinþór Skúlason, stjórnar- formaður eftirlaunasjóðs Slátur- félags Suðurlands. Eftirlaunasjóður SS náði bestri raunávöxtun allra lífeyrissjóða í landinu í fyrra, 9,8%. Raunávöxtun lýsir ávöxtun eigna umfram verð- bólgu. Ávöxtun allra lífeyrissjóðanna í landinu var umtalsvert minni á síðasta ári en verið hefur undanfar- in ár. Hrein raunávöxtun var ein- ungis um 0,5% í fyrra, en hún var hins vegar 10,0% árið 2006. Síðast- liðin fimm ár var meðaltal hreinn- ar ávöxtunar sjóðanna 9,1% og 5,9% síðastliðin 10 ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Fjármálaeftir- litsins (FME) um ársreikninga líf- eyrissjóðanna. „Það bætti verulega trygginga- fræðilega stöðu sjóðsins í fyrra þeg- ar við gerðum nýja langtímasamn- inga um innlán og jukum hlutfall eigna í slíkum samningum. Þegar tryggingafræðileg staða lífeyris- sjóða er reiknuð er framkvæmt endurmat með 3,5% ávöxtunar- kröfu. Það gerir það að verkum að föst ávöxtun umfram 3,5% er reiknuð til hækkunar á eign,“ út- skýrir Steinþór. „Það sem hjálpaði ávöxtuninni í fyrra var að við gerð þessara nýju samninga lokuðum við öðrum eldri samningum og gátum fært ávinninginn af þeim að fullu til tekna. Síðasta ár var ávöxtunin því nokkuð umfram það sem við get- um búist við. Við áætlum 7-7,5% ávöxtun á næstu árum,“ segir Steinþór. Lífeyrissjóðirnir voru 37 talsins um síðustu áramót, fækkaði um fjóra á árinu 2007 vegna samein- inga. Telur FME að framhald verði þar á. Eignir lífeyrissjóðanna jukust um 13% frá árslokum 2006 til síð- ustu áramóta, eða um 7% að raun- virði. Heildareignir þeirra námu um 1.700 milljörðum í árslok 2007. Tíu stærstu sjóðirnir eru með um 80% af heildareignum lífeyriskerf- isins. Sláturtíð Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir eft- irlaunasjóð ekki fjárfesta í hlutabréfum. Lífeyrissjóður SS var bestur  Varkár fjárfestingarstefna eftirlaunasjóðs Sláturfélags Suðurlands skilaði ágætis árangri í fyrra en verri þegar hlutabréf hækkuðu Best ávaxtaði lífeyririnn 2007 Lífeyrissjóður Ávöxtun umfram verðbólgu Eftirlaunasjóður SS 9,8% Lífeyriss. starfsmanna Rvk 8,5% Eftirlaunasjóður Reykjanesbæjar 5,9% Lífeyriss. starfsmanna Búnaðarbanka 5,8% Lífeyriss. Eimskips 4,7% Lífeyriss. Skjöldur 4,0% Lífeyriss. starfsmanna Akureyrabæjar 4,0% Kjölur lífeyrissjóður 3,1% Festa Lífeyrissjóður 2,8% Lífeyriss. starfsmanna Húsavíkurkaupst. 2,5% Heimild: Skýrsla Fjármálaeftirlitsins MARKAÐURINN Í GÆR              ! ""#                      !   " #  $    % &'()* &   + ,- ./-  0        12    '    '3.   .4 2  *5 / 62 7  ,      8 2    8     ,/  !  "                                                  7,   6 , 9   " & ; <; <=; ;;; > ?@@ >=@ A; <=A ;>B CB> @>= ;<> ? D;B ?== D; DB? ??@ =>= ?<? =AD <@B <;; <A@ + @A ;C; > AB> DC@ =@ BC; <<C BC= < C;> ?CB <?@ <<> B; A>= D=D + D @@; ;;; + A; AB; ;;; + + =E=C ?E;< <=E=? AE=? D?E<; DBE<? DCE>? AD@E;; <@EC? >=ED; @E=; CE@@ C;E>; <;DE;; D=D?E;; <<@E;; D?DE;; + + + @C=?E;; D;E;; + =EA@ ?E;> <=E>; AEAD D?E@; DBEB? DCEC? ADBE;; <BED; >=E@; @EA; CE@A CDEB; <;BE;; D=B?E;; <<AE;; D?