24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 20

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 20
Eftir Einar Jónsson einarj@24stundir.is Það eru spennandi tímar framund- an í þróun rafmagns- og tengil- tvinnbíla að mati Teits Þorkelsson- ar, framkvæmdastjóra Framtíðar- orku. Teitur telur að fjöldaframleiðsla slíkra bíla hefði margvíslegan ávinning í för með sér og Ísland gæti jafnvel orðið nær óháð erlendum orkugjöfum. „Mið- að við núverandi verðlag á bensíni og rafmagni er rafmagnið um fjór- um sinnum ódýrara. Rafmagnið er innlend orka sem þýðir að maður flytur inn minna af eldsneyti.“ Sameinar kosti hvorra tveggja Teitur sér fram á að framboð á slíkum bílum eigi eftir að aukast til muna á næstu þremur til fimm ár- um. „Ég myndi segja að 2010-2012 verði ágætis framboð á hreinum rafmagnsbílum sem fara kannski 150-200 km á hleðslu. Það er frá- bær kostur sem annar bíll á heim- ili,“ segir Teitur og bendir jafn- framt á tengil-tvinnbíla sem sameini kosti bensínbíla og raf- magnsbíla. „Á tengil-tvinnbíl get- urðu keyrt fyrstu 40-60 km án þess að nota bensín. Ég held að um 90% Íslendinga keyri ekki meira en 40 km á dag að jafnaði. Ef þú ert með tengil-tvinnbíl sem getur keyrt fyrstu 50 km á rafmagninu áður en þú ferð að nota bensín þýðir það að um 90% af tímanum keyrirðu að- eins á rafmagni. Samt geturðu farið lengri vegalengdir af því að bensín- mótorinn er líka til staðar.“ Rafhlöðurnar betri Teitur segir að hingað til hafi helsta vandamálið við rafmagnsbíla verið að rafhlöðurnar séu lengi að hlaða sig og að bílarnir komist ekki langt á hverri hleðslu. „Núna eru rafhlöðurnar að verða miklu léttari og kraftmeiri og þannig úr garði gerðar að þú getur hlaðið þær miklu hraðar.“ Rafmagnssamgöngur verða í brennidepli á ráðstefnunni Driving Sustainability sem fram fer í Reykjavík fimmtudag og föstudag. Þar koma saman fulltrúar bíla- framleiðenda, orkufyrirtækja, al- þjóðlegra fyrirtækja og stofnana. Dagskrá og nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.driving.is. Hröð þróun Teitur Þorkelsson spáir hröðum framförum í þróun rafmagnsbíla á næstu árum. Spáir hraðri þróun rafmagnssamgangna á næstu árum Rafmagnsbílar fýsilegri kostur Fjöldaframleiðsla raf- magns- og tengil-tvinn- bíla hefði margvíslegan ávinning í för með sér fyrir neytendur. Jafn- framt yrði landið ekki eins háð erlendri orku. ➤ Meðal fyrirlesara eru hátt-settir stjórnendur Toyota, Ford og Mitsubishi. ➤ Bill Dubé, framleiðandi kraft-mesta rafmagnsmótorhjóls í heimi, flytur einnig erindi. ➤ Ýmiss konar rafmagnsfar-artæki svo sem bílar og mót- orhjól verða til sýnis og reynsluaksturs á ráðstefn- unni. RÁÐSTEFNAN Ódýrara Rafmagn er mun ódýrari og umhverfisvænni orkugjafi á Íslandi en jarð- efnaeldsneyti. Óháð Ísland yrði ekki eins háð erlendum orku- gjöfum með auknu fram- boði á rafmagnsbílum. 20 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir Hækkandi bensínverð fær marga neytendur til að endurskoða bíl- notkun heimilisins, draga úr henni eða losa sig jafnvel alfarið við bens- ínhákinn. Það er því ef til vill við hæfi að í kvöld kl. 20 heldur Félag áhuga- manna um bíllausan lífsstíl stofn- fund sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Samtökin eru þverpólitískt félag fólks sem hefur það sameiginlega áhugamál að gera bíllausan lífsstíl að vænlegri kost en nú er. Mark- mið félagsins er að stuðla að fjöl- breyttari samgöngum og berjast fyrir því að jafnræðis sé gætt milli ólíkra samgöngukosta. Stofnfundur félagsins er á dag- skrá Samgönguviku í Reykjavík sem hófst í gær. Í lok vikunnar verða borgarbúar hvattir til að skilja bílinn eftir heima og nýta sér aðra samgöngukosti. Fjölmargt annað er á dagskrá vikunnar sem má nálgast í heild sinni á vef Reykjavíkurborgar, www.rvk.is. einarj@24stundir.is Samgönguvika í Reykjavík Bíllaus lífsstíll Það er ekki vitlaust að huga að jólagjöfum fyrir vini og fjölskyldu nú á haustmánuðum. Með því gefst meiri tími til að leita að réttu gjöfinni fyrir hvern og einn og bera saman verð og gæði á ólíkum stöð- um. Sumum finnst gaman að gefa heimagerðar jólagjafir og þá getur líka verið gott að gera ráðstafanir tímanlega. Stærsti kosturinn við að ljúka jólagjafainnkaupunum snemma er að þá verður álagið og streitan minni þegar nær dregur jólum og maður getur notið aðventunnar betur en ella. einarj@24stundir.is Jólagjafakaup í september Þegar minnst er á rafmagnsbíla sjá margir fyrir sér kraftlitla smá- bíla sem komist vart götuna á enda áður en rafhlaðan gefur sig. Sú ímynd er að breytast að sögn Teits Þorkelssonar hjá Framtíð- arorku. „Á þessu ári hafa komið fram bílar eins og Tesla. Það er bíll sem er settur til höfuðs sportbílum á borð við Ferrari og Lamborghini. Hann er innan við fjórar sek- úndur í hundrað og kemst um 350 km á hleðslunni,“ segir Teit- ur. „Tesla var einnig settur til höfuðs þessum fordómum sem fólk hefur gagnvart rafmagns- bílum að þetta séu kraftlausir dótabílar,“ bætir hann við. Teitur bendir á að ökutæki sem ganga fyrir rafmagni séu yfirleitt fljót að ná hraða. „Það eru sjaldn- ast gírar tengdir rafmótorunum þannig að maður þarf ekkert að skipta upp. Maður gefur bara í og er strax kominn með fullan kraft. Þeir eru mjög snarpir og fljótir upp.“ ej Breytt ímynd Sportbíllinn Tesla á sinn þátt í að breyta ímynd rafmagnsbíla. Engir leikfangabílar 24 stundir/AFP Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra hefur skipað nefnd til að kanna stöðu fjármálalæsis á Íslandi. Nefndinni er ætlað að meta þörf á aðgerðum til að bæta þekk- ingu almennings á vörum og þjón- ustu fjármálafyrirtækja og gera til- lögur um aðgerðir. Nefndinni er ætlað að skila viðskiptaráðherra skýslu fyrir árslok. Rannsóknir á vegum OECD sýna að fjármálalæsi er almennt slæmt á meðal neytenda en þó sérstaklega hjá þeim sem eru með litla menntun og lágar tekjur. Enn fremur sýna rannsóknir að neytendur telji sig vita meira um fjármál en þeir í raun gera. ej Kannar stöðu fjármálalæsis LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Miðað við núverandi verðlag á bensíni og raf- magni er rafmagnið um fjórum sinnum ódýr- ara. Rafmagnið er innlend orka og það þýðir að maður flytur inn minna af eldsneyti. Neytendaráð neytendur

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.