24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 21

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 21
24stundir MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 21 Verslunareigendum ber skylda til að verðmerkja allar vörur samkvæmt lögum. Þetta á jafnt við inni í verslunum sem í búðargluggum.Verðmerking á að vera vel sýnileg og ekki má fara á milli mála til hvaða vöru hún vísar. Oft getur verið erfitt að átta sig á hagkvæmustu kaupunum þar sem úrval af vörum er mikið og pakkningar misstórar. Til að auðvelda þér að bera saman verð hafa því verið settar reglur sem skylda verslunareigendur til að gefa upp mæli- einingarverð vöru, auk söluverðs. Notaðu rétt þinn. Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • www.neytendastofa.is P R [p je er r] Neytendastofa Það er ekki skemmtileg lífsreynsla að koma að húsinu sínu eða bílnum eftir að innbrotsþjófar hafa látið þar greipar sópa. Fólk getur þó gripið til ýmissa ráða til að draga úr hættu á að brotist verði inn á heim- ili þess. Lokað og læst Mikilvægt er að ganga tryggilega frá öllum gluggum og hurðum. Mörg dæmi eru um að innbrotsþjófar gangi inn um ólæstar dyr á mannlausu húsi. Villa á sér heimildir Innbrotsþjófar villa oft á sér heimildir, lát- ast til dæmis vera iðnaðarmenn til að blekkja nágranna og vegfarendur. Einnig er algengt að þeir athugi hvort hús séu mannlaus með því að hringja bjöllu og segjast síðan hafa farið húsavillt þegar einhver kemur til dyra. Samstarf nágranna Ef menn bregða sér af bæ í lengri tíma er gott að láta líta út fyrir að einhver sé heima, til dæmis með því að fá nágranna eða vini til að leggja bíl í stæði, fjarlægja póst og kveikja ljós. Ekki ætti fólk að skilja eftir skilaboð á símsvara um að það sé fjarverandi því að þannig býður það hættunni heim. Vel á verði Árvekni nágranna getur einnig skipt sköp- um til að koma í veg fyrir innbrot eða upp- lýsa það. Þannig geta allar upplýsingar um grunsamlegar mannaferðir komið að gagni, jafnvel þó að fólk telji þær lítilfjörlegar. Betra er að hringja í lögreglu en að láta það vera ef grunsemdir vakna. Þjófavarnakerfi Öryggisfyrirtæki bjóða upp á þjófavarna- kerfi fyrir heimili sem eru beintengd stjórn- stöð. Merki um að slíkt kerfi sé í húsinu fælir innbrotsþjófa frá. Ekki verðmæti í bílnum Fólk ætti aldrei að skilja verðmæti eftir í bílum sínum, jafnvel þó að það bregði sér aðeins frá í örstutta stund. Ef það neyðist til að geyma þau í bílnum ætti það að koma þeim fyrir þar sem ekki er hægt að koma auga á þau. einarj@24stundir.is Hægt er að draga úr hættunni á innbrotum Varnir gegn óboðnum gestum Óboðinn gestur Draga má úr hættu á inn- brotum á ýmsan hátt. Engin matvöruverslun var með allar vörur rétt merktar í nýlegri könnun á verðmerkingum sem Neytendastofa gerði í Borgarnesi og á Akranesi. Farið var í sex matvöruverslanir á svæðinu og valdar 25 vörur af handahófi í hverri verslun. Kannað var hvort þær væru verðmerktar og hvort verðmerking í hillu væri í sam- ræmi við verð við kassa. Alls voru skoðaðar 150 vörur og voru verð- merkingar á 11% þeirra í ólagi. Jafnframt voru verðmerkingar kannaðar í bakaríum og 20 sér- vöruverslunum, bæði inni í versl- ununum og í sýningargluggum. Aðeins ein verslun var með allt rétt verðmerkt. ej Engin með allar vörur réttar Það er full ástæða fyrir neytendur til að fylgjast vel með hvort sam- ræmi sé milli hilluverðs og kassa- verðs þegar innkaup eru gerð. Mörg dæmi eru um að vara reyn- ist dýrari við kassa en verðmiði í hillu sagði til um. Sérstaklega ættu neytendur að athuga hvort tilboðsverð skili sér ekki örugg- lega alla leið á kassann. Það getur því borgað sig að fara vel yfir inn- kaupastrimil og kvittanir að loknum innkaupum og gera at- hugasemdir strax ef eitthvað er ekki eins og það á að vera. ej Samræmi verðs og merkinga Níu af hverjum tíu Íslendingum (91%) segjast flokka sorp til end- urvinnslu samkvæmt nýrri könn- un sem Capacent gerði fyrir Úr- vinnslusjóð. Nær 19% segjast gera það alltaf og um 37% oft. Hlutfall þeirra sem flokka sorp til endurvinnslu hefur hækkað frá síðustu mælingu árið 2006 þegar um 84% sögðust flokka sorp. Könnunin var kynnt í tilefni af endurvinnsluviku sem stendur yfir þessa dagana. ej Flestir flokka

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.