24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 12

24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Björg Eva Erlendsdóttir Magnús Halldórsson Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. „Ég hef alltaf verið mjög stolt af því að vera Íslendingur, en akkúrat núna væri heppilegra að vera frá einhverju öðru landi,“ sagði Margrét Óskarsdóttir sem var að hefja nám í Bandaríkjunum. Í janúar leit út fyrir að námið kostaði hana 800 þúsund fyrir árið. Nú er ljóst að upphæðin er nær því að vera ein og hálf milljón. Skólagjöldin hækka gríðarlega. Sá sem hugði til dæmis á eins árs meist- aranám í Harvard í Bandaríkjunum sá fram á að greiða fyrir það rúmar tvær milljónir í janúar. Nú er upphæðin rúmar 3,6 milljónir. Sesselja Gunnarsdóttir er í meistaraprófsnámi í Danmörku. Húsaleigan hjá henni hefur hækkað um tæpar 32 þúsund krónur vegna gengisins á einu ári. Þeir námsmenn sem hins vegar kjósa að nema hérna heima eru líka í vandræðum. Þeir greiða hærra bensínverð, matarverð, lánin af íbúðunum hækka og leiga á Stúdentagörðum. Þannig eru sögur almennings. Erlendu lánin á íbúðunum, verðtryggðu innlendu lánin og bílalánin hækka langt umfram það sem reiknað var með. Sólveig Anna Þorvaldsdóttir, ein þriggja tannlækna sem opna stofu þessa dagana, segir að það hefði hún líklegast ekki gert hefði hún vitað að efnahagsástandið þróaðist svona. En hún verði að vera bjartsýn. Bjartsýni. Ríkisstjórnin lofar að tilkynna fljótlega um aðgerðir til að auka fjármagn á fjármálamörkuðum. Það sagði Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, í viðtali við viðskiptamiðilinn Bloom- berg í gær. Geir H. Haarde forsætisráðherra og Davíð Odds- son seðlabankastjóri lofuðu því að fólk þyrfti ekki að óttast um innstæður sínar í bönkunum. Viðskiptaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, sagði það fjarri lagi að það stefndi í eldsneytisskort í land- inu. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra lofaði að svo yrði ekki. Þjóðin bíður eftir aðgerðum sem stöðva þá ógn sem steðjar að sparifé hennar, aðgerðum sem minnka greiðslubyrði lána og stöðva síhækkandi vöruverð. Yfirvofandi gjaldþrot bankanna, lausafjárþurrð og svimandi skuldatryggingarálag. Því verður bjargað, er það ekki? Innistæða er fyrir loforðunum, er það ekki? Traust Ég vildi mjög gjarnan geta orðað þetta öðruvísi en þetta er engu að síður niðurstaða sem ég held að enginn skyn- samur maður geti í raun mótmælt. Geir H. Haarde er nauðugur einn kostur: honum ber að lýsa því yf- ir að Ísland hafi ákveðið að ganga í Evrópusam- bandið og taka upp evruna. Þetta mun að vísu einungis hafa tak- mörkuð áhrif á núverandi vanda en engu að síður skapa sóknar- möguleika og bæta stöðu okkar gagnvart evrópska seðlabank- anum. Umfram allt myndi upp- taka evrunnar tryggja stöðugleika þegar fram í sækir. Árni Snævarr arni.eyjan.is BLOGGARINN Í ESB strax Menn hafa kvartað undan að- gerðaleysi ríkisvaldsins, sem að miklu leyti er ósanngjörn gagn- rýni, þar hefur ýmislegt verið að- hafst í þessum efnum. Árang- urinn hefur hins vegar ekki verið eins og vonast hefur verið til, en það er ekki vegna þess að menn hafi ekki reynt eins og kostur er. Eftir situr að það hefur ekki hrokkið til og nú er allt komið í hin