24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 9
24stundir FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 9 Evrópuþingmenn hafa lagt til að bannað verði að einrækta dýr til manneldis. Tillaga þess efnis var samþykkt með 622 atkvæðum gegn 32 í vikunni. Jafnframt var lagt til að lokað yrði fyrir innflutning erfðabreyttra skepna og afurða af þeim. „Einræktun dýra er ótrúlega óhagstæð leið til að framleiða mat, þar sem hún kostar fjölda dýralífa til að koma einu lífvænlegu klóni á legg,“ segir Caroline Lucas, fulltrúi breska græningjaflokksins á Evr- ópuþinginu. „Aðeins átta prósent sauðfjár skila af sér lífvænlegum af- kvæmum í ferlinu. Hjá nautgrip- um er hlutfallið 15-20%.“ andresingi@24stundir.is Evrópuþingið í Brussel Lagst gegn klónun dýra til átu „Aðgerðir Rússlands hafa orðið til þess að efast er um ásetning landsins og áreiðanleika þess sem bandamanns – ekki að- eins í Georgíu, heldur í þessum heimshluta og raunar alls staðar í al- þjóðasamfélaginu,“ segir Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sem þessa dagana er á ferð um fyrr- verandi austantjaldsríki. Cheney hafði viðdvöl í Tbílísí, þar sem hann full- vissaði Mikhail Saakashvili, forseta Georgíu, um stuðning Bandaríkj- anna. „Þegar þjóð ykkar hlaut frelsi í rósabyltingunni komu Bandarík- in til aðstoðar þessu hugrakka, unga lýðveldi,“ sagði Cheney og bætti við að nú stæði aðstoð einnig til boða. andresingi@24stundir.is Cheney gagnrýnir Rússa Óveður sem í þrígang hefur geng- ið yfir Haítí á síðustu þremur vikum hefur valdið dauða 170 manns og neytt þúsundir manna til að flýja heimili sín. Síðasta óveðrið, hitabeltisstormurinn Hanna, varð til þess að 61 lést. Rene Preval forseti segir að það stefni í hörmungarástand í land- inu og hefur beðið aðrar þjóðir um neyðaraðstoð. Hann óttast að fleiri látist í þeim stormum sem framundan eru. „Landið er allt undir vatni og Hanna hefur eyðilagt uppskeru alls staðar,“ segir Raphael Yves Pierre, framkvæmdastjóri hjálp- arsamtakanna ActionAid. „Sam- ræmdar hjálparaðgerðir þurfa tafarlaust að fara í gang. En rík- isstjórnin og alþjóðasamfélagið þurfa líka að vinna af fullri al- vöru gegn því að skemmdir af þessari stærð verði aftur.“ aij Ófremdarástand á Haítí Bandarískir læknar hafa ráðið frá því að eyrnapinnar séu notaðir til að hreinsa merg úr eyrum. Bóm- ullarhúðuð prikin dugi prýðilega til að fjarlægja farða eða til þess að hreinsa ytri eyru fólks. Sé þeim þrýst í eyrnagöngin séu hins vegar líkur á því að þau erti viðkvæma húð ganganna, auk þess sem þau geta þrýst merg upp að hljóðhimnunni. aij Varað við eyrnapinnum Aðsetur Evrópuþingsins í Strass- borg hefur ekki verið lagfært svo hægt sé að funda þar. Þak hrundi í þingsal 7. ágúst, þannig að Evr- ópuþingið hefur fundað í Bruss- el. Deildar meiningar eru um við- gerðir á salnum, þar sem sumum þykir mega spara fé með því að þingið komi saman á sama stað, frekar en að flytja reglulega á milli borga. aij Enn þingar ESB utan Strassborgar Krónprinsessa Norðmanna, Mette-Marit, er sest á skólabekk. Hyggst hún taka meistara- gráðu í leiðtogafræðum við BI viðskiptaháskól- ann í Ósló. Rektor skólans staðfestir í samtali við VG Nett að höllin hafi verið í sambandi við sig, en segir að Mette-Marit hafi farið fram á að vera bara eins og hver annar nemandi. „Ein- hverjar öryggisráðstafanir verða á vegum hall- arinnar, en við munum koma fram við hana eins og hvern annan stúdent,“ segir Tom Col- bjørnsen. Námið er skipulagt þannig að auðvelt sé að stunda það með vinnu. Skólaárinu lýkur 27. maí næstkomandi, þegar nemendur kynna lokaverkefni sín. Að því loknu bíður þeirra heimapróf frá 12. til 15. júni, þar sem kannað verð- ur hversu vel þeir hafa kynnt sér námsefnið. aij Krónprinsessa í meistaranám Herþyrlur fluttu bandaríska sér- sveitarmenn yfir landamæri Pakist- ans til að gera árás á fylgsni al-Kaída í vikunni. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkin beita landhernaði í Pak- istan Árásin gæti verið upphafið að breyttum aðgerðum þess herliðs sem staðsett er í Afganistan, að mati heimildarmanna New York Times innan hersins. Hefur Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, talað fyrir nauðsyn þess að berjast á þennan hátt gegn talíbönum og al- Kaída um nokkra hríð. „Þarna er líklega verið að herða aðgerðir gegn vígamönnum sem hafa komið sér upp griðlandi á ætt- bálkasvæðinu í Pakistan. Þaðan skapa þeir herliði Bandaríkjanna og Afgana í Afganistan stöðuga hættu,“ segir einn heimildarmanna blaðs- ins. andresingi@24stundir.is Aðgerðir Bandaríkjamanna gegn al-Kaída teygjast yfir landamæri Árásir á herbúðir í Pakistan Til varnar Robert Gates stýrir aðgerðum hersins. AFP                   !  " #$ #% # & '                       ( )  *   ! ) *  ! )  (  + -    *  . (   ! . . ) * ! * * . ! )  /    0 ) ! .        0! ) )      1)     .       $$%  .  2 . )  ) 0  0( 3! 0     ( )  (   ,     !-. .() ! .  0  ), (  ) .)   4  !..     !.. ,   +  52  +     

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.