24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 32

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 32
24stundir ? Um daginn fattaði ég skemmtilegastaðreynd fyrir tilstilli sænskrar popp-sveitar frá diskóárunum. Staðreyndin ersú að gæðin sigra alltaf að lokum.Þótt Abba hafi verið gríðarlega vinsælhljómsveit á sínum tíma var hljóm-sveitin líka fyrirlitin af stórum hópi fólksenda nátengd viðbjóðslegri tísku sem hét diskó. Og Abba var óvinur þeirra sem ekki vildu diskó, með sínar fallegu popp- melódíur, stóru hljómsveitarútsetningar og auðvitað allt glimmerið. Flestir sáu Abba sem toppinn á tímabundinni tísku og flokkuðu sveitina sem hvert annað poppband sem lítið myndi skilja eftir sig. Abba var meira að segja svo fyrirlitin að þeir sem ekkert voru að spá í hvort pönk eða diskó væri málið tóku frekar afstöðu gegn Abba – svo hallærisleg þótti sveitin með sína glaðlegu glamúrtónlist. En þetta var auðvitað bara spurning um tísku. Abba var fyrst og fremst fyrirlitin fyrir ímyndina en í því pælir enginn lengur. En það virðist alltaf taka okkur nokkur ár að horfa framhjá aukaatrið- unum og hlusta á aðalatriðin sem í þessu tilfelli er tónlistin. Burtséð frá allri ímynd stendur eftir gæðapopptónlist sem meira að segja hörðustu pönkarar þátíðarinnar við- urkenna flestir fúslega í dag að sé snilld. Axlapúðar, glimmer og glansgallar skipta ekki lengur máli heldur er það hin tíma- lausa tónlist sem stendur eftir óhögguð. Þetta er eitthvað sem við mættum hug- leiða meira í hinu daglega lífi því snilld er snilld – hvort sem hún klædd í þröng- ar eða víðar buxur. Hvað getum við lært af Abba? Ágúst Bogason lærði lexíu fyrir tilstilli Abba YFIR STRIKIÐ Skiptir ímynd öllu máli? 24 LÍFIÐ Hópur þekktra og óþekktra kven- kyns trúbadora ætla að leika fyrir gesti á Café Rósenberg annað kvöld. Trúbatrixur spila á Café Rósenberg »26 Sjónvarpsmaðurinn knái rifjar upp skemmtilega sögu úr fortíð sinni sem rannsóknar- blaðamaður DV. Helgi Seljan faldi sig undir borði »30 Gagnrýnandi blaðsins segir leikinn Facebreaker alls ekki vera fyrir börn, þrátt fyrir barna- legt útlit hans. Slagsmálaleikurinn Facebreaker fær 62% »27 ● Safn örstuttra frásagna „Vinjetta er ör- stutt frásögn þar sem höfundurinn reynir að opna huga lesandans að heilli skáldsögu,“ segir Ármann Reynisson en hann gaf nýverið út áttundu vinjettubókina sína. „Nú gaf ég einnig út Vestnorrænar Vinjettur sem ég hef skrifað frá Ís- landi, Grænlandi og Færeyjum. Og hver saga er á fjórum tungum; ís- lensku, færeysku, dönsku og græn- lensku. Og það er í fyrsta sinn sem þessi tungumál koma saman sem bókmenntatexti í einni bók.“ ● Tímaskekkja „Það að setja ein- stakling á stall með þessum hætti tilheyrir öðrum tíma,“ segir Svan- dís Svavarsdóttir borgarfulltrúi um þá samþykkt meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur að reisa styttu af Tóm- asi Guðmundssyni. Svandís segir að þessi hugmynd gæti einungis komið frá íhaldsmanni. „Þetta að steypa upp einn karl og setja hann upp á stöpul er tímaskekkja en það eru nú margir sjálfstæðismenn einnig.“ Ritstjórn Sími: 510 3700 ritstjorn@24stundir.is Auglýsingar Sími: 510 3700 auglysingar@24stundir.is Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við Tryggðu þína framtíð Hjá Allianz sparar þú í evrum Viðbótarlífeyrissparnaður - tryggir þína framtíð Allianz Ísland hf. | 595 3300 | allianz@allianz.is | allianz.is | BYR er eigandi Allianz á Íslandi ÓSTÖÐUGLEIKI STÖÐUGLEIKI Ó !· 11 20 3 ● Afmæli „Þetta eru eiginlega út- gáfutónleikar. Þó að það séu nokkr- ir mánuðir síðan diskurinn kom út þá höfum við ekki haft alvöru út- gáfutónleika,“ segir leikkonan Margrét Sverr- isdóttir en hún og félagar henni í tríóinu Túpílakar halda síðbúna útgáfu- og afmælistónleika á Café Rósenberg næstkomandi laug- ardagskvöld. Tónlist Túpílakana gælir léttilega við spaugilegu hliðar lífsins en Margrét segir að tríóið bregði þó stundum út af vananum. „Við dettum í annað svona annað slagið.“

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.