24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 4

24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@24stundir.is Stoðir, sem áður hét FL Group, til- kynnti í gær að gengið hefði verið frá sölu á 34,8 prósenta hlut félagsins í Northern Travel Holding (NTH). Kaupandinn er Fons, fjárfestingafélag í meirihlutaeigu Pálma Haraldssonar. Samhliða sölunni fór fram uppgjör á seljendaláni upp á fjórtán milljarða króna sem FL Group, sem þá var al- menningshlutafélag, veitti þegar fé- lagið seldi Sterling til NTH á 20 mill- ljarða í desember 2006. Stoðir vilja ekki gefa upp söluverðið á hlutnum né hversu mikið af láninu var greitt til baka. Þegar lánið var veitt var NTH nýstofnað félag í eigu FL Group, Fons og Sunds. Síðast þegar verðmæti lánsins og hlutar félagsins í NTH í bókum Stoða/FL Group var gefið upp um síðustu áramót var það 15,3 milljarðar króna. Aðkoma íslenskra fjárfesta að danska flugfélaginu Sterling hófst á vormánuðum 2005 þegar Fons keypti félagið á um fimm milljarða. Það var síðan sameinað Maersk og selt FL Group nokkrum mánuðum síðar á tæpa fimmtán milljarða. FL Group seldi síðan NTH félagið um ári síðar á 20 milljarða. Það er nú aftur komið að fullu í hendurnar á Fons. Tölu- verður samdráttur hefur átt sér stað hjá Sterling á þessu ári. Þannig var til- kynnt að félagið muni hætta alveg eða að hluta við 24 áætlannaflugferða sinna frá og með október og fram til mars á næsta ári. Þá greindu danskir fjölmiðlar frá því í byrjun ágúst að 135 starfsmönnum félagsins hefði verið sagt upp störfum og fyrr í þess- um mánuði gerðu samkeppnisyfir- völd í Danmörku húsleit hjá Sterling. Markar ákveðin tímamót Júlíus Þorfinnsson, forstöðumaður samskiptasviðs Stoða, segir félagið ekki vilja gefa upp endurmat sitt á eignarhlutnum né á seljendaláninu. Hann segir söluna á NTH marka tímamót hjá félaginu. „Með þessari sölu erum við að selja okkar síðustu eign í flugrekstri, sem var þungamiðj- an í rekstri FL Group á sínum tíma. Það var ákveðið fyrir nokkru að draga félagið út úr öllum flugrekstri og við erum að ljúka þeim kafla núna.“ Stoðir/FL Group selja 34,8 prósenta hlut sinn í Northern Travel Holding til Fons á ótilgreindu verði Söluverð og endurmat á láni ekki gefið upp ➤ Innan Northern Travel Hold-ing eru flugfélögin Sterling, Iceland Express, Aestrus og ferðaskrifstofan Hekla Travel. ➤ Sænska ferðaskrifstofan Tic-ket var seld frá NTH til Fons í ágúst. NTH Lækka flugið Stoðir hafa dregið sig út úr flugrekstri. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Framleiðsla álversins í Straumsvík mun aukast um 40 þúsund tonn á ári vegna fyrirhugaðrar stækkunar álversins. Framkvæmdirnar, sem gert er ráð fyrir að hefjist á næsta ári, verða innan byggingarreits samkvæmt deiliskipulagi. „Stækka á aðveitustöðina þar sem rafmagnið kemur inn í austur og norður auk þess sem einhverjar breytingar verða gerðar milli ker- skála. Áhugaverðast fyrir okkur er endurnýjun þurrhreinsibúnaðar- ins,“ segir Gísli Ó. Valdimarsson, formaður skipulags- og bygging- arráðs Hafnarfjarðar sem fjallaði um erindi Alcan um stækkunina í síðustu viku. Í stað 30 m hárra strompa verða settir strompar sem eru 41 m að hæð. „Við lítum svo á að útblást- urinn minnki og það er fagnaðar- efni,“ segir Gísli. Fyrirtækinu til skammar Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, segir stækkunina staðfesta það sem samtökin hafi áður bent á. „Forstjóri Alcan, Rannveig Rist, sagði fjórum dög- um fyrir kosningarnar í mars í fyrra að mögulega væru örfá ár eftir í rekstrinum. Þetta var sagt til þess að hræða starfsmenn og Hafnfirðinga til þess að fá þá til að samþykkja stækkun. Nokkru áð- ur, eða í janúar, sagði Rannveig að álverið í Straumsvík myndi lifa lengur en álver af svipaðri stærð vegna sérhæfðrar framleiðslu. Í aðdraganda kosninganna var skipt um baráttuaðferð. Stækkun- in nú staðfestir að henni var ekki alvara með því sem hún sagði rétt fyrir kosningarnar. Þetta var í raun hótun sem er fyrirtækinu til skammar,“ segir Pétur sem tekur það fram að í raun ætti fyrirtækið að kynna bæjarbúum breyting- arnar. „Auðvitað eru menn ekki í að- stöðu til þess að fetta fingur út í að menn auki framleiðsluna að öðru leyti en því að fyrirtækið fékk skilaboð í lýðræðislegum