24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 2

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 2
Allt að 100 milljónum króna verður varið í sérstakt átak á næstu mánuðum til að markaðs- setja Ísland erlendis sem áhuga- verðan áfangastað í haust og vet- ur. 50 milljónir koma frá stjórnvöldum og samsvarandi upphæð frá ferðagreininni sjálfri. Þetta var kynnt á Vestnorden ferðakaupstefnunni sem nú stendur yfir. þe 100 milljónir í markaðsátak 2 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir ostur.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Ekki sneiða Veldu létt og mundu eftir ostinum! hjá þessum VÍÐA UM HEIM Algarve 21 Amsterdam 17 Alicante 23 Barcelona 26 Berlín 10 Las Palmas 23 Dublin 13 Frankfurt 15 Glasgow 13 Brussel 15 Hamborg 13 Helsinki 8 Kaupmannahöfn 13 London 16 Madrid 28 Mílanó 15 Montreal 15 Lúxemborg 13 New York 20 Nuuk 3 Orlando 27 Osló 9 Genf 11 París 17 Mallorca 25 Stokkhólmur 12 Þórshöfn 11 Snýst í suðvestan 13-18 m/s með skúrum, fyrst vestantil, en heldur hægari og léttir til austanlands. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. VEÐRIÐ Í DAG 11 10 13 12 13 Hlýjast á NA-landi Vestan og suðvestan 10-15 m/s, en hvassara á annesjum. Skúrir á vestanverðu landinu, en bjart eystra. Hiti 9 til 15 stig. VEÐRIÐ Á MORGUN 11 11 12 8 11 Skúrir á vestanverðu landinu Ríkissáttasemjari lagði í gær fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Í kjölfarið samþykktu ljósmæður að aflýsa verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í gær. Þá var samkomulag um að fresta meðferð félagsdómsmáls um lögmæti uppsagna ljósmæðra og að málið falli niður, verði miðlunartil- lagan samþykkt. Tillagan var kynnt á félagsfundi í Reykjavík í gærkvöld og verður kynnt á Akureyri fyrir hádegi í dag. Miðlunartillagan verður ekki birt öðrum en þeim sem hlut eiga að máli fyrr en atkvæði hafa verið greidd um hana. Atkvæðagreiðslan hefst á hádegi í dag og lýkur klukkan 12 á föstu- dag. Stefnt er að því að niðurstaða talningar liggi fyrir klukkan 14 á föstudag. Fjármálaráðherra á að skila at- kvæði sínu til ríkissáttasemjara á hádegi á föstudag. the@24stundir.is Miðlunartillaga í deilu ljósmæðra Verkfalli aflýst í bili Eigendur hesta sem voru í tamn- ingu í Hringsholti í Svarfaðardal hafa verið beðnir að sækja þá vegna vanfóðrunar og aðbúnaðar sem embætti héraðsdýralæknis á Akur- eyri gerði alvarlegar athugasemdir við. Að sögn Ólafs Jónssonar hér- aðsdýralæknis snýst málið um nærri 30 hross, tamningahross og hross í eigu viðkomandi tamninga- manns sem eru nú undir eftirliti. „Allir hestarnir voru skoðaðir og metnir. Hestarnir sem voru í lak- legu ástandi voru búnir að vera í nokkra mánuði hjá viðkomandi en þeir voru ekki margir að vísu.“ Að sögn Ólafs er mál tamninga- mannsins í frekari skoðun hjá lög- fræðingum Matvælastofnunar sem embætti héraðsdýralæknis heyrir undir. ingibjorg@24stundir.is Beðnir að sækja hesta sem voru í tamningu Hross illa haldin vegna vanfóðrunar Ákæra á hendur Karli Georg Sig- urbjörnssyni hæstaréttarlögmanni fyrir fjársvik var þingfest í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær. Hann neit- aði sök í málinu. Karli Georg er gefið að sök að hafa hagnýtt sér ranga hugmynd Sig- urðar Þórðarsonar, fyrrverandi rík- isendurskoðanda, um að það há- marksverð sem væntanlegir kaupendur væru tilbúnir að greiða Sigurði og fjórum öðrum fyrir tíu stofnbréf þeirra í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Karl á að hafa sagt að verð- ið væri 25 milljónir króna á hvert bréf. Í ákærunni kemur fram að Karl Georg hafi þá þegar samið við væntanlega kaupendur bréfanna um að selja þeim bréfin á 45 milljónir króna stykkið. Þannig er hann talinn hafa haft af fimmmenningunum 200 milljónir króna. Sparisjóður Hafnarfjarðar sameinaðist síðar Sparisjóði vélstjóra og tók upp nafnið Byr. Í lok ágúst var samþykkt að breyta Byr í