24 stundir - 17.09.2008, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 24stundir
reyna það. „Við ætlum að reyna að
fylgja í fótspor þeirra og misþyrma
pungnum í söngnum. Ég veit ekki
alveg hvernig það fer.“
Allir taka þátt
Söfnunarþátturinn verður send-
ur út á föstudagskvöldið á Stöð 2,
útsending hefst klukkan 19.55, en
margar skærustu stjörnur landsins
munu koma að þættinum.
„Við blöndum saman alvöru og
gleði í þessari útsendingu. Öll
helstu tónlistaratriði landsins munu
koma þarna fram í mismunandi
búningi, stjórnmálamenn gera sig
að fífli í þágu góðs málefnis,
íþróttafólk gengur fram af sér. Þetta
verður bara skemmtilegt,“ segir
Simmi að lokum. viggo@24sstundir.is
„Við fengum fyrst það verkefni
að semja leiðinlegasta lag í heimi
og hugmyndin var að spila það
þangað til við næðum vissu marki í
söfnuninni,“ segir Sigmar Vil-
hjálmsson en hann og Jóhannes
Ásbjörnsson munu taka þátt í
söfnunarþættinum Mænan er ráð-
gáta sem mun safna fé fyrir Mænu-
skaðastofnun Íslands.
Simmi og Jói, eins og þeir eru
líklega betur þekktir, hafa samið
fyrrnefnt lag og munu flytja það
með stuðningi karlakórsins Fjalla-
bræðra í þættinum. „Þetta þróaðist
út í það að verða bara ágætis lag,
með tilkomu Fjallabræðra.“
Erfitt að semja lélegt lag
Margir hafa reynt í gegnum tíð-
ina, án árangurs, að semja hið full-
komna lag. Simmi segir að það sé
ekki síður erfitt að reyna að semja
heimsins versta lag. „Það að semja
viljandi leiðinlegasta lag í heimi er
sennilega það erfiðasta sem þú ger-
ir. Við áttum ekki nógu auðvelt
með það þannig að við bjuggum til
lag sem getur með tímanum orðið
mest pirrandi lag í heimi.“
Lagið hefur fengið nafnið Hver
króna skiptir máli og Simmi bætir
við að titill lagsins sé í raun helm-
ingur alls textans sem sunginn er í
laginu. „Textinn er nákvæmlega
tvær setningar, síendurteknar.“
Aðspurður hvort Simmi og Jói
muni syngja með pungnum líkt og
Fjallabræður segjast gera, segir
Simmi að þeir muni vissulega
Simmi, Jói og Fjallabræður safna fé fyrir Mænuskaðastofnun Íslands
Góður strákur Sigmar hefur ásamt Jóhannesi Ásbjörnssyni samið lagið Hver króna
skiptir máli til styrktar Mænuskaðastofnun Íslands. Lagið verður frumflutt á föstudaginn.
Gátu ekki samið heimsins versta lag
Fimmtudaginn 18. september
klukkan 18-22, verður all sérstætt
tónlistarkvöld á Café Rósenberg,
því þá munu aðeins kvenkyns tón-
listarmenn, svokallaðar tónlist-
arkonur, halda uppi stuðinu.
Meðal þeirra sem koma fram
eru Ellen Kristjánsdóttir, Elíza, El-
ín Ey, Heiða Dóra, Mysterious
Marta, Sigga Eyþórs og Myrra Rós,
en hún skipuleggur þetta kvenna-
kvöld.
Kósýheit og pönnukökur
„Við vorum nokkrar saman að
spila á Melodica Acoustic Festival,
þar sem ég kynntist fullt af stelpum
sem ég hafði aldrei hitt áður. Þá
datt mér í hug að halda svona
stelpukvöld, þar sem þær kæmu og
spiluðu lögin sín,“ segir Myrra Rós.
Boðið verður upp á pönnukök-
ur í tilefni dagsins, og reynt að búa
til notalega stemningu á hinum
nýja og endurbætta Café Rósen-
berg. „Þetta er ekki endilega ein-
hvert Ǵirl Poweŕ kvöld, en þetta er
kannski sú sena sem er ekki mjög
sýnileg, sem fær að spreyta sig,“
segir Myrra, sem vonast til að end-
urtaka leikinn um miðjan október
og áfram í vetur. tsk
Trúbatrixur á Café Rósenberg
FÓLK
24@24stundir.is a
Það að semja viljandi leiðinlegasta lag í heimi er sennilega
það erfiðasta sem þú gerir. Við áttum ekki nógu auðvelt
með það þannig að við bjuggum til lag sem getur með tímanum
orðið mest pirrandi lag í heimi.
Aðþrengdur Afsakið að ég er til!
GJÖRIÐ SVO VEL AÐ KEYRA HINU-
MEGIN VIÐ HÚSIÐ OG GANGIÐ ÞAR
INN UM AÐALDYRNAR
FYRIR T ÍMA BÍLALÚGUNNAR
Fjármála-
ráðgjöf
ÞÉR MYNDI VEGNA BETUR ÁN HANS.
Bizzaró
Herra getur þú hugsað þér
að fá þér bita af heitu,
óþekkjanlegu, og slepjulegu
gumsi sem þú veist ekkert
hvað er frá manneskju sem
þú þekkir ekki neitt.
MYNDASÖGUR
Kærustuparið Lindsay Lohan og Samantha Ron-
son getur ekki dulið andstyggð sína á varafor-
setaefni repúblikana, Söruh Palin, og blogga um
hana á sameiginlegu bloggi á MySpace. Þar lýsa
þær henni sem þröngsýnni athyglissjúkri konu
fullri af fordómum gagnvart samkynhneigðum.
„Við gætum ekki verið meira fylgjandi því að sjá
konu í þessari stöðu, en á endanum snýst þetta
bara um persónuna og skoðanir hennar, en ekki
kyn,“ skrifa þær. „Er það synd að vera samkyn-
hneigður? Ætti það að vera synd að vera gagnkyn-
hneigður? Eða að nota getnaðarvarnir? Eða jafnvel
að eiga barn utan hjónabands?“ bös
Lindsay fílar ekki Söruh Palin
Feim-Lene Bjerre • Bæjarlind 6 • Kóp.
Sími 534 7470 • Vefverslun www.feim.is
Opið virka daga kl. 10-18,
laugardaga kl. 10-16.
Nýkomið
mikið úrval af
handklæðum
og baðmottum
NÝKOMIÐ - NÝKOMIÐ - NÝKOMIÐ
Á SAMA FRÁBÆRA VERÐINU!
Teg.4327 - mjög glæsilegur í BC skálum
á kr. 2.950,- buxur í stíl á kr.1.450,-
Skeifan 11d • 108 Reykjavík • sími 517 6460
www.belladonna.is
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Stærðir 42-56
Nýjar
vörur
frá
Peysur, buxur,
bolir og jakkar
poppmenning
24stundir/Ásdís