24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 30

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 30
Eftir Trausta S. Kristjánsson traustis@24stundir.is „Við skulum segja að það séu æði skiptar skoðanir um ágæti og framlags skólameistara til skemmt- analífs hér í skólanum,“ segir Brynjólfur Óli Árnason, formaður Nemendafélags Menntaskólans á Ísafirði, en umræddur skólameist- ari, Jón Reynir Sigurvinsson, hefur slegið af hina árlegu óvissuferð skólans í forvarnarskyni. Málar skrattann á vegginn „Við fengum nú sérstök verðlaun frá rútubílstjóranum í fyrra, fyrir góða framkomu og umgengni. Auðvitað eru alltaf einhver skemmd epli sem eyðileggja fyrir okkur hin- um, en það má ekki einungis ein- blína á það slæma. Og í fyrra var þetta nú ekki svo rosalega svaka- legt,“ segir Brynjólfur, en til stóð að um 150 nemendur færu út á Reykjanes að skemmta sér, þar sem væntanlega hefði verið haft áfengi um hönd. En geta nemendur ekki pantað sér rútu án afskipta skóla- yfirvalda? „Jú, og það er vilji fyrir því innan hópsins. Róttækra aðgerða er þörf, og hugmyndir eru uppi um að svo- kölluð Jötnastjórn taki sig til og skipuleggi skemmtanir ef skóla- yfirvöld geta ekki staðið fyrir þeim. Busunin í ár var ansi væmin, til dæmis. Leikir, söngur og grill- pulsur! Ég spyr bara hvað sé næst? Ætla þeir að taka af okkur Skrallið?“ Forvarnir formerki skólans „Þessi svokallaða óvissuferð hefur aldrei gengið almennilega upp,“ segir Jón Reynir Sig- urvinsson, skólameistari MÍ. „Stór hluti nema fer í þessa ferð undir þeim formerkjum að detta í það, en allar samkomur sem skól- inn stendur fyrir eiga auðvitað að vera áfengislausar. Ef það gengur ekki upp sem skyldi ber okkur að leita leiða til þess að sporna við þeirri þróun og það er það sem felst í þessum aðgerðum.“ Að- spurður hvort ekki væri betra að slíkar ferðir væru á vegum skól- ans, með fullu eftirliti, í stað þess að nemar færu á eigin vegum, svaraði Jón Reynir: „Við getum ekki stöðvað nemana að fara sjálf- ir, en þeir fá ekki mína undirskrift sem ábyrgðarmaður. Við höfum okkar forvarnarskyldum að gegna og getum ekki haldið slíkar fyll- iríssamkomur í okkar nafni.“ Skemmtanalíf ísfirskra menntskælinga í uppnámi Skólameistarinn bannar fyllirí Nemendur Mennta- skólans á Ísafirði eru ekki sáttir við skólameist- arann sem hefur slegið af óvissuferð nemenda- félagsins. Þeir hyggjast fara á eigin vegum Skólameistarinn Vill ekkert rugl á nem- endum sínum. Vímulaus æska Mennta- skólinn á Ísafirði þar sem kaup- staðarlykt af nemum er illa liðin. 30 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir „Ég er með ofnæmi gagnvart „sýningum“ þar sem ákveðnir listamenn eru teknir fyrir. Þessar uppákomur ríða yfir á hverju ári og þær eru sumar svo slæmar að fólk þarf að vera útúrdrukkið til að njóta þeirra. Með fullri virð- ingu fyrir Siggu Beinteins þá er það pjúra klám að níðast á Tínu.“ Jenný Anna Baldursdóttir jenfo.blog.is/blog „Hafði nokkuð gaman af því að það voru Íslendingar sem stofn- uðu hópinn „Fans of fans“ á Fa- cebook. Ég var því ekki lengi að skrá mig í hópinn, en ég hef und- anfarin ár selt ótrúlega mikið af viftum. Spurning um að bjóða áhugamönnum um viftur sérstök afsláttarkjör af viftum.“ Tómas Hafliðason www.potturinn.com „Eitt finnst mér fyndið. Sama fólkið og seldi áður Herbalife, Nu-skin, pýramídabréf, viðbótar- lífeyrissparnað, líftryggingar og fasteignir hjá Remax er núna far- ið að vinna sem svokallaðir sparnaðarráðgjafar. Án gríns! Þekki nokkur dæmi, án þess að ég vilji nefna nöfn.