24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir Landspítalanum og Grensásdeild hefur mér fundist vera alveg í fremstu röð. Heimsóknir þess hing- að til mín á Kirkjuhvol hafa sömu- leiðis verið mér ómetanlegar.“ Eitt skref í einu Tryggvi Ingólfsson, sem er 58 ára að aldri, er Rangæingur í húð og hár. Fæddur og uppalinn undir Eyjafjöllum en fluttist ungur á Hvolsvöll þar sem hann hefur búið allt til þessa dags. Fjölskyldumaður, fimm barna faðir og starfrækti verk- takafyrirtæki í áratugi. „Mér fannst gaman að starfinu og í þá áratugi sem ég var með eigin rekstur féll aldrei dagur úr. Tók að mér ýmis erfið verkefni. Verkefnið sem ég glími við í dag er þó langerf- iðast. Maður tekur eitt skref í einu og er æðrulaus. Öðruvísi gengur þetta ekki. Stuðningur fjölskyld- unnar hefur skipt mig miklu. Það skiptir líka miklu máli að geta verið í heimabyggð og geta skroppið heim. Þá er sömuleiðis ákaflega gaman þegar gamlir vinir og sam- starfsmenn líta hér inn,“ segir Tryggvi sem í áraraðir var í sveit- arstjórn í sinni heimabyggð og gegndi trúnaðarstörfum í héraði. Músin á hökunni Tölvutæknin hefur gjörbreytt veröldinni og hvað fatlaða áhrærir hefur hún skapað Tryggva vissa Eftir Sigurð Boga Sævarsson sigbogi@simnet.is Á fallegum vordegi fyrir rúmum tveimur árum tók líf Tryggva Ing- ólfssonar á Hvolsvelli nýja stefnu. Hann var í útreiðatúr með fjöl- skyldunni í Fljótshlíð þegar hestur hans hnaut. „Ég man atburðarásina nokkuð skýrt og hvernig þetta vildi til. Ég féll af baki og heyrði þegar hálslið- urinn brotnaði. Eftir það er hins vegar allt svart,“ segir Tryggvi þegar hann rifjar upp atburðinn sem öllu breytti. Hann er lamaður upp að hálsi, þar með talin öndunarfæri, og er bundinn við hjólastól. Þarf að- stoð við allar athafnir daglegs lífs. Á síðasta ári var framkvæmd tíma- mótaaðgerð á Íslandi, en þá var raf- örvun komið fyrir í þind Tryggva og var hann fyrstur manna utan Bandaríkjanna í slíka aðgerð. Hún hefur gert honum léttara með önd- un. Gjörbreytt líf Fyrstu þrjá mánuðina eftir slysið var Tryggvi á gjörgæsludeild Land- spítalans í Fossvogi. Eftir skamma viðdvöl á lungnadeild fór hann í endurhæfingu á Grensás og var þar næstu tíu mánuði – uns hann fékk inni á dvalar og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli þar sem hann nýtur, að eigin sögn, bestu mögulegrar hjúkrunar frábærra starfmanna. „Þegar ég kom á sjúkrahús eftir slysið kom nánast strax í ljós hver skaðinn væri og að ég væri lamaður upp að hálsi. Mér er sagt að enginn maður hér á landi hafi lifað af svona alvarlegan mænuskaða,“ segir Tryggvi þegar hann rifjar upp sögu sína. „Ég á frábæru starfsfólki Land- spítalans mikið að þakka og nefni meðal annars Aron Björnsson lækni. Skipuleg endurhæfing hófst strax á gjörgæsludeildinni þar sem sjúkraþjálfarar kepptust við að halda mikilvægum vöðvum í virkri þjálfun. Slíkt hafði mikið að segja. Þegar ég kom síðan á Grensásdeild beindust hins vegar áherslurnar fyrst og fremst að því að búa mig undir daglegt líf á komandi tíð. Ég fékk til dæmis aðlögun að hjólastól- um og almennt gjörbreyttu lífi hjá teymi iðju- og sjúkraþjálfara sem Páll Ingvarsson stýrði. Það heil- brigðisstarfsfólk sem ég kynntist á möguleika. Í þeim sérútbúna hjóla- stól sem hann situr í hefur verið komið fyrir skynjurum sem gera honum tölvunotkun mögulega. Skynjari sem snertir höku virkar með sambærilegum hætti og tölvu- mús og þannig getur Tryggvi fært sig af einum takka lyklaborðsins yfir á annan. Gefur tölvunni skipanir með því að þrýsta á skynjara við hægri kinn og tekur þannig á móti tölvupósti, fylgist með fréttum á netinu og fleira. Þetta segir hann vera sér ómetanlegt. Líð hvergi kvalir Um komandi helgi verður á dag- skrá landssöfnun til stuðnings Mænuskaðastofnun Íslands, sem stofnuð er af mæðgunum Auði Guðjónsdóttur og Hrafnhildi G. Thoroddsen. Hápunkturinn verður söfnunarþáttur í opinni dagskrá Stöðvar 2 næstkomandi föstudags- kvöld. Verður þar sjónum beint að stöðu mænuskaðaðra í þjóðfélaginu og þeim leiðum sem færar eru til að gera fólki í þessari stöðu lífið léttara. „Því miður finn ég hvergi til í lík- amanum. Líð hvergi kvalir. Ég vildi hins vegar gjarnan að því væri öfugt farið. Minnsti sársauki væri merki um bata og að líf væri að færast í lamaðan líkamann og að ég væri að öðlast þrótt að nýju,“ segir Tryggvi og bætir við að lokum: „Bjartsýnin og vonin skipta öllu við þessar aðstæður. Ef ekki, þá ligg- ur leiðin niður á við. Lífsvilji og ákveðni sem mér er eðlislæg hafa haft ótrúlega mikið að segja í bar- áttu síðustu missera. Raunar svo að ella værum við ekki að tala saman – hér og nú.