24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 20
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Skessur og tröll fara með stórt hlut- verk í dagskrá Ljósanætur í Reykja- nesbæ sem fram fer um helgina. Þar í bæ er búið að koma upp helli skessunnar sem mörg börn þekkja úr bókum Herdísar Egilsdóttur rit- höfundar. „Það koma ein tuttugu vinatröll úr Eyjum inn á hátíðar- svæðið kl. 15.30. Börnin elta þau svo að smábáta- höfninni í Gróf. Þar kalla þau á skessuna sem er hinum megin við höfnina í hellinum sínum. Hún dregur frá glugganum og veifar til þeirra,“ segir Dagný Gísladóttir, kynningarstjóri Reykjanesbæjar. Hellirinn verður síðan opinn al- menningi allt árið. „Skessan er þarna í fullri stærð. Hún situr í ruggustólnum sínum og það er hægt að koma og sjá hana, rúmið hennar og fleira,“ segir Dagný. Það er engin tilviljun að helli skessunn- ar sé fundinn staður í Reykjanesbæ. „Herdís Egilsdóttir gaf út nýjustu bókina um Siggu og skessuna. Hún heitir Skessan á Suðurnesj- um og segir frá því af hverju skess- an er að flytja hingað í Reykja- nesbæ.“ Barna- og menningarhátíð Fjölmargir viðburðir eru á dag- skrá hátíðarinnar allt frá íþrótta- keppni til listsýninga og tónleika. „Þetta er fyrst og fremst fjöl- skylduhátíð. Við leggjum áherslu á veglega barnadagskrá og að for- eldrar njóti hátíðarinnar með börnunum sínum,“ segir Dagný og leggur jafnframt áherslu á að Ljósa- nótt sé menningarhátíð. „Það er nánast annar hver maður með sýn- ingu. Þær eru í Hafnargötunni, í fyrirtækjum, í sýningarsölum og úti um allt,“ segir hún. Þá verður árgangagangan svo- kallaða á sínum stað. Í henni sam- einast fólk jafnöldrum sínum í Hafnargötunni og gengur síðan fylktu liði niður á hátíðarsvæðið. Dagný á von á að flestir gestir verði í bænum á laugardeginum. „Þá tökum við á móti fólki við inn- ganginn í bæinn og gefum því upp- lýsingar. Við verðum með þrjú stór bílastæði. Aðalbílastæðið verður við Njarðvíkurvöllinn og þaðan gengur strætó reglulega á fimmtán mínútna fresti og lóðsar fólk inn á hátíðarsvæðið,“ segir Dagný Gísla- dóttir að lokum. Dyttað að skessu Stórvaxin tröll setja svip sinn á Ljósanótt í ár. Íbúar Reykjanesbæjar halda Ljósanótt um helgina Skessur og tröll á götum bæjarins Skessur og tröll verða áberandi í dagskrá Ljósanætur í Reykja- nesbæ. Það sama má segja um myndlistina enda liggur við að annar hver maður í bænum sé með sýningu. ➤ Ljósanótt er nú haldin í ní-unda skipti. ➤ Hátíðin nær hápunkti sínummeð árlegri lýsingu Bergsins við Keflavíkina. ➤ Dagskrá og nánari upplýs-ingar má nálgast á vefsíðunni www.ljosanott.is. LJÓSANÓTT 20 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta M A R S Upledger stofnunin á Íslandi heldur fyrsta áfangann í námi í höfuðbeina og spjaldhryggjarmeðferð, CSTI, 18.