24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 40

24 stundir - 28.08.2008, Blaðsíða 40
24stundir Fáðu þér betur búinn bíl og sparaðu háar fjárhæðir í leiðinni Þegar þú berð saman verð og gæði kemur í ljós að þú færð betur búinn bíl og sparar um leið háa fjárhæð ef þú velur Volkswagen. Það er ótrúlegt en satt en ný Jetta, með öllum sínum gæðum og búnaði, kostar minna en aðrir bílar í sama flokki. Ekki spillir fyrir að þú þarft aðeins að greiða 20% út, t.d. með uppítöku, og færð það sem upp á vantar að fullu lánað í erlendri mynt. Komdu núna og tryggðu þér Jettu –og gerðu það sem þú vilt við afganginn. F í t o n / S Í A Das Auto. Eigðu afganginn! Þeir sem bera saman verð og gæði velja Volkswagen *samkvæmt verðlista viðkomandi umboðs Þegar þú velur Jettu fram yfir Corollu eins og í dæminu hér til hliðar er „afgangurinn“ 450.000 kr. Þegar þú velur Jettu fram yfir Focus er „afgangurinn“ 60.000 kr. Eyðsla: 7,4 l / 100 km. Blandaður akstur Eyðsla: 6,9 l / 100 km. Blandaður akstur Hestöfl: 124 Eyðsla: 6,7 l / 100 km. Blandaður akstur Hestöfl: 100Hestöfl: 102 ESP stöðugleikastýring: Já ESP stöðugleikastýring: Nei Skriðstillir: Já Skriðstillir: Nei Regnskynjarar: Já Regnskynjarar: Nei Hiti í framsætum: Já Hiti í framsætum: Nei Þokuljós að framan: Já Þokuljós að framan: Já Nálgunarskynjarar: Já Nálgunarskynjarar: Nei Aðkomuljós: Já Aðkomuljós: Nei Álfelgur: 16” Álfelgur: Nei ESP stöðugleikastýring: Já Skriðstillir: Já Sjálfskipting: Nei Sjálfskipting: Nei Sjálfskipting: Nei Regnskynjarar: Nei Hiti í framsætum: Nei Þokuljós að framan: Já Nálgunarskynjarar: Nei Aðkomuljós: Nei Útispeglar: Rafdrifnir og upphitaðir Útispeglar: Rafdrifnir Útispeglar: Rafdrifnir Álfelgur: Nei Volkswagen Jetta Comfortline 1,6 – Beinskiptur, bensín Sol 1,6 – Beinskiptur, bensín Verð: 3.240.000 kr.*Verð: 2.790.000 kr. Toyota Corolla Trend 1,6 – Beinskiptur, bensín Verð: 2.850.000 kr.* Ford Focus A uk ah lu tu r á m yn d: V in ds ke ið ? Mér krossbregður stundum þegarþað rennur upp fyrir mér hvað ég hefgríðarleg áhrif í samfélaginu. Þegar égvar óharðnaður blaðamaður á glans-tímariti var mér t.d. úthlutað því verk-efni að skrifa grein um kynlíf. Lítiðmál, þannig séð. Ég henti upp textaum konur og fullnægingu og hvað konur gætu gert til að auðvelda sér líf- ið í þeim efnum. Ágætis grein og fróð- leg. Hélt ég. Þangað til ég rakst á grein í Veru þar sem ung kona staðhæfði að í greininni minni væri því haldið fram að ALLAR konur ættu ALLTAF að fá fullnægingu. Hvers konar tilætl- unarsemi þetta væri eiginlega? Og alveg týpískt af þessum glanstímaritum að vera á móti konum. Alltaf að segja þeim hvernig þær „ættu“ að vera. Þetta rifjaðist upp fyrir mér þegar ég ákvað að setjast á skólabekk eftir tíu ára fjarveru. „Rosalega er þetta gott hjá þér,“ sögðu flestir. En nokkrir dæstu: „Já, það er einhver voða tíska núna að fara í háskóla. Það er eins og það EIGI bara ALLIR að vera með einhverjar gráður.“ Ég hafði ekkert hugsað út í þetta. Að með því að fara í skóla væri ég að setja óþarfa pressu á saklaust fólk og ætlast til þess að það hlammaði sér á skóla- bekkinn með mér. Ég sem var aðallega að hugsa um að auðga andann og bæta við mig þekkingu. Læra almennilega á Excel og svona. En ég er víst bara tískuþræll. Og á móti konum í þokkabót. Það er vandlifað. Tískan og tilætlunarsemin Heiðdís Lilja Magnúsdóttir skrifar um áhrif sín á mannkynssöguna. YFIR STRIKIÐ Hver er sinnar gæfu smiður? 24 LÍFIÐ Þrjár listakonur skipuleggja ljós- myndasýninguna Ein-stök brjóst og auglýsa eftir fyr- irsætum. Einstök brjóst ís- lenskra kvenna »33 Tónleikar Bjarkar Guðmunds- dóttur í Langholtskirkju á þriðju- dag voru góðir en það vantaði einhvern neista. Engin gæsahúð á Bjarkartónleikum »35 Nú er það nýtt myndband Ultra Mega Techno Bandsins Stefáns sem fær sérstök með- mæli frá MySpace. MySpace mælir með Teknóbandinu »34 ● Skynsamur Ögmundur „Ég nefndi þetta þeg- ar bankarnir voru „há-effaðir“ og nú eru þær aðstæður að ég tel rétt að skoða þetta. Ögmundur hefur bara verið skynsamur í þessu efni,“ segir Guðni Ágústs- son um það hvort hann sæki oft hugmyndir til Vinstri grænna. Hann vill skoða það hvort rétt sé að skilja á milli viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Ögmund- ur Jónasson lagði það til á þingi árið 2003. ● Draugaganga og draugasögur „Draugagangan er okkar háttur á að koma með safnið út til fjöldans. Við segjum fólki draugasögur frá Akureyri. Við byrjum á að segja sögur í minjasafnsgarðinum og höldum út Aðalstrætið og stoppum nokkrum sinnum á leiðinni til að segja sögur,“ segir Kristín Sóley Björnsdóttir verkefnastjóri. Í tilefni af Akureyrarvöku mun Minjasafnið á Akureyri í sam- vinnu við Leikfélag Akureyrar standa fyrir draugagöngu næst- komandi föstudag. ● Sebastien Tel- lier heimtar lækni „Hann ósk- aði þess að hafa sólarhringsaðgang að lækni,“ segir Jón Atli hjá Jóni Jónssyni er stend- ur fyrir tónleikum Frakkans á Rúbín í kvöld. Jón Atli er hissa á þessari bón kappans. „Ég held að þetta sé bara frönsk væni- hyggja. Það er ekkert vandamál fyrir okkur þar sem það er doktor innanborðs… ég, Hairdoktor! Svo erum við líka með prófessor í kyn- þokka til að hita upp, sjálfan Óttar Proppé.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.