24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 22

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir Eftir Ragnhildi Sigurðardóttur rs@24stundir.is Árið 1998 lagði Samband sveitarfé- laga til að farið yrði í aðgerð gegn einelti í skólum. Þorlákur H. Helgason var einn þeirra sem settu aðgerðina af stað og gerði í kjölfar- ið víðtæka úttekt á hinum ýmsu áætlunum sem gerðar höfðu verið erlendis til að reyna að stemma stigu við einelti í skólum. „Ég komst að því að norska ráðuneytið hafði boðið öllum grunnskólum í Noregi að vera þátttakendur í ein- eltisáætlun sem kennd er við norska prófessorinn Dan Olweus,“ segir Þorlákur. Hann kom því svo við að Dan Olweus var boðið að koma til Ís- lands og hélt hann hér námskeið fyrir skólastjórnendur. Í kjölfarið var aðferðafræði hans beitt í nokkrum grunnskólum og ráðist í aðgerðir gegn einelti. „Meginmarkmið Olweus-verk- efnisins er að skapa þannig aðstæð- ur í skólum að einelti eigi sér ekki stað,“ segir Þorlákur. „Þetta byggist að stærstum hluta á því að virkja hina fullorðnu og auka meðvitund þeirra.“ Hann segir það skólans að mynda fé- lagskerfi og styrkja bekkjarsam- kennd á þann hátt að umhverfið bjóði ekki upp á einelti. „Þar sem Olweus-áætluninni er fylgt eru til að mynda reglulega haldnir bekkj- arfundir sem eru hluti af stunda- skrá,“ heldur hann áfram og segir fundina vera trúnaðarfundi barnanna sem eigi að efla sam- kennd þeirra. „Börnin eiga líka að geta talað við hina fullorðnu,“ Hann segist þannig leitast við að skapa umhverfi í skólunum þar sem krakkarnir búi við öryggi. „Börnin eiga að geta talað við hina fullorðnu,“ bætir hann við. Hann segir kerfið hafa farið gegnum alls konar rannsóknarsíur bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Það kom í ljós að af öllum þeim kerfum sem voru í gangi bar Ol- weus-kerfið bestan árangur. Rann- sóknir hafa einnig sýnt að í þeim skólum sem ekki hafa eineltisáætl- un vanmeti starfsfólkið gjarnan eineltið og börnin bera þá harm sinn í hljóði. „Þegar grunur vaknar um einelti erum við til dæmis með það sem ég kalla stundum lyfseðil af því hvern- ig við tökum á því,“ segir Þorlákur. Þetta kerfi miðar þó ekki síður að því að hjálpa gerendunum og innprenta þeim ábyrgðartilfinn- ingu. „Rannsóknir sýna einnig að þeir sem eru gerendur í eineltis- málum eru líklegri til að leiðast út á hálar brautir í lífinu, jafnvel afbrot. Þannig teygja áhrif þessa kerfis sig út í samfélagið eftir að skólagöngu barnanna er lokið.“ Einnig er mikilvægt að heimilin séu meðvituð um Olweus-kerfið. „Mjög mikilvægt er að traust og virðing ríki milli foreldra og barna en traust og virðing er einmitt það sem Olweus-kerfið byggir á.“ Einelti Þorlákur H. Helgason gerði úttekt á hinum ýmsu áætlunum til að stemma stigu við einelti í skólum. Norsk aðferðafræði sem stemmir stigu við einelti Olweus-kerfið gegn einelti Einelti er alvarlegt vanda- mál. Einelti í æsku veldur vanlíðan þess sem því sætir og sálrænum vandamálum sem geta fylgt fólki fram á fullorð- insár eða jafnvel alla ævi. ➤ Margir grunnskólar á höf-uðborgarsvæðinu hafa tekið upp kerfi sem miðar að því að eyða einelti. ➤ Kerfið byggir á því að virkjahina fullorðnu og gera þá meðvitaða um þau fé- lagsmunstur sem myndast milli barnanna. ➤ Ennfremur miðar það að þvíað skapa öruggt umhverfi fyrir börnin þar sem þau geta treyst hinum fullorðnu og hvert öðru. TRAUST OG VIRÐING Morgunverðurinn er mikilvæg- asta máltíð dagsins. Þess vegna er afar nauðsynlegt að börn fái góðan morgunverð áður en þau fara í skólann. Allur morgunverður er betri en enginn. Hins vegar er gott að hafa í huga að sykurlaus matur er heppi- legri í upphafi dags. Þá er einnig mikilvægt að breyta