-21. september. Námskeiðið er haldið í Reykjavík. Hádegismatur og kaffiveitingar innifalið í námskeiðsgjaldi. Upplýsingar og skráning í síma 466-3090 eða á www.upledger.is Íbúar í miðborginni og Hlíða- hverfi gera sér glaðan dag á Klam- bratúni á laugardag kl. 14-16. Sam- ráðshópurinn Samtaka í miðborg og Hlíðum stendur að hátíðinni sem er nú haldin í þriðja sinn. „Markmið hátíðarinnar er að kynna allt tómstundastarf í hverf- inu fyrir alla fjölskylduna. Við vilj- um hafa þetta opna og skemmtilega kynningu,“ segir Guðbjörg Magn- úsdóttir, frístundaráðgjafi í Þjón- ustumiðstöð miðborgar og Hlíða. Þeir sem standa fyrir tómstunda- starfi í hverfinu sýna hvað í þeim býr á sviði þar sem meðal annars verður boðið upp á dans og söng af ýmsu tagi. Einnig verða fulltrúar tómstundafélaga á staðnum og svara fyrirspurnum. „Bókasafnið ætlar að kynna sögubílinn Æring og það verða sagðar sögur á nokkrum tungumálum,“ segir Guðbjörg og bætir við að í hverfinu séu margar fjölskyldur með erlendan bak- grunn. Að hátíð lokinni verður síð- an frítt í sund í Sundhöllinni fyrir alla fjölskylduna. einarj@24stundir.is Hverfishátíð miðborgar og Hlíða haldin í þriðja sinn Dans og söngur á Klambratúni Hverfishátíð Íbúar miðborgar og Hlíða gleðjast saman. Útgáfutónleikar Megasar Meistari Megas kemur fram ásamt Senuþjófum sínum á skemmtistaðnum Nasa við Austur- völl í kvöld. Tilefnið er útgáfa nýj- ustu plötu þeirra félaga, Á morgun, þar sem þeir spreyta sig á gömlum dægurlögum. Húsið verður opnað kl. 21 og er aðgangseyrir 2.000 kr. Sænskur barnakór Kór úr Adolf Fredriks-skólanum í Stokkhólmi heldur nokkra tón- leika hér á landi um helgina. Kór- inn syngur í Skálholtskirkju á föstudag kl. 16, í Langholtskirkju á laugardag kl. 17 og tekur Graduale- kór Langholtskirkju á móti honum og kemur einnig fram á tónleik- unum. Á sunnudag syngur hann svo í messu í Langholtskirkju kl. 11. Aðgangur á tónleikana er ókeypis. Vinsæll farsi Farsinn sívinsæli Fló á skinni verður frumsýndur í Borgarleik- húsinu í kvöld. Fló á skinni var vin- sælasta sýning Leikfélags Akureyr- ar á síðasta leikári og var valin sýning ársins að mati áhorfenda á Grímunni. Uppfærslan er í sam- vinnu við Leikfélag Akureyrar. Síðustu forvöð Síðustu sýningar á verkinu Mad- did hér á landi fara fram í Hafn- arfjarðarleikhúsinu í kvöld og ann- að kvöld. Sýningarnar hefjast bæði kvöldin kl. 20 og er aðgangseyrir 1.800 kr. einarj@24stundir.is Það besta í bænum Skógræktarfélag Reykjavíkur stendur fyrir sveppagöngu í Heiðmörk á laugardag. Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sveppafræð- ingur fræðir gesti um matsveppi, eitursveppi og sveppaflóru skóg- arins almennt. Gangan hefst í Fu- rulundi kl. 13 og stendur í 2-3 klukkustundir. Gangan er öllum opin. ej Sveppaganga Nýtt gallerí, Gallerí Marló, verður opnað í dag á Laugavegi 82. Þar verður lögð sérstök áhersla á teikningar og grafík eftir fram- sækna listamenn nokkurra kyn- slóða. Meðal annars verða þar til sölu og sýnis nokkrar vel valdar skopmyndir eftir Halldór Bald- ursson sem birst hafa í 24 stund- um. Þetta er í fyrsta sinn sem frummyndir skopmynda hans úr blaðinu eru til sýnis og sölu op- inberlega. Einnig verður hægt að fá þar verk eftir listamenn á borð við Daða Guðbjörnsson, Helga Þorgils Friðjónsson, Hugleik Dagsson og Þórarin Leifsson. ej Skopmyndir Halldórs til sýnis LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Þetta er fyrst og fremst fjölskylduhátíð. Við leggjum áherslu á veglega barna- dagskrá og að foreldrar njóti hátíðarinnar með börnunum sínum. helgin

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.