24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir KYNNING Vinsældir kalkmálningarinnar hafa vaxið ört í mið- og norðurhluta Evrópu síðastliðin ár en verslunin Sérefni hóf nýverið að flytja inn ítalska kalkmálningu og býður nú upp á mikið litaúrval og leiðbein- ingar í notkun á henni. Kalkmálningin er umhverfisvæn og stuðlar að heilnæmu andrúmslofti þar sem hún inniheldur hvorki plast- né rotvarnarefni, enda byggir hún á ævagömlum vinnsluaðferð- um sem komu fram löngu fyrir tíma plast- og iðnaðarefna. Áferð kalkmálningarinnar er al- mött og dýptin í litunum algjörlega einstök og sérlega falleg. Litavalið byggist fyrst og fremst á jarð- efnalitum, enda er kalkið jarðefni og eitt af elstu og endingarbestu byggingarefnunum. Litbrigðin í málningunni eru breytileg og stjórnast af birtuskilyrðum og lýs- ingu. Þegar litir eru valdir þarf að hafa liti í nánasta umhverfi í huga, svo sem á húsgögnum, málverkum og innréttingum. Kalkmálningin hentar tvímæla- laust bæði með antík- og nútíma- húsgögnum og innréttingum því segja má að hún sé tímalaus og hún er til í miklu litaúrvali. Ekki er ráðlegt að nota málning- arrúllu við að bera kalkmálninguna á, heldur sérstaka kalkpensla, en áferð og útlit stjórnast mikið af verkfærunum. Í sjálfu sér er auð- velt að bera efnið á, en útkoman fer einnig eftir því hvaða aðferð er beitt, til dæmis hversu þunnt efnið er haft, hvort litum er blandað saman en hún ræðst ekki síst af sköpunargleði notandans. Í verslun Sérefnis að Lágmúla 7, bakhúsi, er mikið úrval af hönn- unarbókum og litakortum sem sýna áferð, liti og notkun á kalkinu. Viðskiptavinir geta einnig fengið hugmyndir út frá síðunni www.ax- el-vervoordt.com þar sem hægt er að skoða íbúðir málaðar með kalk- málningunni. Sérefni flytur inn hina vinsælu kalkmálningu Umhverfisvæn og falleg Umhverfisvæn Kalk- málning stuðlar að heil- næmu andrúmslofti. Verslunin Rúmgott · Smiðjuvegi 2 · Kópavogi · Sími 544 2121. Opið virka daga frá kl. 10-18 - laugardaga kl. 11-16 www.rumgott.is FRÍ LEGUGREINING og fagleg ráðgjöf á heilsu- og sjúkradýnum BYLTING Í SVEFNLAUSNUM EITT BESTA ÚRVAL LANDSINS Á HEILSUDÝNUM HAUSTTILBOÐ 10 -50 % AFSLÁTTUR Hús í garðinn Ármúla 36 Sími 581 4070 www.jabohus.is Geymsla 9,8 fm Verð 299 þús. Geymsla 9,1 fm Verð 199 þús. Geymsla 7,6 fm Verð 180 þús. Geymsla 4,6 fm Verð 150 þús. næðið sem hentar starfsemi heilsu- lindarinnar. Umhverfið er bjart og skemmtilegt og tekur hlýlega á móti fólki en það er einmitt mikilvægast að gestum okkar líði sem allra best.“ Í Blue Lagoon spa tekur fallega hönnuð móttaka með íslenskum hraunveggjum í bakgrunni á móti gestum. Ljósir litir, vatn og dags- birta einkenna svæðið þar sem er vissulega freistandi að slaka á í dagsins önn. Heilsulindin er hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en fyrirhugað er að opna Blue Lagoon spa-staði erlendis. Fram til þessa hefur spa-meðferð með ein- stökum virkum efnum Bláa lónsins einungis verið í boði í Bláa lóninu í Grindavík. Nýjungar og meðferðir KYNNING Ný heilsulind Hreyfingar og Blue Lagoon spa sem staðsett er í Glæsibæ hóf starfsemi í upphafi þessa árs og hefur hún hlotið frá- bærar viðtökur. Falleg og nútímaleg hönnun heilsulindarinnar hefur vakið athygli en hreinar línur og tærir litir eru skírskotun í Bláa lón- ið og náttúrulegt umhverfi þess. Arkitektúrinn var í höndum Sigríð- ar Sigþórsdóttur og VA Arkitekta en Sigríður er einmitt aðalhönn- uður allar mannvirkja Bláa lónsins. Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir viðbrögð gesta við hönnun heilsulindarinnar vera afar jákvæð. „Það er einstakt að hafa verið í þeirri aðstöðu að hanna hús- sem ekki hafa verið í boði hér á landi áður eru fáanlegar í hinni nýju heilsulind. Út af neðstu hæð heilsulindarinnar er gengið út á skjólgott og glæsilegt útisvæði. Þar slaka gestir á í nota- legum heitum pottum bæði með ferskvatni og jarðsjó. Á útisvæðinu er einnig að finna fallega hönnuð gufuböð. Bjart og skemmtilegt umhverfi í Hreyfingu Glæsileg hönnun Hreyfing Falleg og nútíma- leg hönnun heilsulind- arinnar hefur vakið athygli.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.