til, ekki bjóða alltaf upp á það sama. Best er að bjóða upp á fjöl- breytni og hafa á morgunverðar- borðinu trefjar (brauð og morgun- korn), prótín (kjötálegg, baunir eða hnetur), ávexti og grænmeti og mjólk, ost eða jógúrt. Mörgum finnst gott að fá sér spælt eða hrært egg á morgnana með ristuðu brauði. Aðrir vilja bara morgunkorn með mjólk á meðan enn aðrir kjósa jógúrt með ávöxtum eða hnetum, jafnvel skyr- drykk. Allt er þetta fínn morgun- verður og góð byrjun á deginum. Um helgar er síðan ágætt að fá sér heita beyglu, vöfflur eða pönnukökur með berjum eða ann- að fínirí. Fjölskyldan ætti að gefa sér tíma til að setjast saman við morgun- verðarborðið því þá er líklegra að allir fái eitthvað gott í magann. Gott að bjóða upp á fjölbreyttan morgunmat Morgunverðurinn mikilvægur Góður morgunverður Börn þurfa að borða vel á morgnana áður en þau fara í skólann. Flest börn eru hrifin af dýrum og óska þess að hafa hund eða kött á heimilinu. Mörg hver gera sér þó ekki grein fyrir að dýrin eru ekki leikfang sem hægt er að stjórna. Mjög áríðandi er að kenna börn- um strax á unga aldri að umgang- ast dýrin. Börn sjá dýr í teiknimyndum og rugla stundum því sem þau sjá við raunveruleikann. Ef hundur bítur barn er það oftast vegna þess að barnið hefur ofboðið dýr- inu. Börn eiga ekki að klappa dýrum þegar þau sofa, eru að borða eða drekka eða þegar þau eru í mikl- um leikhasar. Þetta ætti að vera auðvelt að kenna börnunum og forðast þannig að dýrið glefsi frá sér. Þá ætti einnig að segja börnum að klappa ekki ókunnugum dýr- um, hundum eða köttum. Ef barnið langar að klappa t.d. hundi úti á götu er rétt að fá leyfi hundeigandans og vera hjá barninu meðan það fær að klappa. Um leið er hægt að kenna því hvernig á að strjúka dýrinu og að fólk eigi að vera gott við dýrin. Börn eru hrifin af dýrum Gott er að kenna þeim strax að umgangast þau. Börn og gæludýr Börn með sterka sjálfsmynd eiga auðveldara með að tengjast öðr- um einstaklingum. Þau eru jafnan sjálfsöruggari og með jákvæðara viðhorf en þau sem hafa lágt sjálfsmat og það hjálpar þeim að ná markmiðum sínum og njóta velgengni. Sjálfsmynd barns mótast frá fyrsta degi og það er að stærstum hluta í höndum foreldranna að veita því sterka sjálfsímynd sem veganesti út í lífið. Hrós er mjög mikilvægt öllum börnum. Hrósið hvetur þau áfram og stuðlar þannig að þroska þeirra og sjálfstæði. Ef barnið hefur brotið af sér á að átelja það fyrir hina slæmu hegð- un en gæta þarf þess að rakka það ekki niður sem manneskju. Að sýna börnum sínum ástúð er sennilega það mikilvægasta sem foreldrar gefa. Líkamleg snerting og faðmlög eru mjög mikilvægur þáttur þess að sýna barni vænt- umþykju. Sum börn þurfa að taka inn lyf á skólatíma sem þau eru leið yfir. Gott er að ræða við skólahjúkr- unarfræðing um það hvernig heppilegast sé að standa að lyfja- gjöf í skóla þannig að það henti barninu. Börn líta gjarnan mjög upp til móður sinnar og þannig á það að vera. Góðar mæður gerast vinir barna sinna en ekki „yfirmenn“. Ræddu við barnið um það sem á daga þess hefur drifið og taktu þátt í áhugamálum þess. Börn hafa gaman af leynd- armálum og því er stundum snið- ugt að hvísla í eyru þeirra og gefa góð ráð í leiðinni. Það eru einmitt ráðin sem börnin muna alltaf – vegna þess að þau voru spennandi. Sjálfsmynd barna LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Meginmarkmið Olweus-verkefnisins er að skapa þannig aðstæður í skól- um að einelti eigi sér ekki stað. S K R Á N I N G S T E N D U R Y F I R www.myndlistaskolinn.is teikning leir málun fjölbreytt námskeið fyrir börn og fullorðna vatnslitun sími 551-1990 litaskynjun uppeldi

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.