24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 17
24stundir FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 17 Eftir Kristínu Ýri Gunnarsdóttur kristing@24stundir.is „Ég myndi segja að það væri meiri ásókn í bólstrun eftir að þessi svo- kallaði sixtís stíll varð vinsæll,“ segir Birgir Karlsson bólstrari. „Það sem er svo skemmtilegt við þann stíl sem er í gangi í dag er að það þykir flott að blanda saman stílum. Fólk er þá með þessi nýju tískuhúsgögn og svo gömul með. Það þykir flott að blanda þessu saman þó stílarnir séu ólíkir.“ Karl segist muna eftir því þegar hann var yngri, að þá kom hann oft inn á heimili þar sem teppi, sófi og jafnvel gardínur voru í stíl. „Það er eitthvað minna um það í dag.“ Margt hefur breyst „Á árunum 1945 til 1980 þekkt- ist ekki mikið að keypt væru hús- gögn erlendis frá. Þá voru stórar verksmiðjur sem sáu um hús- gagnasmíðina. Þegar ég var að byrja að búa fyrir nokkrum árum var það mikil heppni að fá hús- gögn frá ættingjum. Það þekktist ekki eins mikið að hægt væri að kaupa allt nýtt,“ segir hann. Aðspurður hvort það sé mikil nýliðun í faginu segist hann vita til þess að í dag séu tveir að læra. „Það er nú kannski ekki svo mikil nýliðun núna en þetta hefur alltaf verið lítil stétt.“ Næg verkefni í boði Birgir segir að það sé búið að tala um bólstrara sem deyjandi stétt frá því um 1980. „Ég er búinn að reka bólstrun í 30 ár. Það eru alveg næg verkefni í boði, en auð- vitað koma hæðir og lægðir. Stundum koma tímar sem reynast mjög erfiðir en það koma alltaf tímar á móti sem gefa gróða. Einu sinni var vinnan mjög árs- tíðabundin og mikið að gera á haustin. Núna dreifist þetta betur yfir árið.“ Jafnt ungir sem aldnir „Það er að færast í aukana að fólk vilji gera upp gömul húsgögn. Oft er það þannig að fólk gerir sér ekki alveg grein fyrir gróðanum í því. Gömul húsgögn eru svo vel uppbyggð og traust. Að fá gamlan stól eða sófa og láta gera hann upp þarf ekki að vera dýrara en að kaupa nýjan stól í sama stíl út úr búð. Það sem er í tísku er oftast dýrt.“ Birgir segir ungt fólk jafnt sem eldra fólk koma til sín. „Síðustu tíu árin hefur færst í aukana að ungt fólk sækist eftir bólstrun.“ Erfitt að verðleggja „Það er nú ekki hægt að verð- meta það hvort dýrt sé að láta bólstra húsgögn eða ekki. Þetta fer allt eftir gildinu sem húsgögn hafa. Fjöldaframleidd húsgögn sem seld eru ódýrt hafa kannski ekki jafn góða byggingu og gömlu hús- gögnin sem hægt er að gera upp á nýtt,“ segir Birgir sem mælir með að fólk hafi opin augun fyrir göml- um húsgögnum og skoði hvaða tækifæri þau hafa upp á að bjóða. Birgir Karlsson Hefur unnið við bólstrun í þrjátíu ár. Margir halda að bólstrarar séu deyjandi stétt Margt sem hefur breyst Talað hefur verið um bólstrarastéttina sem deyjandi stétt frá árinu 1980. Að sögn Birgis Karlssonar bólstrara eru alveg næg verkefni í boði fyrir bólstrara. ➤ Hefur unnið við bólstrun írúmlega þrjátíu ár. ➤ Lærði bólstrun hjá föður sín-um þegar hann var yngri. ➤ Rekur Bólstrun Karls Jóns-sonar sem var faðir hans stofnaði. Hún er staðsett í Stangarhyl 6. MAÐURINN Þrátt fyrir að málning standi alveg fyrir sínu og er falleg þá getur komið vel út að nýta veggfóður til að skreyta og fegra veggi heimilis- ins. Það er ekki nauðsynlegt að setja veggfóður á alla veggi í einu herbergi heldur getur til dæmis verið fallegt að veggfóðra einungis einn vegg. Með því að hafa veggfóðrið á ein- ungis einum vegg er hægt að velja skrautlegt og dramatískt vegg- fóður. Það er því um að gera að velja fallegt veggfóður sem er jafn- vel örlítið æpandi. Áhrifin verða mikil án þess þó að vera yfirgnæf- andi þar sem einungis einn veggur er veggfóðraður. Best er þá að velja veggfóður út frá húsgögnunum sem fyrir eru svo herbergið haldist stílhreint og fal- legt. Veggfóðrið frá Graham & Brown er einkar fallegt og stíl- hreint en það má finna á síðunni www.grahambrown.com. slg Sígilt og fallegt veggfóður Járnsmiðja Óðins Persónuleg þjónusta og fagleg ráðgjöfjsó

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.