24 stundir - 12.09.2008, Page 5

24 stundir - 12.09.2008, Page 5
Velkomin á 10. Ljósanótt að ári Ágætu íbúar og gestir, Ljósanótt var haldin í 9. sinn í Reykjanesbæ og var þátttaka nú óvenju mikil allt frá fimmtudegi og fram á sunnudag. Talið er að á milli 40-45 þúsund manns hafi verið í bænum á hápunkti hátíðarhaldanna. Vel á 5. hundrað manns lögðu hendur á plóginn við að skapa sýningar, verslun, þjónustu og öryggi svo sem best varð á kosið. Á 3. þúsund grunnskóla- og leikskólabörn okkar hófu Ljósanóttina og mörk- uðu upphaf að fjölmörgum vel unnum sýningum um allan bæ. Mikill fjöldi íbúa fékk góða gesti til sín og þannig má segja að hver einasti íbúi hafi haft hlutverki að gegna á þessari mögnuðu hátíð. Þakklæti okkar til þeirra sem lögðu sig fram um að þjóna öðrum með svo margvíslegum hætti á Ljósa- nótt er mikið. Án sýninga og skemmtiatriða, áhugamanna og atvinnumanna, einstaklinga og hópa, heimamanna og aðkomumanna, væri Ljósanótt ekki það sem hún er orðin. Unglingarnir okkar voru til fyrirmyndar, eins og jafnan. Lögregla og öryggissveitir sinntu starfi sínu af sömu alúð og við þekkjum þau fyrir og leystu verkefni sín frábærlega. Forvarnarhlutverk þeirra var ekki síst vel leyst. Okkur tekst að halda sterku yfirbragði og sérstöðu fjölskylduhátíðar á Ljósanótt. Það gerist eingöngu með mjög samstilltu átaki hundruða að- standenda og einstakri stjórnun Ljósanæturnefndar og framkvæmdastjóra hennar. Allir eru sammála um að þessi ljósanótt hafi farið afar vel fram. Umferðin að og frá bænum okkar gekk nú snurðulaust. Hafið öll bestu þakkir fyrir frábæra hátíð og velkomin á Ljósanótt að ári. Árni Sigfússon bæjarstjóri Ljósanótt er menningar- og fjölskylduhátíð Reykjanesbæjar sem haldin er fyrstu helgina í september ár hvert. Ljósanótt verður haldin í 10. sinn 2009 og verður þeim áfanga fagnað með eftirminnilegum hætti.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.