24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 9

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 9
24stundir MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 9 Nýtt og fullkomið eftirlits- myndavélakerfi var í gær tekið í notkun í Sundlaug Kópa- vogs. Eftirlitskerfið er hið besta sem völ er á og hið eina sinnar tegundar hér á landi. Kerfið nemur hreyfingarleysi líkama á sundlaugarbotni. Slík kerfi hafa gefið mjög góða raun erlendis og orðið mörg- um til bjargar sem af ein- hverjum ástæðum hafa sokkið til botns og ekki getað bjargað sjálfum sér. Myndavélarnar eru undir vatnsborði og tengdar við tölvur sem gera viðvart með hljóðmerki liggi maður hreyfingarlaus á botn- inum í 15 sekúndur. þe Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti í gær tillögu VG um óháða úttekt á kynbundnum launamun hjá Reykjavík- urborg. Í greinargerð með tillögunni segir að á dögunum hafi verið staðfest að kynbundinn launa- munur hjá SFR hefði aukist um 3% á einu ári og væri nú 17%. Kynbundinn launamunur hef- ur aukist meira hjá opinberum aðilum en á almennum vinnu- markaði og vildi VG að Reykja- víkurborg sem atvinnurekandi léti fara fram launakönnun hið fyrsta sem varpaði ljósi á stöðu starfsfólks borgarinnar. þe Forseti Úganda, Yoweri K. Museveni, og frú Janet Muse- veni komu í dag í opinbera heimsókn til Íslands. Með þeim í för eru utanríkis- ráðherra landsins, þingmenn og embættismenn. Markmið heimsóknarinnar er að kynna sér nýtingu jarðhita á Íslandi, þróun sjávarútvegs, menntun í upplýsingatækni og beitingu hennar í þágu opinberrar stjórnsýslu. Heimsóknin er einnig mikilvægur áfangi í auknum tengslum Íslands við Afríku. Heimsókninni lýkur á föstudag. þe Sundlaug Kópavogs Eftirlitskerfi tekið í notkun Launamunur kynjanna Óháð úttekt hjá borginni Forseti Úganda Í opinberri heimsókn hér Ný sókn í neytendamálum Kæru landsmenn, Þegar ný ríkisstjórn tók við völdum fyrir rúmu ári síðan einsettum við okkur að byggja upp öflugt ráðuneyti neytendamála innan viðskiptaráðu- neytisins. Umfangsmikil vinna í neytendamálum á sér nú stað á vegum okkar og fyrr á árinu gáfum við út skýrsluna Ný sókn í neytendamálum, staða neytenda á Íslandi. Nú er komið að næsta kafla í neytendasókn okkar með opinni fundaröð um málaflokkinn um land allt. Hvað brennur á ykkur? Hvaða áherslur hefur hver og einn í þessum málum? Við köllum eftir viðhorfum ykkar allra á opnum fundum með ýmsum góðum gestum um land allt. Þriðjudaginn 9. september hefst fundaröðin og stendur hún í tvær vikur. Fundirnir eru öllum opnir og almenningur hvattur til að mæta á fundina, kynna sér stefnumótun stjórnvalda í neytenda- málum, viðhorf sérstakra gesta á fundunum og eiga samræður um neytendamál við stjórnvöld og góða gesti. Taktu þátt í nýrri sókn í neytenda- málum. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra Viðskiptaráðuneytið Aukin neytendavernd - allra hagur Reykjanesbæ, miðvikudaginn 10. september kl. 20:00 Fundarstaður: Flughótel, Hafnargötu, Keflavík Fundarstjóri: Guðmundur Finnsson, framkvæmdastjóri, Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður Drífa Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur Selfossi, þriðjudaginn 9. september kl. 20:00 Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður Ásta S. Helgadóttir, framkvæmdastjóri Ráðgjafastofu um fjármál heimilanna Fundarstaður: Tryggvaskáli Fundarstjóri: Elín Björg Jónsdóttir, formaður FOSS, Félags opinberra starfsmanna á Suðurlandi Akranesi, fimmtudaginn 11. september kl. 20:00 Akureyri, þriðjudaginn 16. september kl. 20:00 Egilsstaðir, miðvikudaginn 17. september kl. 20:00 Höfn í Hornafirði, fimmtudaginn 18. september kl. 20:00 Ísafirði, mánudaginn 22. september kl. 20:00 Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Jón Magnússon, alþingismaður Guðbjartur Hannesson, alþingismaður Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Brynhildur Pétursdóttir, starfsmaður Neytendasamtakanna Einar Már Sigurðarson, alþingismaður Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Ruth Magnúsdóttir, kennari Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Ólöf Nordal, alþingismaður Ræðumenn: Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Sigurður Pétursson, sagnfræðingur Elsa Arnardóttir, framkvæmdastjóri Fjölmenningarseturs Fundarstaður: Skrúðgarðurinn, Skólabraut Fundarstjóri: Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Fundarstaður: Hótel KEA Fundarstjóri: Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar Iðju Fundarstaður: Hótel Hérað Fundarstjóri: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls starfsgreina- félags Fundarstaður: Pakkhúsið við höfnina Fundarstjóri: Sverrir Albertsson, Framkvæmdastjóri Afls starfsgreinafélags Fundarstaður: Hótel Ísafjörður Fundarstjóri: Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga Fyrirhugaðir fundir í Vestmannaeyjum, Grundarfirði og á höfuðborgarsvæðinu verða auglýstir síðar. Lokið Lokið Lokið Lokið

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.