“ Ég heyrði þegar hálsliðurinn brotnaði  Tryggvi Ingólfsson hlaut alvarlegan mænuskaða í hestaslysi fyrir rúmum tveimur árum  Hann er lamaður frá hálsi  Sjónum er beint að stöðu mænuskaðaðra með landssöfnun ➤ Er 58 ára að aldri, Rangæing-ur, fæddur og uppalinn undir Eyjafjöllum. ➤ Hann býr á Hvolsvelli og erfimm barna faðir. ➤ Tvö ár eru síðan hann háls-brotnaði og lamaðist frá hálsi. TRYGGVI INGÓLFSSON a Tók að mér ým- is erfið verk- efni. Verkefnið sem ég glími við í dag er þó langerfiðast. a Því miður finn ég hvergi til í lík- amanum. Líð hvergi kval- ir. Ég vildi hins vegar gjarnan að því væri öfugt farið. Minnsti sársauki væri merki um bata og að líf væri að færast í lam- aðan líkamann. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur í bréfi til ráðgjafarfyrirtækisins Alsýnar lýst því yfir að verkefni þess um að skapa 50 ný störf í sveitarfé- laginu á 2 árum hafi engan veg- inn gengið eftir. Á fréttavefnum bb.is er greint frá því að samn- ingurinn við Alsýn hafi verið gerður í nóvember í fyrra. Þar er jafnframt haft eftir bæj- arstjóranum að föst mán- aðargreiðsla til Alsýnar sé 962 þúsund krónur fyrir utan virð- isaukaskatt og 80 þúsund að lág- marki í ferðakostnað fyrir utan virðisaukaskatt. ibs Sköpun nýrra starfa Gekk ekki eftir Óskar Hrafn Þorvaldsson hef- ur verið ráðinn fréttastjóri sameinaðrar fréttastofu Stöðvar 2 og visir.is. Frétta- stofurnar voru sameinaðar í gær. Steingrímur Sævarr Ólafsson hefur um leið hætt sem fréttastjóri Stöðvar 2. Óskar Hrafn hefur verið rit- stjóri Vísis í eitt ár en hann hefur meðal annars starfað hjá Fréttablaðinu, Sirkus og DV. Breytingunum er ætlað að efla fréttaþjónustu 365. þe 365 sameinar Ein fréttadeild Orkuveita Reykjavíkur samdi í gær við Jarðboranir um jarð- hitaboranir á Hengilssvæðinu. Um er að ræða stærsta samn- ing sinnar tegundar á Íslandi og stærsta útboð Orkuveit- unnar á jarðhitafram- kvæmdum til þessa. Alls verða boraðar 50 holur, 35 háhita- holur og 15 niðurrennsl- isholur. Jarðboranir buðu 13,4 millj- arða í verkið eða sem nemur 90% af kostnaðaráætlun sér- fræðinga OR. Boranir hefjast á næsta ári. þe Jarðboranir bora fyrir OR 50 holna verk Efnalaugin Björg Áratuga reynsla og þekking - í þína þágu .....alltaf í leiðinni Opið: mán-fim 8:00-18:00 • fös 8:00-19:00 • laugardaga 10:00-13:00 Á endurhæfingasviði Landspítalans við Grensás eru tvær legudeildir þar sem dvalið geta 18 til 24 og dagdeild fyrir milli 10 og 15 sjúklinga. Þar er sinnt sjúklingum með mænuskaða, heilaskaða, fjöláverka, þeim sem misst hafa útlim og þeim sem hafa nýja gerviliði. Auk þess er sinnt sjúklingum sem þurfa endurhæfingu eftir langvarandi veik- indi og sjúklingum með taugasjúkdóma, til dæmis eftir heilablóðfall. Þórdís Ingólfsdóttir er sviðsstjóri hjúkrunar á endurhæfingarsviði Landspítalans. Hún segir þverfaglegt teymi vinna að endurhæfingu sjúklinga. „Að því koma koma allar starfs- stéttir; læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, sjúkraþjálfar, iðju- þjálfar, félagsráðgjafar, sálfræðingar, prestar og svo framvegis. Síð- an fer þetta eftir þörfum hvers og eins,“ segir hún. Endurhæfingadeildin er öðruvísi en aðrar deildir að því leyti að hún er ekki bráðadeild. Auk þess að sinna endurhæfingu á Grensási hefur hún umsjón með allri endurhæfingu á Landspítalanum, utan geðsviðs. aak Þverfagleg teymisvinna unnin á Grensási Fer eftir þörfum sjúklingsins

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.