24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 05.09.2008, Blaðsíða 27
24stundir FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 2008 27 HAFNAFJARÐARLEIKHÚSINU „Fær hugann til að fljúga og kemur tilfinningum á rót“ M.K MBL „Falleg, fyndin,sönn og kvenleg“ V.G Bylgjunni „Ég hvet fólk til að drífa sig á leikinn og njóta“ Jón Viðar DV FÆRRI KOMUST AÐ EN VILDU Í VOR EN NÚ GEFST TÆKFIFÆRI Á NÝ TIL AÐ SJÁ ÞESSA EINSTÖKU OG SKEMMTILEGU SÝNINGU SEINUSTU SÝNINGAR SUN 7. SEPTEMBER FIM 11.SEPTEMBER SUN 14. SEPTEMBER mammamamma.netwww.midi.is TRYGGIÐ YKKUR MIÐA BÆJARLIND S: 544-5514 PLAYERS Boltinn í beinni Hópa- matseðill Hádegis- matur alla virka daga Föstudags- kvöld Laugardags- kvöld Ingó og Verður- guðirnir Tina Tribute, Sigga Beinteins og Bryndís Ásmunds Síðasta skipti á stór Reykjavíkur svæðinu. Grínistinn óborganlegi David Spade er orðinn faðir, 45 ára gamall. Honum og þokkafullu Playboystúlkunni Jillian Grace, fæddist stúlkubarn í síðustu viku eftir stutt samband fyrir níu mánuðum. Engar upplýsingar liggja fyrir um nafn barnsins á þessari stundu. tsk David Spade eignast erfingja „Staðurinn er eiginlega bara bú- inn að loka, dæmið gekk ekki upp,“ segir Gylfi Blöndal, fyrrum skemmtanastjóri Organs, en hin- um gífurlega vinsæla tónleikastað var lokað fyrir fullt og allt á mið- vikudaginn. Organ komst í fréttirnar í síðasta mánuði þegar bíræfnir þjófar, sem höfðu lykil að húsnæðinu, rændu hljóðkerfi staðarins en það mál er enn í rannsókn lögreglu. Nú hefur staðnum verið lokað. Það þýðir að ekkert verður úr öllum þeim tónleikum sem fyr- irhugaðir voru á staðnum en þeirra á meðal má nefna einvígi rík- isplötusnúðanna Andreu Jóns- dóttur og Ágústs Bogasonar sem fram átti að fara í kvöld. „Ég var með næstu tvær vikur alveg stíf- bókaðar. Mikið af flottu og spenn- andi dóti sem mér þykir afskaplega leiðinlegt að blása af. En þetta er svosem ekki alveg í mínum hönd- um og nú er ég bara ungur maður í atvinnuleit.“ Það er síður en svo auðvelt að standa að rekstri á skemmtistað á Íslandi í dag og Gylfi segir að kostnaðurinn á bakvið rekstur Organs hafi verið meiri en gengur og gerist. „Þetta var ekki eins eins og hefðbundinn skemmtistaður þar sem dælan gengur bara heldur var mikið umstang í kringum þetta, mikill kostnaður við tæki og kynningu og svoleiðis. Þarna var boginn bara spenntur aðeins of hátt.“ Aðspurður hvað taki nú við hjá honum segir Gylfi að hann muni hugsa sinn gang næstu mánuði. „Nú ætla ég bara að fara til útlanda, spila á gítar í einhvern smá tíma og íhuga næstu skref.“ viggo@24stundir.is Mikill missir fyrir tónlistarlíf miðbæjarins Organ hefur sungið sitt síðasta 24 Stundir/Valdís Thor Syrgir Organ Gylfi segir mikinn missi að tónleikastaðnum. „Ef hún verður komin út um all- an heim í dag eða á morgun þá er það bara gleðiefni,“ sagði Lars Ul- rich, trommuleikari rokk- hljómsveitarinnar Metallica, að- spurður hvernig liðsmönnum sveitarinnar litist á það að nýjasta plata þeirra, Death Magnetic, væri komin í ólöglega dreifingu á net- inu. Formlegur útgáfudagur plöt- unnar er 12. september en einhver smásöluaðili í Frakklandi þjófstart- aði og hefur þegar selt nokkur ein- tök af plötunni. Eitt af þeim ein- tökum hefur nú ratað á netið þar sem netverjar geta sótt plötuna án endurgjalds. Ulrich var í viðtali við útvarps- stöð í San Francisco þegar hann lét þessi orð falla en liðsmenn Metal- lica hafa lengi haft horn í síðu ólöglegrar dreifingar á höfund- arvörðu efni á netinu. Nú er komið annað hljóð í gömlu rokkhundana. „Nú er árið 2008 og svona er þetta bara nú til dags,“ sagði Ulrich. vij Ulrich fagnar leka á netið Breyttir tímar Gömlu rokkararnir í Metallica hafa tekið netið í sátt. Daníel Ágúst Haraldsson söngv- ari er eitt af kameljónum Íslands en síðustu ár hefur hann kvatt góðra drengja útlit sitt fyrir öllu ævintýralegri spretti. Menn dást oft að lagni söngvarans við að finna sér nýjan stíl. En glöggir lesendur 24 stunda hafa bent okkur á að nýjasta lúkkið hans Daníels sé ef til vill óður til annars íslensks tónlist- armanns. En það er enginn ann- ar en Jóhann Helgason sem fékk uppreisn æru nýlega á tón- leikum Rásar 2 á Menning- arnótt. Báðir eru þeir líka með þunnar, tónvissar raddir og þykja afbragðs laga- og textahöf- undar. Þessi ábending kom á netfangið okkar 24@24stundir.is frá les- anda er sótti tónleikana á Mikla- túni en var ekki viss um hver væri hvað. bös Kameljón eða eftirherma? TVÍFARINN Þokkagyðjan Eva Longoria Parker úr Desp- arate Housewives þykir með nettari konum í vextinum. Erlendar slúðursíður hafa þó haldið því fram undafarið að leikkonan sé ólétt og ekki dvínaði orðrómurinn við ummæli leikkon- unnar smávöxnu í þætti Jay Leno á dög- unum, er hún sagði: „Ég er ekki ólétt. Ég er bara feit. Ég bætti á mig 3 kílóum í sumar, svo í stað þess að klæðast stærð númer 0, þá fór ég yfir í stærð númer 1.“ Að þessi smábeinótta suðræna fegurðardís telji sig feita er áhyggjuefni út af fyrir sig, en spjótin hljóta einnig óneitanlega að beinast að bandarískum kjólastærðum. Því vænt- anlega fyrirfinnast minni konur en Eva og veltir maður því fyrir sér hvort þær klæðist þá kjólum í stærð -1 eða -2. Eva Longoria segist vera feit

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.