24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 1
24stundirmiðvikudagur17. september 2008177. tölublað 4. árgangur Sjónvarpsmennirnir knáu sömdu pirrandi lag sem þeir ætla að vinna með rokk-karlakórnum Fjallabræður. Safna fé fyrir Mænu- skaðastofnun Íslands. Simmi og Jói semja FÓLK»26 Fýsilegur kostur NEYTENDUR»20 Allt um hausttísku 11 10 13 12 13 VEÐRIÐ Í DAG »2 Körfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson verður í eldlínunni í vítateignum í Laugardalshöllinni í kvöld. Hann hóf ferilinn í götubolta í Grundarfirði. Hlynur og körfuboltinn »19 Anna Día Erlingsdóttir stofnaði Golfleikjaskólann eftir að hafa setið námskeið hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands fyrir konur með viðskiptahugmyndir. Golfleikjaskóli Önnu »14 Skólameistari Menntaskólans á Ísa- firði vill engar fyllirísferðir nem- enda sinna og hefur því bannað ár- lega óvissuferð. Nemendur eru óhressir. Bannar óvissuferð »30 SÉRBLAÐ 24stundirMIÐVIKUDAGUR- 17. SEPTEMBER 2008 15 Tanja Huld Guðmundsdóttir er þegar farin aðselja hönnun sína í tískuvöruverslun en húner átján ára gömul. Hún hefur prjónað ogsaumað síðan hún man eftir sér. „Ég byrjaðiað prjóna og sauma koddaver þegar ég varlítil. Ætli þetta hafi síðan ekkifarið stigmagnandi.“ Stigmagnandi hönnun »16 Náttúrulegur ljómi húðarinnar er grunnatriðií förðun, að sögn Sigríðar Þóru Ívarsdóttur,förðunarmeistara hjá Snyrtiakademíunni.Sigríður segir brúna tóna draga fram nátt-úrulegan lit húðarinnar en auk þess verðibreiður augnblýantur í tísku íhaust. Náttúrulegur ljómi »17 Það er allt leyfilegt í haust enda er erfittað lýsa hausttískunni, að sögn Ásu Otte-sen, verslunarstjóra í Gyllta kettinum.„Hún er rómantísk með blúndum en umleið dálítið „goth“ með leðurjökkum íbland við 60́s með pelsumog blómakjólum.“ Rómantísk en rokkuð »18 TÍSKA AUGLÝSINGASÍMI: 510 3744 Lyfja, Heilsuhúsið, Lyf og heilsu Apóteka i H Eftir Sigurð Boga Sævarsson og Auði Alfífu Ketilsdóttur „Mér fannst gaman að starfinu og í þá áratugi sem ég var með eigin rekstur féll aldrei dagur úr. Ég tók að mér ýmis erfið verkefni. Verk- efnið sem ég glími við í dag er þó langerfiðast. Maður tekur eitt skref í einu og er æðrulaus. Öðruvísi gengur þetta ekki,“ segir Tryggvi Ingólfsson, 58 ára Rangæingur sem hálsbrotnaði og lamaðist fyrir neð- an háls í hestaslysi fyrir tveimur ár- um. Hann var í útreiðartúr með fjöl- skyldunni í Fljótshlíð þegar hestur hans hnaut. „Ég man atburðarásina nokkuð skýrt og hvernig þetta vildi til. Ég féll af baki og heyrði þegar hálslið- urinn brotnaði. Eftir það er hins vegar allt svart,“ segir Tryggvi. Hann er lamaður upp að hálsi og þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs. „Því miður finn ég hvergi til í líkamanum. Líð hvergi kvalir. Ég vildi hins vegar gjarnan að því væri öfugt farið. Minnsti sársauki væri merki um bata og að líf væri að færast í lamaðan líkamann.