24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 30
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@24stundir.is Þrátt fyrir kreppu er greinilega ekki allt á niðurleið. Fólk þarf ennþá að láta skera hár sitt og því hefur hárgreiðslustofan Gel á Hverfisgötu ekki fundið fyrir skerðingu. Henni hefur meira að segja vegnað það vel að núna, í upphafi vetrarkreppunnar miklu eins og svartsýnustu menn hafa kallað tilvonandi efnahagsástand, hafa aðstandendur stofunnar ákveðið að hætta. Ekki vegna þess að hallað hefur undan fæti, heldur vegna þess að þau vilja takast á við ný og spennandi ævintýri og skilja við stofuna á meðan vel gengur. „Okkur langar að hætta á toppnum og við erum öll farin að leita í aðrar áttir. Við viljum ekki láta það bitna á kúnnum okkar að við séum farin að spá í öðrum hlutum,“ segir Anna Sigríður Páls- dóttir hárgreiðslukona og rekstar- aðili Gel. „Ég ætla að taka að mér verkefni þegar hentar en ég er líka að fara að breyta þessu húsnæði sem ég á hér í annað. Það er svolít- ið leyndarmál hvað það verður ennþá. Jón Atli er svo að fara að einbeita sér að tónlistinni. Maður þarf að breyta til áður en maður fær leiða.“ Kúnnarnir leiðir Í kúnnahóp Gel í gegnum árin hafa verið margir þjóðþekktir ein- staklingar auk kunnuglegra mið- bæjardrauga. Anna segir hópinn hafa verið æðislegan og að hún sé fjarri því að vera komin með leiða á starfinu. Hún muni aldrei leggja frá sér skærin en nú sé kominn tími til þess að teygja sig yfir á næsta stig. Ein helsta sönnun þess hversu vel kúnnar stofunnar hafa treyst hárgreiðslufólkinu eru svo- kallaðir Freaky Fridays þar sem þeir setjast í stólinn án þess að mega gefa vísbendingar um hvern- ig klippingin skuli vera. Dagurinn í dag verður síðasta tækifærið til þess að láta klippa sig blint og verður stofan opin til klukkan eitt í nótt. „Það verða þrír plötusnúðar er spila yfir daginn og listrænn ráð- gjafi á staðnum er gefur okkur hugmyndir. Fólk fær engu um það ráðið hvernig það mun líta, en við klippum viðkomandi eftir því sem okkur finnst passa vel. Við ráð- umst samt auðvitað ekki í að raka sítt hár af fólki nema að benda því á það fyrst að það sé hugmyndin.“ Síðasti Freaky Friday dagurinn hjá Gel, er lokar í næstu viku Gel ákveður að hætta á toppnum Hárgreiðslustofan Gel er að loka. Ekki vegna hversu illa hefur gengið, heldur hversu vel. Hár- greiðslufólkið þar fer á vit nýrra ævintýra eftir næstu viku. Anna Leyndó hvað tekur við. Morgunblaðið/Golli Gel Það er nær fullt í öllum stólum í dag þó opið sé fram á nótt. 30 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir Silfurarmband verð 64,900 kr. „Skemmtilegt að hlusta á for- setafrú Bandaríkjanna í gær en hún sagði m.a. eitthvað á þessa leið: „We are proud that the first female vice-president of the Unit- ed States will be a Republican woman.“ Þá varð ég hissa. Ég sem hélt að fyrst kvenkyns varaforseti Bandaríkjanna yrði karlmaður.“ Björgvin Valur bjorgvin.eyjan.is „Af öllum leiðindagaurum knatt- spyrnuheimsins er Pelé hiklaust á topp-5 listanum. Nýjasta útspil hans er að skamma Robinho fyrir að láta græðgina ráða för og ganga til liðs við Manchester City Þetta kemur nú eiginlega úr hörðustu átt frá manni sem gekk til liðs við New York Cosmos.“ Stefán Pálsson kaninka.net/stefan „Vissir þú að: Byrjunarlaun ljósmæðra eru helmingi lægri en verkfræðinga með meistaragráðu? Fæðingar í höndum ljósmæðra hafa lægri inngripatíðni? Íslenskar ljósmæður eru í hópi þeirra mest menntuðu í heim- inum? “ Sóley Tómasdóttir soley.blog.