24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 27

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 27
24stundir MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 27 Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is Hver kannast ekki við orðatiltækið að berja einhvern eða eitthvað eins og harðfisk? Í box-tölvuleiknum Facebreaker fá menn alveg nýtt sjónhorn á þetta orðatiltæki því enginn kemst frá leiknum án þess að verða laminn sundur og saman. Þeir sem muna eftir hinum stór- góðu Ready to Rumble-boxleikjum ættu að vita að hverju þeir ganga hér. Skrautlegar teiknimynda- persónur beita öllum brögðum til að láta andstæðinga sína éta strig- ann og standa uppi sigri hrósandi. Spilun leiksins er ákaflega einföld. Menn geta komist í gegnum heilu bardagana með því einu að hamra á einum takka og því er hætt við því að bardagar leysist upp í tóma vit- leysu þar sem reynir meira á við- bragðsflýti leikmanna en kunnáttu eða hæfileika í tölvuleikjum. Facebreaker þjáist af þeim galla að bjóða upp á alveg einstaklega leiðinlega einstaklingsspilun. Leik- menn hafa að litlu að keppa en það er þó plús að eftir því sem leikmenn spila lengur opnast fyrir nýjar per- sónur, búninga og hnefaleikahringi, óháð því hvort fólk sigrar í bardög- um sínum eður ei. Þar sem Facebreaker stendur sig vel er í fjölspiluninni. Leikurinn státar af Photo Game Face-kerfinu sem gerir leikmönnum kleift að setja sjálfa sig, vini eða fræga fólkið inn í leikinn og það getur skapað býsna skemmtilega bardaga. Facebreaker verður seint talinn meistaraverk tölvuleikjaiðnaðarins. Leikurinn er álíka djúpur og vað- laug og spilunin býður upp á það að fólk geti tapað sér í drepleið- inlegri takkabarsmíð. En í fjölspilun skín skemmtanagildi leiksins í gegn enda er það bara hollt fyrir vin- skapinn að berja stafrænan tvífara besta vinar síns í blóðuga klessu sem ekki einu sinni móðir getur borið kennsl á. Nú veit maður hvernig harðfisknum líður Brotið andlit Facebreaker skartar kannski barnalegu út- liti en börn hafa ekki gott af að horfa á svona barsmíðar. TVÍFARINN Hann er kannski ekki lærður doktor þó að hann sé afar sér- fróður í ferli Rolling Stones en glöggur lesandi benti okkur hins- vegar á að Ásgeir Tómasson hjá Rás 2 getur verið nauðalíkur sjónvarpssálanum Dr. Phil McGraw. Vonandi hefur Ásgeir fundið lykilinn að lífshamingjunni eins og Dr. Phil sem deilir honum með áhorfendum án allrar sjálfs- elsku … og fyrir fúlgu af pen- ingum. Við hvetjum lesendur til þess að senda okkur tvífaraábendingar á netfangið 24@24stundir.is. Við veljum þær bestu og birtum. Dr. Ásgeir McGraw í Steinafræðum hjá RÚV Grafík: 63% Ending: 61% Spilun: 73% Hljóð: 50% Facebreaker PS3, Xbox 360. Bannaður |12+ NIÐURSTAÐA: 62% Kvikmyndin Brúðguminn verð- ur framlag Íslands til forvals Ósk- arsverðlaunanna sem fram fara í byrjun næsta árs í Bandaríkjunum. Meðlimir Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, sem eru um eitt þúsund talsins, kusu í raf- rænni kosningu milli eftirfarandi mynda: Skrapp út, Stóra planið, Brúðguminn, Heiðin, Sveitabrúð- kaup og The Amazing Truth about Queen Raquela, sem reyndar var ekki gjaldgeng, þar sem frumsýn- ingu hennar var frestað fram yfir mánaðamót. Hún mun því líklega verða gjaldgeng að ári liðnu. Eigum ágætis möguleika Björn B. Björnsson, formaður Íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar, segir Brúðgumann vel til þess fallinn að standa sig vel í forvalinu. „Miðað við mörg önnur framlög Íslands til forvalsins, tel ég Brúð- gumann standa ágætlega að vígi. Þetta er góð grunnsaga, jákvæð og skemmtileg, með litríkum per- sónum, hvar íslenska sumarið nýt- ur sín vel með söng og gleði. En auðvitað eru það fleiri en við Ís- lendingar sem getum gert góðar kvikmyndir og því mikil vinna fram undan,“ segir Björn og bætir við að nú fari í gang undirbúnings- vinna framleiðanda. „Nú fer í hönd tími sem fram- leiðendur fara í mikla kosninga- baráttu og pólitík, enda miklir hagsmunir í húfi. Að fá tilnefningu til Óskarsins er stórmál, enda ein- ungis fimm myndir sem tilnefndar eru utan Bandaríkjanna. Því hljóta framleiðendur að leggja allt í söl- urnar.“ traustis@24stundir.is Brúðguminn framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna Mikil kosningabarátta framundan FALLEGIR JAKKAR Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Opið mánud.-föstud. 10-18 Opið laugard. í Bæjarlind 10-15 Haustkvöld VI LA í Smáralind Fimmtudagskvöldið 18. september n.k. frá kl: 18:00 - 21:00 bjóðum við V I L A þér og vinkonum þínum í Haustkvöld V I L A ! Búðin er full af FLOTTUM HAUSTVÖRUM og boðið verður upp á LÉTTAR VEITINGAR auk þess sem förðunarfræðingar verða á staðnum og viðskiptavinum er boðið upp á FRÍA FÖÐRUN. Opið til kl: 21:00 Allir sem versla fyrir 10.000 kr. eða meira á haustkvöldinu fá 2 bíómiða

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.