24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 13

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 13
24stundir FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 13 FÆRÐ ÞÚ HAUSTUPPBÓT? Þetta sólríka sumar námu vinningar í HHÍ heilum 257 milljónum! Tveir þeirra voru upp á 25 milljónir króna og aðrir 163 fóru yfir 100 þúsund. Nú heldur gleðin áfram; þann 10. september drögum við út um 3 þúsund nýja vinningshafa. – Vertu með og fáðu þér miða á hhi.is eða hjá umboðsmanni. Næsti útd ráttur verð ur 10.09.200 8 Eftir Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@24stundir.is Undanfarin ár hafa ráðuneyti og stofnanir ítrekað farið út fyrir þá útgjaldaramma sem lögfestir hafa verið með fjárlögum hvers árs, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Viðskiptaráðs Íslands, sem kynnt var í gær. Slæm niðurstaða Ef einungis er litið til þeirra ráðuneyta sem hafa mest vægi inn- an fjárlaga er niðurstaðan einnig slæm. Ráðuneyti mennta- og heil- brigðismála hafa þannig yfir að ráða rúmum 40% fjárlagaliða ár hvert. Undanfarin ár hefur umtals- verður fjöldi fjárlagaliða þessara ráðuneyta farið fram úr fjárheim- ildum. Á morgunverðarfundi Við- skiptaráðs á Grand Hóteli í gær, þar sem skýrslan var kynnt, kom fram að forstöðumenn ríkisstofn- ana og stjórnvalda fá lítið aðhald þrátt fyrir að fara út fyrir útgjald- aramma. Agaviðurlögum er sjald- an beitt og þau hafa lítil áhrif. „Þessum viðurlögum er mjög sjaldan beitt þrátt fyrir að það komi skýrt fram í lögum að þeim eigi að beita. Ríkisendurskoðun hefur bent á að forstöðumenn stofnana, sem reknar eru með halla, eru ekki áminntir og hefur Ríkisendurskoð- un farið fram á úrbætur í þá veru. Við erum þeim sammála þar,“ sagði Frosti Ólafsson, hagfræðing- ur Viðskiptaráðs, á fundinum. Orsakir vandans virðast meðal annars liggja í togstreitu milli fag- ráðuneyta og stofnana annars veg- ar og fjármálaráðuneytis og fag- ráðuneyta hins vegar, að því er fram kemur í skýrslunni. „Breytt skipan á fjárlagaferlinu hefur hvorki skilað nægilegum aga né gagnsæi í ríkisfjármálum,“ sagði Frosti. „Af pólitískum ástæðum hefur verið um kerfisbundið van- mat að ræða. Tekjur og útgjöld hafa verið van- áætluð verulega sem leitt hefur til þess að erfiðara hefur verið að leggja mat á árangur.“ Hann bætti því við að fjárlögin væru því í raun lítið annað en gróf áætlun. Fjár- aukalög, til að leiðrétta mismun- inn, væru í raun regla fremur en undanteking. Ríkisendurskoðun hefur gert at- hugasemdir við þetta og hefur lýst þessu sem snjóboltaáhrifum, út- gjaldaheimildir verði á endanum alltaf mun hærri en heimildir fjár- laga. Ríkið eyðir annarri hverri krónu „Útgjöld hins opinbera námu 43% af landsframleiðslu í fyrra. Þetta þýðir að næstum annarri hverri krónu er eytt af hinu op- inbera,“ sagði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Margir telja eðlilegt að hið op- inbera auki umsvif sín með um- fangsmiklum framkvæmdum til að halda uppi atvinnustigi í efnahags- lægð, þannig verði hagsveiflan jöfnuð. „Í þessum efnum telur Við- skiptaráð rétt að stíga varlega til jarðar. […] Það væri heppilegra ef hið opinbera reyndi að halda að sér höndum,“ sagði Finnur. Áminna þarf forstöðumenn  Ráðuneyti og stofnanir fara ítrekað fram úr fjárlögum  Báknið þenst út  Fjárlögin eru í raun lítið annað en „gróf áætlun“ ➤ Öll ráðuneytin fóru fram úrheimildum fjárlaga á síðasta ári. ➤ Landbúnaðarráðuneytið stóðsig „verst“ í þessum efnum með 36,7% útgjöld umfram fjárlagaheimildir. ➤ Langstærstur hluti ríkis-útgjalda er vegna mennta- og heilbrigðismála, eða rúm 40% fjárlagaliða ár hvert. ÚTGJÖLD HINS OPINBERA Pallborðsumræður Frá fundi Viðskiptaráðs. 24stundir/G.Rúnar

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.