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Rebekka Kolbeinsdóttir opnar sig í forsíðuviðtali við Vikuna um ástæður þess að hún yfirgaf hljóm- sveitina Merzedes Club fyrir skemmstu. Þar kemur fram að hún hafi engu fengið að ráða í sveitinni og því hafi hún ákveðið að yfirgefa tönuðu ferlíkin. Það hafi verið tilfinning hennar frá upphafi að hug- arfar hennar færi ekki saman við þá ímynd er sveit- in vildi skapa sér. bös Ef eitthvað er að marka Facebook síðu rithöfund- arins Hallgríms Helgasonar þá er hann ekki par hrifinn af Söruh Palin, varaforsetaefni Repúblíkana í Bandaríkjunum. Þar kom fram að hann hefði hlýtt á ræðu hennar á netinu og nánast ælt yfir lykla- borðið sitt þegar hún sagði að hún myndi stolt senda son sinn til Íraks. Höfundurinn er greinilega kominn með upp í háls af þjóðernishyggjunni. bös Liðsmenn hljómsveitarinnar FM Belfast eru á með- al þeirra sem lenda illa í því eftir að staðurinn Org- an lokaði skyndilega í gær. Sveitin, sem er að gíra sig upp í útgáfu fyrstu plötu sinnar, ætlaði að standa fyrir heljarinnar tónleikum á laugardag en er nú húsnæðislaus með gleðskapinn. Reykjavík! og Skátar áttu að hita upp fyrir sveitina en nú fá allir óvænt frí á laugardagskvöldið. bös „Dómarinn segir aldrei ná- kvæmlega hvenær þetta verður. En það getur verið hvenær sem er frá því í dag og svo fjórar vikur fram í tímann. Dómarinn sagði þó að hann ætlaði að reyna að vera fljót- ur að þessu,“ segir Svavar Lúth- ersson, aðstandandi hinnar um- deildu Istorrent-deilisíðu, spurður um lögfræðilega stöðu sinna mála. Mál hans var tekið fyrir í fyrradag en dómari metur nú hvort vísa skuli málinu frá. Málaferli rétthafa á hendur Svavari hafa nú staðið yfir í um tíu mánuði en þetta er í annað sinn sem málið er tekið fyrir. „Það má segja að þetta sé fyrsta skrefið í annarri umferð,“ segir Svavar sem játar að málareksturinn hafi lagt þungar byrðar á fjárhag hans. „Fjárhagslega staðan er ekki sterk en ég reyni samt að lifa það af. Ég er vanur því að lifa ódýrt þannig að þetta er engin píning- arstaða. Ég þrauka.“ Svavari barst óvæntur stuðn- ingur þegar mál hans var tekið fyr- ir í héraðsdómi en Peter Sunde, einn forsprakki hinnar sænsku deilisíðu Piratebay, var í salnum, bæði til að sýna Svavari stuðning og til að kynna sér íslenskt rétt- arkerfi. „Hann er í nokkuð svip- aðri stöðu í Svíþjóð, þótt það sé náttúrlega lagalegur munur milli landanna.“ Svavar bætir við að Sunde hafi ekki bara komið til landsins til að sýna sér stuðning heldur sé hann hér fyrst og fremst sem ferðamað- ur. „Hann tjáði áhuga sinn á Ís- landi fyrir löngu og lét síðan verða af því að koma.“ Önnur umferð í máli Svavars Lútherssonar Að deila eða ekki deila, þar er efinn Svavar Játar að fjárhagurinn sé slæmur eftir 10 mánaða málaferli. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 6 1 3 7 9 4 8 2 5 7 5 4 2 8 3 9 6 1 9 2 8 6 1 5 3 4 7 4 6 5 8 2 1 7 9 3 8 7 9 4 3 6 1 5 2 1 3 2 5 7 9 4 8 6 2 9 6 3 4 7 5 1 8 5 4 7 1 6 8 2 3 9 3 8 1 9 5 2 6 7 4 Þú hefur aldrei komið til tunglsins. Þú þarft að minnsta kosti tvö hundruð af þessum hlutum til þess. a Tja, eigum við ekki að segja að þetta sé byggt á þrotlausri rannsóknarvinnu. Bragi, er textinn byggður á eigin reynslu? Baggalúturinn Bragi Valdimar Skúlason er höfundur lags- ins Stúlkurnar á Internetinu, er fjallar um „samskipti kynjanna“ á veraldarvefnum. Bragi er einnig höfundur lagsins Þjóðhátíð ́93, sem hlaut mikla gagnrýni, en texti þess var byggður á eigin reynslu höfundar. FÓLK 24@24stundir.is fólk

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.