24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 6

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 24stundir Komdu til okkar, taktu með eða borðaðu á staðnum Alltaf góð ur! Kjúklingastaðurinn Suðurveri Nú er orðin n stór Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á andláti 68 ára gamals manns sem fannst látinn á heimili sínu við Skúlagötu síðasta mánudag. Maðurinn lést af völdum höfuðáverka en að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins er ekki hægt að segja neitt um með hvaða hætti maðurinn hlaut þá áverka. Karlmennirnir voru úrskurðaðir í gæsluvarð- hald til 8. september og segir Friðrik Smári hugsanlegt að þeir hafi átt aðild að láti mannsins. Þegar lögregla kom í íbúð hans voru þar ummerki um átök og talsvert blóð á vettvangi. Málið er rannsakað sem ofbeldisbrot. Mennirnir tveir sem sitja í haldi hafa verið yfir- heyrðir en að sögn Friðriks Smára hafa aðrir ekki verið yfirheyrðir og aðrir eru ekki grunaðir um aðkomu að málinu að svo komnu máli. Báðir mennirnir hafa komið við sögu lögreglunnar áður fyrir minniháttar brot. Friðrik Smári segir að rannsókn málsins sé í eðlileg- um farvegi. Ljóst sé að nú þurfi að bíða lokaniður- stöðu krufningar en ekki sé hægt að útiloka að rann- sóknargögn verði send utan til rannsókna. fr Tveir á haldi grunaðir um aðild að láti manns á sjötugsaldri Lést af völdum höfuðáverka Skúlagata Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Yfirborðsrannsóknir með aðkomu Reykjavik Energy Invest (REI) í Indónesíu og á Filippseyjum eru hafnar. Fulltrúar REI voru staddir í löndunum tveimur seinni hluta ágústmánaðar til að hitta sam- starfsaðila sína og fara yfir stöðu mála. Meðal þeirra sem fóru í ferðina var Sigrún Elsa Smára- dóttir, sem situr í stjórn REI. Á Filippseyjum eiga REI og Geysir Green Energy (GGE) sam- an fyrirtækið Envent Holding sem er stýrt af Guðmundi F. Sigurjóns- syni. Það félag á síðan 40 prósenta hlut í Biliran Geothermal Inc. sem framkvæmir rannsóknirnar þar. Að sögn Sigrúnar Elsu er einnig verið að skoða þrjú svæði til við- bótar á eyjunum þó að Biliran- verkefnið sé lengst komið. „Þar eru þrjár borholur nú þegar og ein sem lofar góðu. Þegar þessar holur voru boraðar á sínum tíma þótti borholuvökvinn mjög erfið- ur, en hann er svipaður og sá sem finnst á Reykjanesi. Við teljum okkur því ráða vel við efnasam- setninguna á honum.“ Stefnt er að því að yfirborðsrannsóknum á Biliran ljúki í maí á næsta ári. Skoða sjö svæði í Indónesíu Í Indónesíu er REI að skoða sjö svæði með það fyrir augum að virkja. Um 40 prósent af öllum jarðvarma í heiminum er að finna innan landamæra Indónesíu. Samstarfsaðili REI á tveimur af þessum svæðum er orkufyrirtækið Pertamina, sem er í ríkiseigu. Þar eru yfirborðsrannsóknir hafnar en Sigrún Elsa segir ákveðna réttaró- vissu ríkja vegna nýrrar auðlinda- löggjafar. Ef hún skýrist á næst- unni gæti í fyrsta lagi verið komin af stað raforkuframleiðsla árið 2011. „Eins og þetta var fyrir laga- setninguna þá átti samstarfsaðili okkar einkarétt á öllum virkjan- legum svæðum í landinu. Sam- kvæmt nýju löggjöfinni hafa sveit- arfélögin mun meira um það að segja hverjir virkja og við hverja þeir semja, en það eru samt sem áður nokkur svæði sem eru und- anþegin. Málið er í lögformlegu ferli og það verður úrskurðað um það á næstunni. Þá liggur fyrir við hvern við þurfum að semja.