24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 17

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 17
24stundir MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 17 Þegar kemur að förðun fyrir haustið er ótalmargt vinsælt í snyrtivörum en Sigríður Þóra Ív- arsdóttir, förðunarmeistari hjá Snyrtiakademíunni, nefnir nátt- úrulegan ljóma í húðinni sem grunnatriði. Brúnir tónar dragi fram náttúrulegan lit húðarinnar en einnig verði augnblýantur mjög vinsæll í haust og þá settur breiður ofan á augnlokið. Rakasprey sem gefur húðinni ljóma og raka segir hún einnig nauðsynlegt en það er sett á andlitið eftir að búið er að farða og sér til þess að hann endist daglangt og verði vatnsheldur. Sólarpúður í flýti „Hafi maður lítinn tíma til að taka sig til áður en hlaupið er í vinnuna er mikilvægast að muna eftir hyljaranum. Setja síðan á sig smávegis maskara og kannski örlít- inn augnskugga, gloss og sól- arpúður sem er alveg nóg ef ekki er tími til að setja á sig farða. Síðan gerir mikið að setja örlítið af svört- um augnblýanti inn í augnhvarm- ana til að skerpa á augunum. Betra er að nota farða sem ver húðina fyrir mengun og öðru slíku í and- rúmsloftinu heldur en púður sem þurrkar gjarnan húðina. Einnig eru til léttari farðar með örlitlum lit sem jafna húðlitinn. Um kvöld- ið myndi maður síðan kannski að- eins skerpa og ramma inn augun. Setja kinnalit á eplin og skerpa var- irnar með varalitablýanti og dökku glossi,“ segir Sigríður Þóra. Vinsæl námskeið Sigríður Þóra segir það verða sí- vinsælla að konur á öllum aldri komi á förðunarnámskeið. Sauma- klúbbar og vinkvennahópar komi gjarnan saman og þá sé reynt að stíla inn á aðferðir sem henti hverj- um aldurshópi. maria@24stundir.is Náttúrulegum ljóma húðarinnar viðhaldið Sólarpúður og gloss í haust Getty Images Náttúrulegt Ljómi húðarinnar heldur ́ser með sólarpúðri og varirnar fá fallegan blæ með gloss í björtum lit, síðan má skerpa á augunum með augnblýanti. Sólarpúðrið segir Sigríður vera númer eitt, tvö og þrjú til að skyggja og draga fram kinnbein og halda við sólbrúnku sumars- ins í andlitinu. Þetta fallega sól- arpúður heitir Bronzer Powder Sun of India og er frá Lancôme. Sólarpúður nauðsynlegt Glossar verða vinsælastir í haust í björtum litum. Varaliturinn er frekar notaður þegar farið er út í eitthvað fínt og þá jafnvel vara- blýantur með. Þessir glossar í skemmtilegum litum heita Juicy Pop og eru frá Lancôme. Glossar í björtum litum Nauðsynlegt er að nota hyljara og reyna að velja hann í lit sem er aðeins ljósari en húðin. Sig- ríður Þóra segir að hyljarann skuli setja undir augun og með- fram nefinu. Með hyljara og sól- arpúðri fær húðin fallegan ljóma og má nota hyljara bæði undir og yfir farða. Hyljari í ljósari lit en húðin

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.