“ Enn engin lækning Hérlendis búa um 100 manns við mænuskaða en í heiminum öllum eru þeir á milli 3,5 og 4,5 milljónir. Enn hefur ekki fundist lækning við mænuskaða og afleiðingar hans geta meðal annars verið óaftur- kræfar skemmdir á innri líffærum. Ísland verði leiðandi Fyrir 19 árum slasaðist dóttir Auðar Guðjónsdóttur í bílslysi og hefur Auður síðan þá barist fyrir málefnum mænuskaðaðra. Í des- ember síðastliðnum var Mænu- skaðastofnun Íslands stofnuð fyrir tilstuðlan Auðar. Markmið stofn- unarinnar er að Ísland verði leið- andi í úrræðum fyrir mænuskað- aða, auk þess að afla fjár til handa læknum og vísindamönnum og að safna saman á einn stað upplýs- ingum um rannsóknir og tilrauna- meðferðir. Þarf 80 milljónir Hafið er söfnunarátak til styrkt- ar Mænuskaðastofnun Íslands. Átakinu lýkur með beinni sjón- varpsútsendingu á Stöð 2 á föstu- dag. Auður segist vitanlega ánægð með hversu langt málefni mænu- skaðaðra hefur miðað fyrir tilstilli baráttu hennar. Um söfnunarféð segir hún: „Ég þarf 80 milljónir í þá rannsókn sem ég vil styrkja. Þá get ég sent 8 sjúklinga í tilraunameðferð. Fái ég það ekki verð ég að semja um færri sjúklinga. En ég þigg það sem að mér er rétt, það munar um allt.“ Spurð um verkefnið segir hún: „Rannsóknin snýst um að taka fólk fljótlega eftir skaða, skera inn á það og búa þannig í haginn fyrir mæn- una að henni er gefið tækifæri til að lækna sig sjálf.“ Vildi að ég fyndi til HEYRÐI HÁLSINN BROTNA» 8  Á Íslandi búa rúmlega hundrað manns við mænuskaða  Mænuskaði einn alvarlegasti skaði sem einstaklingur getur hlotið  Söfnun er hafin fyrir Mænuskaðastofnun Íslands ➤ Rúmlega hundrað mannsbúa við mænuskaða vegna slysa á Íslandi. ➤ Í heiminum öllum er áætlaðað þeir séu 3,5 til 4,5 millj- ónir. ➤ Milli 44 og 47 prósentmænuskaða eru afleiðingar umferðarslysa. ➤ Mænuskaði hlýst einnig afíþróttum, styrjöldum, glæp- um, sjúkdómum og vinnu- slysum. ➤ Ungir karlmenn eru um 80prósent þeirra sem hljóta mænuskaða vegna slysa. ➤ Meðalaldur þeirra semskaddast á mænu vegna slysa er um 20 ár. MÆNUSKAÐI Erfitt verkefni Tryggvi segir verk- efnið sem hann glímir nú við það erfiðasta. – Línurnar í lag! L&L Þú leggur línurnar Létt & laggott! Stoðir, áður FL Group, hafa selt hlut sinn í Northern Travel Hold- ing. Söluverð og endurmat á láni fæst ekki gefið upp. Með þessu er FL Group alveg hætt flugrekstri. Stoðir hættar flugrekstri »4 Þróunar- og fjárfestingarfélagið Nýsir rambar á barmi gjaldþrots. Unnið er að endurfjármögnun lána en ekki er ljóst enn hver niðurstaða hennar verður. Unnið að lausn á vanda Nýsis »6 Framleiðsla álversins í Straumsvík eykst um 40 þúsund tonn á ári vegna stækkunar þess. Fyrirhugað er að framkvæmdir vegna stækkunarinnar hefjist á næsta ári. Stækka á álverið í Straumsvík »4 Bændasamtökin krefjast þess að stjórnvöld nýti allar leiðir sem finnast í EES og ESB til að verja ís- lenskan landbúnað. Og segja NEI við innfluttu, hráu, ófrosnu kjöti. Stjórnvöld styðji landbúnaðinn »2 Spennandi tímar eru framundan í þróun rafmagns- og tengiltvinnbíla, að sögn Teits Þorkelssonar, framkvæmdastjóra Framtíðarorku, sem telur fjölgun á slík- um bílum fýsilegan kost. »12

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.