“ Rannsakað með aðkomu REI  Yfirborðsrannsóknir með aðkomu REI í Indónesíu og á Filipps- eyjum hafnar  Verið að skoða mörg önnur svæði í löndunum Biliran Sigrún Elsa og tveir heimamenn við eina borholuna sem þegar er fyrir hendi. ➤ Á Filippseyjum eiga REI ogGeysir Green Energy saman Envent Holding, sem á 40 prósent í Biliran Geothermal Inc. ➤ Í Indónesíu er REI í samstarfivið ríkisfyrirtækið Pertamína auk annarra aðila. SAMSTARFSAÐILAR REI Landsvirkjun vill koma svokall- aðri Bjallavirkjun inn í ramma- áætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Bjallavirkjun yrði í Tungnaá, ofar en Sigölduvirkjun og myndi auka afkastagetu þeirrar virkjunar. Einnig myndi virkjun á svæðinu hafa áhrif á aðrar virkjanir á vatnasvæði Tungnaár- og Þjórsár, þar með talið þrjár fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að engar áætlanir séu komnar á borðið um virkjun á þessu svæði. „Við höfum einfaldlega bent á þennan virkjunarkost og viljað að hann yrði tekinn inn í vinnu við rammaáætlunina. Þessi virkjunar- kostur er á vatnasvæði sem þegar hefur verið hreyft við og Lands- virkjun hefur lagt áherslu á að nýta slík svæði umfram það að virkja víðar.“ Ef virkjað yrði á svæðinu gæti uppistöðulónið orðið um 30 fer- kílómetrar. Orkuframleiðsla virkj- unarinnar gæti orðið um 50 mega- vött. fr Þrýst á um að koma virkjunarkosti inn í rammaáætlun Landsvirkjun vill Bjallavirkjun 24stundir/RAXTungnaá Landsvirkjun vill virkjunarkost í Tungnaá inn á rammaáætlun. Eldvarnareftirlit og öryggisregl- ur leyfa að 28 áhorfendum sé hleypt inn á þingpalla. „Það er af og frá að móttaka þingsins hafi ver- ið harðari við ljósmæður en aðra sem hafa viljað fylgjast með þing- fundum,“ segir Guðlaugur Ágústs- son, deildarstjóri þingvörslu. Á pöllum eru 28 sæti. „Við hleyptum 29 manns inn, en einhverjar ljós- mæðranna voru með kornabörn með sér, þau þurfti líka að telja, segir Gulli. Hann segir sömu reglur hafa gilt í nokkur ár, eða frá end- urbótum á aðstöðu í þinginu. „Það er bara sárasjaldgæft að stórir hóp- ar vilji fylgjast með á þingpöllum og þurfi að vísa fólki frá. Þetta er ekki nema í einstaka málum, Kára- hnjúkar og fjölmiðlafrumvörp eru slík dæmi. beva@24stundir.is Sjaldan komast færri en vilja á þingpalla Ljósmæður á spjöld þingpallasögunnar því að hagnast á verðfalli bréfa þeirra. Það er dæmi um örvænt- ingarviðbrögð fjármálafyrirtækja sem hafa verið algeng í því árferði sem nú er. En flestir viðmælenda 24 stunda er þó á því að skýrslan beri þess ekki endilega merki. Frekar sé um að ræða „óþarflega mikla neikvæðni“ í garð íslenska bankakerfisins sem mótist að ein- hverju leyti af ónægum upplýs- ingum. Ónóg greining Rökstuðningur greinandans, Andreas Hakansson – sem var í viðtali í 24 stundum í gær – er fyrst og fremst almennur um alla íslensku bankana. Til að mynda er ekki skýrt til hlítar hvers vegna gengi Kaupþings er talið geta fall- ið niður í 550 frá um 700 eins og það er nú. Bolabrögð eða hlutlaus greining? Svissneski bankinn UBS mælir með því við viðskiptavini sína víðs vegar um heiminn að þeir selji hluti sína í íslensku bönk- unum. Eins og greint var frá í 24 stundum í gær gaf UBS út skýrslu síðastliðinn miðvikudag um stöðu banka á Norðurlöndum þar sem fyrrnefnd sjónarmið voru reifuð. Þar var staða íslensku bank- anna sögð allt önnur en flestra annarra banka á Norðurlöndum. Þeir eru sagðir áhættusæknari og með eignasafn sem geti leitt þá í vandræði í lausafjárþurrðinni sem nú einkennir starfsemi fjár- málafyrirtækja í heiminum, ef allt fer á versta veg. Umdeild greining Viðmælendur 24 stunda voru margir hverjir ósáttir við grein- ingu UBS á íslensku bönkunum. Líkt og oft áður í greiningum er- lendra banka hafa greinendur ekki fyrir því að fara yfir rekstur bankanna og markaðssyllur þeirra. Grunnur íslensku bank- anna, einkum Glitnis og Lands- bankans, byggist meðal annars á því að þjónusta matvælaiðnað – þar með talinn sjávarútveg – og orkuiðnað. Þessir atvinnuvegir eru taldir eiga bjarta framtíð þar sem afurðaverð hefur hækkað mikið. Auk þess er ekki farið yfir rekstur Kaupþings að neinu marki en bankinn hefur að flestra mati skilað góðum uppgjörum í erfiðu árferði. Ekki er hægt að útiloka að UBS sé að taka skortstöðu gegn ís- lensku bönkunum og reyni með FRÉTTASKÝRING Magnús Halldórsson magnush@ 24stundir.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.