<E;; <DEC; DEC; >E?; B;D?E;; D;E?; ?E;; ./  ,  + B ? D= @B > < BB <> + D C D D D; < <@ + D + = + + F  , , <= > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <= > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> <A > <;;> D= A <;;> <? > <;;> @ = <;;> <A > <;;> DB > <;;> A @ <;;> ● Heildarviðskipti í Kauphöllinni á Íslandi námu tæpum 30 millj- örðum króna í gær. Þar af voru viðskipti með skuldabréf fyrir 27,7 milljarða og með hlutabréf fyrir 2,0 milljarða. ● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% í gær og er lokagildi hennar 4.244 stig. Mest viðskipti voru með hlutabréf Glitnis banka, fyrir 948 milljónir, og bréf Kaupþings banka, 687 milljónir. ● Mest hækkun varð á hlutabréf- um Eimskipafélagsins, en þau hækkuðu um 2,1% í gær. Næst- mest hækkun varð á bréfum Kaup- þings banka, 1,0%. ● Mest lækkun varð á hlutabréf- um Atlantic Petroleum, en þau lækkuðu um 6,1% í gær. Þá lækk- uðu hlutabréf Eik Banka um 3,0%. Hagnaður Landsvirkjunar fyrstu sex mánuði ársins var 83,5 millj- ónir dollara eftir skatta, um 6,9 milljarðar króna, samanborið við 308,5 milljónir dollara í fyrra. Landsvirkjun færir um 223 millj- ónir Bandaríkjadollara til tekna á fyrri helming ársins vegna hækk- unar á framvirku verði áls. Í til- kynningu segir að afkoman ráðist að verulegu leyti af gangvirð- isbreytingum. gjg Hagnaður minnkar Greining Glitnis telur að tvær leiðir séu til að losa fjármálakerfið hér á landi við það sem deildin kallar sérstakt Íslandsálag á fjár- mögnunarkjör íslensku bankanna. Annars vegar sé hægt að stækka myntkerf- ið, þ.e. að gerast þátttak- andi í stærra myntsvæði sem skapaði bönkunum trúverðugan bakhjarl. Evr- an sé þar líklega besti kost- urinn m.a. vegna vægi þeirrar myntar í utanríkisviðskiptum, þó að sú leið sé seinfarin, eins og segir í Morgunkorni Greiningar Glitnis. „Hin leiðin er uppgjöf við að byggja upp alþjóðlega bankastarfsemi hér á landi og að bankarnir finni sér þá annan bakhjarl en Seðlabanka Íslands með því að flytja höfuðstöðvar sínar af landi brott,“ segir í Morgunkorni Greiningar Glitnis. gjg Evra eða flutningur höfuðstöðva Kostnaður banka og fjármálafyr- irtækja við fjármögnun með út- gáfu skuldabréfa hefur ekki verið meiri síðan á tíunda áratug síð- ustu aldar, að því er segir í Fin- ancial Times. Í ljósi þess hafa m.a. íslenskir bankar reynt að fjár- magna stærri hluta starfseminnar með innlánum eins og Icesave og Edge. Í fréttinni segir að margt bendi til þess nú að yfirstandandi hremm- ingar á fjármálamörkuðum fari versnandi. mbl.is Hremmingar fara versnandi Prentfyrirtækin Oddi, Gutenberg og Kassagerðin verða sameinuð undir nafni Odda hinn 1. október næstkomandi. Sameiningin felur ekki í sér breytingu á eignarhaldi en fyrirtækin hafa öll verið í eigu Kvosar hf. frá 2006. Þá var fram- leiðsluhluti félaganna samein- aður og því verður engin breyting þar á, að því er segir í tilkynn- ingu. Nýr framkvæmdastjóri Odda er Jón Ómar Erlingsson. mbl.is Sameinast undir nafni Odda

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.