“ Andrés Jónsson andres.eyjan.is BLOGGARINN HEYRST HEFUR … Harpa Einarsdóttir fatahönnuður undirbýr nú flutning til Bandaríkjanna þar sem hún mun hanna útlit stafrænna rokkara fyrir tölvuleikinn Rock Band, sem er einskonar áframhald af Guitar Hero tölvuleiknum nema með fleiri hljóðfærum. Hún flyst til Boston innan skamms þar sem hún vinnur fyrir fyrirtækið MTV Games við að gera svipaða hluti og hún gerði fyrir EVE Online leikinn. bös Magni Ásgeirsson er greinilega mikill aðdáandi söngvarans Vilhjálms Vilhjálmssonar þótt hann komi ekki fram á minningartónleikunum þrennum um hann í Laugardalshöll. Þess í stað hefur pilt- urinn sett útgáfu sveitar sinnar Á móti sól af laginu Lítill drengur á bloggsíðu sína. Jónsi syngur lagið á tónleikunum ásamt Jóhanni Vilhjálmssyni, syni Vil- hjálms er lagið var samið um. bös Það eru ekki allir er óttast kreppuna. Hallgrímur Helgason rithöfundur segist á Facebook síðu sinni fá fiðring í magann yfir efnahagsniðurtúrnum. Svipað og þegar pabbi hans keyrði niður brekk- urnar á Volvo-bíl sínum. Hann bætir svo við að hann elski kreppuna. Sögusagnir herma að hann skrifi nýju bókina sína samtímis bæði á íslensku og ensku. bös Í ljósi breytinga hjá RÚV og brotthvarfs Elínar Hirst sem frétta- stjóra Sjónvarpsins rifjast upp saga þegar sviptingar áttu sér stað í Efstaleitinu fyrir rúmum þremur árum. Ungur blaðamaður frá DV að nafni Helgi Seljan fékk það hlutverk að reyna fiska fréttir um Auðun Georg Ólafsson og mót- þróa innanhúss gegn ráðningu hans sem fréttastjóra Útvarps hjá RÚV. Helgi Seljan vissi af lokuðum fundi starfsmanna þar sem átti að ræða málin og viðbrögð við ráðn- ingunni. „Mér var hleypt inn af frétta- stjóranum bakdyramegin og ég skreið undir borð og á bak við eitt- hvert skilrúm,“ segir Helgi. „Ég var á staðnum allan fundinn og náði að taka allt upp. Svo fannst ég um leið og fundinum lauk. Þá kom einhver og settist við borðið sem ég var undir. Það varð allt brjálað. Það var sagt við mig að ég hlyti að vinna á DV því engum öðrum myndi detta þetta í hug!“ Auðunn Georg afþakkaði svo stöðuna nokkrum klukkustundum eftir þennan umrædda fund. Þar af leiðandi var umræðuefni hans ekki lengur fréttnæmt. „Þetta var eini sénsinn fyrir okk- ur að gera eitthvað, því blaðið kom náttúrlega ekkert út fyrr en daginn eftir á meðan sjónvarpsmiðlarnir segja frá hlutum strax. En ég hefði ekki viljað lenda upp á kant við Brodda Broddason. Sem betur fer var það ekki hann sem fann mig,“ segir Helgi sem lítur eflaust undir borð uppi í Efstaleiti í dag, áður en fundir Kastljóssins hefjast. biggi@24stundir.is Helgi Seljan var mikill rannsóknarblaðamaður Hljóðritaði fund, falinn undir borði Helgi Seljan Hefur alltaf verið æstur í að vera fyrstur með fréttirnar. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 8 3 9 2 5 1 4 6 1 4 6 3 8 7 5 9 2 2 5 9 4 1 6 7 8 3 8 7 1 5 3 2 9 6 4 9 3 5 8 6 4 2 1 7 4 6 2 1 7 9 8 3 5 6 9 4 7 5 1 3 2 8 5 2 8 6 9 3 4 7 1 3 1 7 2 4 8 6 5 9 Á skiltinu stóð „50% af regnhlífum!“ a Það eru takmörk fyrir því hvað ég get lagt á þessar viðkvæmu sálir sem vinna á fréttastofunni. Páll, kom Auðun Georg ekkert til greina sem yfirfréttastjóri? Páll Magnússon útvarpsstjóri tilkynnti í gærmorgun að Óðinn Jónsson yrði yfirmaður sameinaðrar fréttastofu RÚV. Auðun Georg Ólafsson var fréttastjóri í einn dag ár- ið 2005, þann 1. apríl. FÓLK 24@24stundir.is fréttir BRIDS SKÓLINN - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Byrjendur ... 22. september ... tíu mánudagar frá 20-23 Framhald ... 24. september ... tíu miðvikudagar frá 20-23 - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - • Bridsskólinn hefur starfað í rúm 30 ár og býður jafnaðar- lega upp á námskeið fyrir byrjendur og fjölbreytt fram- haldsnámskeið fyrir þá sem vilja auka kunnáttuna. • Hvert námskeið stendur yfir í 10 kvöld, einu sinni í viku, þrjár klukkustundir í senn. • Hægt er að mæta stakur, í pari eða í hóp. • Námskeið skólans eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. • Mörg stéttarfélög styrkja þátttöku félagsmanna sinna. • Sjá ennfremur á Netinu undir bridge.is/fræðsla. - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - - Uppl. og innritun í síma 564-4247 frá 13-18 daglega. ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.