hlutafélag. þsj Neitar auðgunarbroti Karlmaður á fertugsaldri beið bana þegar bíll hans fór út af þjóðveg- inum á Höfðaströnd, norðan við Hofsós í Skagafirði í gærmorgun og hafnaði úti í sjó. Björgunarsveitir frá Hofsósi og Sauðárkróki voru kallaðar út, björgunarmenn í Reykjavík settir í viðbragðsstöðu og þyrla Gæslunnar send af stað. Áður en hún kom á vettvang höfðu björgunarsveitarmenn náð hinum látna út úr bílnum sem maraði í hálfu kafi. Tildrög slyssins eru ókunn en rann- sókn er í höndum lögreglunnar á Sauðárkróki. Þetta er tíunda banaslysið í umferðinni á árinu. þe Banaslys við Hofsós Eftir Björgu Evu Erlendsdóttir beva@24stundir.is Bændasamtökin hafa sent land- búnaðarnefnd Alþingis athuga- semdir við matvælafrumvarp rík- isstjórnarinnar, sem frestað var á Alþingi í vor og aftur á septem- berþinginu. Bændasamtökin vilja nýtt frumvarp og talsvert breytt. Þau eru þessa daga að kynna bændum athugasemdirnar. Óþarflega íþyngjandi Bændasamtökin sjá ýmsar færar leiðir til að innleiða nýja mat- vælalöggjöf með Evróputilskipun- um, en verja þó bændur og lýð- heilsusjónarmið. Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri bændasamtak- anna, segir miðað við að heimildir fyrir gjaldtöku, vegna leyfa, eft- irlits, sýna o.fl., séu nýttar í topp. Þau krefjast þess að felldar verði niður allar ónauðsynlegar gjald- tökuheimildir. Og að beitt verði til hins ýtrasta möguleikum sem EES-samningurinn og ESB-réttur leyfir til að verja landbúnaðinn og lýðheilsuna, eins og gert sé víða í Evrópu. Álit liggi fyrir um að hægt sé að meta afleiðingar laganna og standa ákveðnar á því að tryggja heilsufarsþætti og matvælaöryggi en frumvarpið hafi lagt til. Þar hafi staðið til að leggja þyngri byrðar á bændur en nauðsynlegt sé samkvæmt Evrópureglum. Bændasamtökin leggjast áfram alfarið gegn innflutningi á ófrosnu, hráu kjöti. Þau telja stjórnvöld hafa ráðrúm til að hafna þeim innflutningi án þess að það stangist á við Evróputil- skipanir. Lög um fleira en hráa kjötið Eiríkur segir umræðuna um matvælalöggjöfina langmest hafa snúist um kjötinnflutninginn eins og hann væri eina atriði frum- varpsins. Til standi að innleiða grund- vallarbreytingar á matvælalöggjöf og landbúnaðarkerfi. Þetta snúi að dýralæknum, fóðurstöðvum, framleiðendum og eftirliti. Grunnhugsun frumvarpsins sé að auka ábyrgð matvælaframleiðenda á vörunni sem þeir framleiða. Bændur krefjast stuðnings  Bændasamtökin telja ríkið geta varið hagsmuni bænda betur  Þau leggjast áfram alfarið gegn innflutningi á hráu, ófrosnu kjöti Uggandi um framtíðina Bændasamtökin telja ríkið geta varið hagsmuni bænda betur þó ný matvælalöggjöf verði innleidd hér. ➤ Miklar breytingar eru boð-aðar á landbúnaðar- og mat- vælalöggjöf, til að uppfylla evrópskar reglur. ➤ Bændasamtökin telja samtsvigrúm til að hlúa betur að landbúnaði og lýðheilsu en matvælafrumvarpið frá í vor gerði ráð fyrir. EVRÓPUSAMÞYKKTIR ● Óánægjubréf Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, er ósáttur við að samningur sem bæjarfélagið gerði við Al- sýn um að 50 ný störf yrðu til í sveitarfélaginu á tveimur ár- um gangi ekki eftir. Halldór hefur gert grein fyrir óánægju sinni með bréfi. Unnið er að endurskipulagningu verkefn- isins þar sem ljóst þykir að markmiðin nái ekki fram að ganga. ● Brunavarnir Úttekt var ný- lega gerð á brunavörnum fast- eigna í sveitarfélaginu Dala- byggð þar sem athugasemdir voru gerðar við ýmis atriði sem þóttu ófullnægjandi. Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Japanskur stærðfræðikennari á sextugsaldri var handtekinn í byrjun vikunnar. Lögreglan náði honum þar sem hann hljóp nakinn að kvöldi til í al- menningsgarði í nágrenni Tókýó. „Ég var úti að skokka og klæddi mig úr af því að mér þótti það gott,“ sagði mað- urinn sér til varnar. jmv Ber og handtekinn Nekt er góð SKONDIÐ STUTT

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.