megn- ustu óefni. Það hefur verið orð- rómur um að mikilla tíðinda sé að vænta á þeim nótum í dag. Kannski. Vonandi. Stefnuræða forsætisráðherra gaf hins vegar ekkert þess háttar til kynna … Andrés Magnússon andresm.eyjan.is Ósanngjarnt [K]annski verður ekkert eftir af bílasjóðnum mínum eftir helgina og kannski verður ekki til neinn gjaldeyrir til að ég geti keypt bensín næsta sumar. Í gær keypti ég hjól, ég bað dóttur mína að fara á útsöluna í Markinu og hún keypti handa mér rautt fallegt hjól sem stendur nú í stofunni hjá mér eins og djásn og tákn um nýja tíma á Íslandi og tákn um hvað er að gerast akkúrat núna. Hjólið kostaði 26.320 kr. íslensk- ar og er þriggja gíra af gerðinni Bronco Windsor. Þetta er sem sagt plan B ef bankakerfið klikkar um helgina og allt hrynur. Salvör Gissurardóttir salvor.blog.is Keypti hjól Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@24stundir.is Sjaldan hafa jafn margir logið jafn miklu að almenningi á jafn stuttum tíma og gerst hefur nú á dögum upplausnar og öngþveitis í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar. Helstu stjórnmála- og fjármálamenn samfélagsins buðu fólk- inu í landinu upp á þvætting um að bankarnir stæðu prýðilega og að ráðherrar spjölluðu oft við bankastjóra á fundum á laugardagskvöldum. Skömmu síðar sprakk lygablaðran og engu varð lengur trúað. Upp rifjast frasar eins og Botninum er náð, full samstaða ríkir, mjúk lending í efnahagslífinu, fjárhagsstaðan er sterk og innviðirnir eru traustir. Lygileg var líka yfirlýsing eig- enda Glitnis, sem fyrr í vikunni lýstu sjálfa sig fórn- arlömb „stærsta bankaráns Íslandssögunnar“. Á tveim- ur sólarhringum snarsnerist afstaða eigendanna til bankaránsins mikla og telja þeir nú brýnt að bæði stór- ir og smáir hluthafar í Glitni samþykki tilboð ríkisins. Ofan á allt saman fagnar stjórnarformaðurinn yfirlýs- ingum forsætisráðherra og seðlabankastjóra (bank- aræningjanna) um stuðning við íslenska sparifjáreig- endur. Er nema von að fólk spyrji hvað sé að gerast? Sem þó er til einskis ef svörin einkennast af hroka og hleypidómum, vankunnáttu í samskiptum og vanvirð- ingu við þá sem spyrja. Samt neitar því enginn að þjóð- in eigi rétt á bestu tiltæku upplýsingum um stað- reyndir sem hægt er að gefa hverju sinni. Önnur eins styggð og kom að ráðherrum íslensku þjóðarinnar þeg- ar þeir hröðuðu sér í öruggt skjól undan blaðamönn- um eftir ríkisstjórnarfund í gær hefur ekki sést lengi. Viðskipta- og heilbrigðisráðherra voru einir til viðtals, en forsætisráðherra og fleiri ráðherrar ræddu við fjöl- miðla þegar á daginn leið. Skortur á samstöðu í vikunni „Það sem er aðalatriðið nú er að við öll erum, ís- lenska þjóðin, á sama báti,“ sagði Guðlaugur Þór Þórð- arson, heilbrigðisráðherra, og viðurkenndi að áralagið hefði ekki verið upp á það besta í vikunni. „Það má al- veg færa rök fyrir því að menn ekki verið alveg meðvit- aðir um að sameiginlega hagsmuni. En ef við ætlum að takast á innbyrðis, mun enginn hagnast á því.“ Guð- laugur Þór segir meira í húfi nú en ólíkar áherslur flokka og ólíkar skoðanir á seðlabankastjórninni. „Allir hafa sömu hagsmuna að gæta, fjármálakerfið, almenn- Þögn er gull en kjaftæðið króna SKÝRING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.