24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 18

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is Verslanir eru nú fullar af nýjum vörum og skór og yfirhafnir nokkuð áberandi fyrir haustið. Í einum graut „Hjá okkur er til mikið af alls konar pelsum t.d. með hettu og stuttir. Líka leðurjakkar með hettu og mittisjakkar. Á haustin verður eftirspurnin eftir yfirhöfn- um og skóm meiri. Í skónum eru leðurstígvél með frekar háum hæl vinsælust eða rúskinnsstígvél sem ná upp fyrir hné og eru flatbotna, en þau hafa verið mjög vinsæl. Annars er erfitt að lýsa hausttísk- unni í nokkrum orðum þar sem hún er svo blönduð í einum graut. Hún er rómantísk með blúndum en um leið dálítið „got- h“með leðurjökkum í bland við „60s“ með pelsum og blómakjól- um sem hafa verið vinsælir hjá okkur upp á síðkastið. Fólk er í öllu í einu og sama dressinu og enginn þarf að hafa áhyggjur af því að vera ekki í tísku heldur eiga allir bara að njóta sín,“ segir Ása Ottesen verslunarstjóri hjá Gyllta kettinum. Kvenleg og þægileg „Í haustlínunni hjá Vero Moda eru kápur bæði í litum og svartar og gráar og eins leðurjakkar og kápur. Peysurnar eru þykkar og stórar úr bómull, ull og silki með stórum tölum og kaðlaprjóni. Að neðan eru það útvíðar gallabuxur, leggings og niðurmjóar buxur. Líka mikið af kjólum sem er hægt að vera í við buxur hversdags og breyta síðan yfir í kvöldklæðnað. Litirnir eru mest grár, svartur, kremað, grænt, kóngablár og mikið í fjólubláu sem ég myndi segja að væri ríkjandi litur. Í fylgi- hlutum er mest um stóra trefla, hettur, húfur og töskur í öllum stærðum og gerðum. Ég myndi lýsa hausttískunni sem þægilegri, fal- legri, kvenlegri og spennandi. Lín- an er svo breið að þú getur jafnt fengið víðan og þægilegan fatnað og aðsniðinn og kvenlegan,“ seg- ir Díana Bjarnadóttir stílisti. Strákalegt en þó kvenlegt „Fjölbreytni einkennir haustið hjá okkur en í versl- uninni má finna fimm mis- munandi þemu. Brit Revi- val er t.d. ný lína hjá okkur en í henni eru köflótt föt undir breskum áhrifum sem nota má með fínni silkiblússum. Þessi lína er dálítið strákaleg en um leið kvenleg og ríkjandi litir eru dökkblár, rauður og grár. Í öðrum línum má nefna rokk- araboli við galla- buxur og köflóttar kápur, stutta jakka og þykkar peysur sem má nota yfir boli, skyrtur og sat- ínkjóla. Pífu- skyrtur og blússur verða áberandi í haust og köfl- óttar næl- onsokkabuxur og uppháir, köflóttir hné- sokkar sem eru flottir yfir sokkabuxur. Fylgihlutirnir eru mest stórar töskur í brúnu og svörtu og skart í svörtu og silfruðu,“ segir Inga Dóra Hall- dórsdóttir versl- unarstjóri Warehouse verslananna. Getty Images Allt leyfilegt í hausttískunni Þegar hausta tekur er kominn tími til að klæða sig dálítið betur og setja sumarfötin inn í skáp. Það er um að gera að nota árstíðaskiptin til að kaupa sér eitthvað nýtt og vera tilbúinn í vetur- inn. Töff Kvenleg tíska en pönkuð um leið. Fjólublár Fallegur lit- ur sem heldur velli. Rúmgóðar Stórar töskur í öllum litum. Vel skóuð Há rúskinnsstígvél verða vinsæl. Kvenleg, pönkuð og rómantísk Vinsælir Blóma- kjólar rjúka út fyrir haustið. Áberandi Blússur og pífuskyrtur. LÍFRÆNIR SAFAR Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum landsins Við höfum sett saman pakka sem inniheldur grenningarnudd með cellulite - jurtaolíum, líkamsvafning og extra flabelos. Þú mætir 5 sinnum og árangurinn er engu líkur. Brennir fitu Hægir á öldrun Grennir Minnkar appelsínuhúð Mótar vöðva Eykur sveiganleika Örvar blóðrás Eykur beinþéttni Dregur úr æðahnútum Dregur úr verkjum í mjóbaki Þessi meðferð virkar Við notum eingöngu bestu grenningartæki sem til eru í heiminum í dag. 10 mín, = 1 klst. í ræktinni TILBOÐ 24.900 kr. hringið núna í síma 577 7007 Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.