24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 16

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundirHeimili og hönnun Umsjónarmenn: Svanhvít Ljósbjörg svanhvit@24stundir.is Kristjana Guðbrandsdóttir dista@24stundir.is María Ólafsdóttir maria@24stundir.is Morgunblaðið/G.Rúnar Haustlitasinfónía Ragnhildur notar meðal annars eplagreinar í haustskreytingar sínar. Eftir Hauk Johnson haukurj@24stundir.is „Verslunin mín tekur alltaf mikl- um breytingum á haustin. Haustið er svo skemmtilegt og býður upp á marga skemmtilega möguleika. Þá fara blóm og tré að bera ávöxt og haustlitirnir koma,“ segir Ragn- hildur en hún á og rekur blóma- búðina Dans á rósum á Bald- ursgötu 36, þar sem gangandi vegfarendur staldra ósjaldan við til að virða fyrir sér fallegar skreyting- arnar. „Þegar ég dreg fram hlýju peysurnar hlakka ég líka til að fara að setja niður haustblómin, eins og til dæmis margvíslegt haustlyng sem kemur á þessum árstíma.“ Berja- og eplagreinar Ragnhildur er frumleg í skreyt- ingum sínum en hún notar meðal annars alls kyns framandi afskorin blóm og greinar. „Ég legg mikið upp úr þessari haustlitasinfóníu, bæði þessum gul-órans og dumbrauðu litum. Og það er svo skemmtilegt að það eru margar fallegar blómategundir sem gefa af sér ávöxt og eru flottar á haustin, eins og til dæmis reyni- trén sem gefa af sér fallegu rauðu berin. Svo nota ég líka innflutt af- skorin blóm og greinar og er alltaf með eplagreinar sem lítil epli hanga á.“ Þá segir hún sólblómin líka vera afar viðeigandi á haustin vegna lita- samsetningarinnar, þó svo að þau séu að vissu leyti tákn sumarsins. Ragnhildur tekur fram að þótt mikið af blómum sé innflutt þá eigi íslenskir bændur hrós skilið. „Íslensku bændurnir eru ótrú- lega duglegir að koma með nýjar tegundir og standa sig vel í harðri samkeppninni við erlenda blóma- bændur. Það er hágæðaframleiðsla sem fer fram hérlendis.“ Kertin gefa tóninn Kertaljós er bráðnauðsynlegt til að búa til réttu stemninguna á haustkvöldum og býður Ragnhild- ur viðskipavinum sínum upp á margar sniðugar lausnir. „Það er mjög fallegt að setja kerti ofan í glervasa með brúnum sandi en svo býð ég upp á vönduð ilmkerti og margvíslegar úti- og innikertaluktir.“ Og Ragnhildur er farin að hugsa ögn lengra en flestir því hún er far- in að huga að jólaundirbúningi fyrir sig og sína kúnna, en hún sér um skreytingar fyrir mörg stórfyr- irtæki og veislur. „Ég er búin að vera í miklum jólaundirbúningi og hef verið að leggja grunninn að ákveðnum jólaskreytingum. Þá nota ég til dæmis allskonar lauf, t.d. eikarlauf, og mosa,“ segir hún. Umhverfið skreytt með haustlitunum Haustið býður upp á svo marga möguleika ➤ Sólblóm henta vel til skreyt-inga á haustin þótt þau séu oft tákn fyrir sumarið. ➤ Blóm í dumbrauðum og brún-um tónum eru vinsæl í haust- skreytingum. ➤ Ýmis tré og blóm bera fallegaávexti og ber á haustin sem henta vel þegar sveipa á heimilið haustlegum blæ. HAUSTSKREYTINGARÞó svo að birtan sé góð og við þrífumst á henni á sumrin þá segir Ragnhild- ur Fjeldsted, blóma- skreytingakona og versl- unareigandi, yndislegt að fá rökkrið. Þá kveikir hún á kertum og róar stemn- inguna. KYNNING „Við erum sérverslun með stök teppi og mottur. Hjá okkur eru all- ir stílar í boði. Við spinnum alla flokka,“ segir Sigurður Sigurðsson, eigandi Persíu sem er eina sérversl- unin sem sérhæfir sig í teppum og mottum og hefur gert það síðustu 30 ár. „Margir halda að eftir að hörð gólfefni urðu vinsæl hafi sala á mottum dalað, en það var ekki fyrr en þau gólfefni komu til sög- unnar sem mottur urðu vinsælar. Það munar svo miklu að hafa teppi eða mottur með. Hafi maður þau þá hlífir það parketinu, er hljóð- einangrandi og hlýlegra. Það er alltaf skemmtilegra að hafa teppi með parketinu eða flísunum. Við getum sagt að teppum hafi fjölgað en þau urðu minni,“ segir hann. „Það sem hefur háð þessari verslun er að nafnið er þekkt og gam- aldags. Yngri kynslóðin fattar ekki að við erum líka með nýjustu tepp- in. Það má samt segja að eftir að við komum í Bæjarlindina hafi sala til yngri kynslóða aukist.“ Sigurður segir búðina ekki fara út fyrir viss gæði og vissa verðflokka. „Við selj- um frábærar og góðar vörur. Það sem er vinsælast í dag eru stílhrein, loðin og einlit teppi sem heita Shaggy-teppi. Þau eru það fersk- asta og vinsælasta sem hefur kom- ið lengi og farið langt fram úr væntingum. Við erum með þrjár gerðir af þessum teppum og eru þau úr efni sem gott er að þrífa.“ Persía er sérverslun sem selur stök teppi og mottur Hörð gólfefni juku sölu á teppum 24stundir/GolliPersía Sigurður Sigurðsson eigandi. DUKA Kringlunni 4-12 Sími 533 1322 | duka@duka.is Snúruóreiða og fjöltengi eru fylgi- fiskur nútímatækni en hönn- uðunum hjá Nao Lab hefur tekist að finna fegurðina í flækjunum. Lausnin er hleðsluramminn eða charger frame. Í rammanum get- urðu hlaðið öll litlu rafmagnstækin þín og raðað og hengt þau upp þannig að þau líti sem best út. Enn sem komið er kostar þetta þarfa- þing þó nokkuð mikið, eða 450 evrur. hj Listaverk úr hleðslutækjum Jafnt tölvunördar sem listspírur ættu að geta brosað yfir þessari skemmtilegu dyrabjöllu en hún er bæði einföld og sniðug. Það er listamaðurinn Li Jiayne sem á heiðurinn af þessari hönnun en hann hefur einnig gert dyrabjöllu úr píanóhömrum eða nótum. Enn sem komið er fást dyrabjöllurnar þó ekki keyptar en þeir sem eru flinkir í höndunum geta fengið hugmyndina að láni. hj Enter-takki sem dyrabjalla

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.