kosn- ingum um að íbúarnir vildu ekki þessa stækkun sem stóð til,“ bætir hann við. Löglegt en siðlaust Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, segir að með fyrirhugaðri stækkun, sem hún kall- ar löglegan en siðlausan gjörning, sé verið að fara á svig við það sem meirihluti bæjarbúa sagði um málið. Hún bendir jafnframt á áskorun sem barst frá landeigendum við Þjórsá nokkrum dögum fyrir kosningarnar í fyrra. „Þeir skoruðu á Hafnfirðinga að hugsa ekki bara um sig, heldur líka um hvaða náttúruperlur færu í súginn ef álverið yrði stækkað. Fólk var líka að kjósa um náttúruvernd. Stækkun kallar á meiri orku og að náttúruperlum verði sökkt.“ Framleiðslan eykst um 40 þúsund tonn  Álverið í Straumsvík stækkað á næsta ári  Hótun um lokun fyrirtækinu til skammar, segir talsmaður Sólar  Löglegur en siðlaus gjörningur, að sögn varaþingmanns VG Í álverinu Endurnýja á þurrhreinsibúnað og stækka strompa. ➤ Þann 31. mars í fyrra sögðuHafnfirðingar nei við deili- skipslagstillögu um stækkun álversins í Straumsvík. ➤ Samkvæmt tillögunni vargert ráð fyrir möguleika á 460 þúsunda tonna framleiðslu í stað 180 þúsunda. STÆKKUN ÁLVERSINS Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað um 25 prósent frá því í júlí þegar það náði hæstu hæðum. Þá var tonnið á 3.300 dollara, rúmlega 300 þúsund krónur, en í gær var áltonnið komið niður í 2.500 doll- ara, rétt um 227 þúsund krónur. Söluverð á raforku til álvera hér á landi sveiflast með gengi dollars og verði á áli. Guðni A. Jóhannesson orku- málastjóri segir skarpa lækkun á álverðinu hafa komið nokkuð á óvart. Erfitt sé þó að meta hvernig verðþróunin verður. „Lækkun síð- ustu daga er augljóslega nokkuð tengd skjálfta á hlutabréfamörkuð- um og lækkun á olíuverði. Það er erfitt að segja til um hvernig verðþróunin verður en hlutir geta verið fljótir að breytast,“ segir Guðni. Í samningum Landsvirkjunar og Alcoa vegna raforkusölu til álvers á Reyðarfirði er ráð fyrir því gert að ásættanleg arðsemi sé fyrir hendi ef álverðið er 1.550 dollarar á tonnið, 141 þúsund rúmlega að núvirði. magnush@24stundir.is Heimsmarkaðsverð á áli hefur lækkað um 25 prósent frá því í júlí Heimsmarkaðsverð fellur Álver Álverð hefur fallið hratt að undanförnu. ÞRÓUN ÁLVERÐS 3300 3200 3100 3000 2900 2800 2700 2600 2500 16. maí 16. sept. Verð á áltonni í USD, sumarmánuði 2008 15. júní 15. júlí 14. ágúst Þrjátíu og þrír sóttu um starf forstjóra Sjúkratrygg- ingastofnunar. Sex tóku um- sóknir sínar aftur. Sautján karlar og tíu konur sækjast eftir starfinu. Forstjórastaðan var auglýst laus til umsóknar í vor og sumar. Umsókn- arfrestur rann út 15. sept- ember en skipað verður í stöð- una frá 1. október. Heilbrigðisráðherra skipar forstjóra Sjúkratrygg- ingastofnunar til fimm ára, að fenginni tillögu stjórnar stofn- unarinnar. þe Sjúkratryggingastofnun 33 sóttu um starf forstjóra Sigurður G. Guðjónsson fær ekki að verja Jón Ólafsson í máli ákæruvaldsins á hendur honum vegna meintra skatta- lagabrota. Kröfu þess efnis var hafnað öðru sinni í Héraðs- dómi í gær en niðurstaðan verður kærð til Hæstaréttar líkt og hún var í fyrra skiptið. Jón er ákærður ásamt þremur öðrum fyrir að hafa svikið um 360 milljónir króna undan skatti. þsj Mál Jóns Ólafssonar Sigurður má ekki verja Fréttastofa Útvarps, Fréttastofa Sjónvarps og íþróttadeild Ríkisút- varpsins hafa verið sameinaðar í eina, Fréttastofu RÚV. Fréttastjóri á sameinaðri frétta- stofu verður Óðinn Jónsson og varafréttastjórar þau Broddi Broddason, Ingólfur Bjarni Sigfús- son, Margrét Marteinsdóttir og Sigríður Hagalín Björnsdóttir. Um áttatíu manns starfa á Fréttastofu RÚV eftir samein- inguna en undir fréttadeildina heyra svæðisstöðvar og ritstjórn ruv.is. Í fréttatilkynningu sem Ríkisút- varpið sendi frá sér í gær segir að markmiðið sé að efla og bæta fréttaþjónustu RÚV. Þá segir Páll Magnússon út- varpsstjóri að stóran hluta daglegr- ar fréttavinnslu megi hæglega sam- nýta fyrir alla miðlana. Hagræðinguna sem í því felist megi meðal annars nýta til að auka sér- hæfingu, efla fréttaskýringar og leita nýrra leiða til að miðla frétt- um. fifa@24stundir.is Fréttastofur Ríkisútvarpsins sameinaðar Fréttamenn undir einum RÚV hatti

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.