24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 28. ÁGÚST 2008 24stundir
Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur
kristing@24stundir.is
„Að grilla er eitthvað sem verður
að gera á sumrin. Þegar fer að vora
er alltaf skemmtilegt að vita hvað
hægt verður að grilla oft, þó vit-
anlega sé hægt að grilla allt árið,“
segir Sigurlaug M. Jónasdóttir.
„Það er skemmtilegt að segja frá
því að á aðfangadagskvöld í fyrra
grilluðum við humar. Við stóðum
úti í snjó og þrumuveðri. Þetta var
alveg frábært.“
Best á grillið
Sigurlaug segir að hún og fjöl-
skylda hennar grilli mikið. „Við
grillum mikið silung og lambakjöt.
Einnig er „t-bone“-steik alltaf vin-
sæl. Og best er að marinera lambið
sjálfur,“ segir Sigurlaug og lætur
fylgja með uppskrift að mariner-
ingu. „Við kaupum lambalærið og
úrbeinum það sjálf. Setjum það í
poka og látum marinerast með
ólífuolíu og kryddi í svona tvo
daga. Síðan flet ég kjötið út og set
það á hreina grillplötuna. Það tek-
ur ekki nema um 15 til 20 mínútur
að grilla úrbeinað kjötið með því
að snúa því við. Um tíu mínútur á
hvorri hlið.“
Úrbeinað lambalæri
Ólífuolía
Rósamrínkrydd
Gróft salt
Ferskar kryddjurtir að eigin vali
Brauð og salat
Sigurlaug segir þau oft grilla
brauð með kjötinu. „Ég tek þá bara
pitsudeig og grilla það. Gott er að
setja krydd í brauðið og ég vel oft-
ast rósmarín. Rósmarín er krydd
sem ég reyni að nota í allan mat,“
segir hún. „Það salat sem mér
finnst best með lambakjötinu er
melónusalat, það er einfalt og alveg
frábært. Í því er bara vatnsmelóna,
rauðlaukur og fetaostur. Ég sker
niður melónuna og laukinn og
blanda því saman. Helli olíunni af
fetaostinum yfir og set ostinn ofan
í. Þetta svona mallast allt saman og
verður alveg frábært salat.“
Sykurpúðafjör
Sigurlaug segir að þegar fjöl-
skyldan sé búin að grilla séu af-
gangskolin oft tekin úr grillinu,
sett út í garð og sykurpúðar eru
grillaðir á spjóti. „Eins mikil syk-
urleðja og það er þá myndar þetta
alltaf skemmtilega stemningu.“
Grillið Sigurlaug
M. Jónasdóttir
við grillið sitt.
Sigurlaug M. Jónasdóttir segir grilltímann geta varað allt árið
Kaupa lambalæri
og úrbeina sjálf
Þó að sumri sé að ljúka
þá þarf ekki að örvænta
því grilltímabilið getur
varað allt árið. Sigurlaug
M. Jónasdóttir segir að
sér þyki best að grilla
lambakjöt og silung. Hún
mælir með að fólk geri
marineringuna sjálft.
➤ Sigurlaug á þrjú börn ,18 ára,14 ára og 10 ára.
➤ Hún hefur unnið á fjöl-miðlum alla sína starfsævi.
➤ Hún hefur mikinn áhuga áeldamennsku og segir það
eitt af sínum áhugamálum.
➤ Fjölskylda og vinir eru mik-ilvæg í hennar lífi og finnst
henni fátt skemmtilegra en
góður tími með þeim.
KOKKURINN
„Það skiptir máli að kaupa góða
yfirbreiðslu,“ segir Þórhallur Krist-
jánsson, starfsmaður Byko.
Nú þegar fer að hausta þarf að
huga að grillinu. Mikilvægt er að
verja grillið sitt svo það ryðgi ekki
eða hreinlega fjúki.
Yfirbreiðslur skipta máli
Óskar segir það misjafnt hvernig
yfirbreiðslu þarf að nota. „Við val á
yfirbreiðslu þarf að hafa í huga
hvar grillið á að vera staðsett. Sé
grillið á palli, þá þarf að kaupa
mjög góða yfirbreiðslu því það er
uppgufun sem kemur frá spýtun-
um sem getur haft áhrif á að grillið
ryðgi sé það ekki vel varið. Gott er
að hafa grillið í góðu skjóli því á Ís-
landi blæs úr öllum áttum. Ef grill-
ið er á svölum þá er í lagi að nota
allar gerðir af yfirbreiðslum.“
Ekki plasta grillið
Óskar segir að gott sé að geyma
grillið inni en það getur haft það í
för með sér að fólk grilli sjaldnar.
Einnig varar hann fólk við að
plasta grillið þegar það er úti því þá
eru meiri líkur á því að það ryðgi.
„Það á að vera hægt að grilla all-
an ársins hring, en þá skiptir máli
að eiga góða yfirbreiðslu.“ kyg
Þegar haustar þarf að fara að huga að geymslu útigrilla
Góð yfirbreiðsla skiptir máli
Grill Góð yfirbreiðsla
skiptir sköpum eigi að
hugsa vel um grillið
LÍFSSTÍLL
lifsstill@24stundir.is grillið
Það er meira
í Mogganum
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1800
í dag
Fimmtudagur 28. ágúst 2008
Valdís Óskarsdóttir
frumsýnir Sveitabrúðkaup
á morgun og segir frá kynd-
ugum leikstjórum, prakk-
arastrikum Kate Winslet
og tónlist sem kveikir
hugmyndir.
» Meira í Morgunblaðinu
Leikstjórinn
Bandaríkjamenn setja
norðurslóðir í forgang.
» Meira í Morgunblaðinu
Varnarmál
Hjálpræðisherinn kaupir
hús á vellinum.
» Meira í Morgunblaðinu
Nýr her í Keflavík
Jón Helgi í Byko býður í
olíuleit á Drekasvæðinu.
» Meira í Morgunblaðinu
Viðskipti