24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 37

24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 37
hvort hann hefði svindlað. Hann sagði að þetta væri jákvætt svindl og bætti við að hann vildi ekki að Verslunarskólinn gerði mér það sama og MR gerði Halldóri Lax- ness; að sleppa mér út í lífið án prófs. Ævistarf mitt var hins vegar ákveðið eftir að ég komst í leiklist- arskóla Lárusar, ekki síst vegna meðmæla Jóns Aðils.“ Í hvaða hlutverki hefur þér liðið best? ,,Ef maður leggur sig alltaf fram af heilum hug er mjög erfitt að gera upp á milli. Það væri eins og að gera upp á milli barna sinna. Það hefur verið misgaman að leika en það er yndislegt að finna þegar allt gengur upp og sýning verður heild. Í allri list er einbeitni gríðarlega þýðingarmikil en eitt það dásam- legasta við leikhúsið er þegar ég leik á móti manneskju sem er að gera framúrskarandi hluti á svið- inu. Þá verð ég svo heillaður að ég má alls ekki láta mitt eftir liggja.“ Reynir að spilla ekki fyrir Gunnar segir að það kitli vissu- lega hégómagirndina að vera beð- inn um að leika á þessum aldri. ,,Það eina sem ég sækist eftir núna er að spilla ekki fyrir öðrum. Það geri ég með því að stefna að innra öryggi. Á sviðinu er maður stans- laust að gefa og þiggja. Leikhús er sífellt að rjúfa þögnina og segja sögu. En það er algjörlega undir hverjum og einum leikara komið hvernig hann höndlar þetta. Höf- undar fara fram á þögn í verkum sínum en það er vandi leikarans að uppfylla þær óskir og engir tveir leikarar gera það eins. Þegar við Bessi Bjarnason heitinn, blessuð sé minning hans, lékum í Húsverð- inum eftir Pinter hér á árum áður, stóð í handritinu: ,,Hér er svo löng þögn að áhorfandinn heldur að viðkomandi leikari hafi gleymt textanum.“ Á þessum tíma voru efri svalir í Þjóðleikhúsinu og í þögn heyrðist allt hvísl niður á sviðið. Þegar kom að því að upp- fylla þessa kröfu höfundarins heyrðist rödd hvísla ofan af efri svölum: ,,Nú hefur Gunnar gleymt.“ Og Bessi brosti til mín.“ Hvernig höndlar þú þögn? ,,Þetta er frekar spurning um hvernig þögnin kemur að þér. Hversu lengi leyfir hún sér að taka yfir? Mér finnst gott og nauðsyn- legt að stunda hugleiðslu. Qi-gong er orkuöflun og hugleiðsla en það erfiðasta í qi-gong er að hvíla heil- ann, hætta að hugsa.“ Stefnum á fullkomnun Gunnar heldur því fram að við séum erfðir og áhrif. ,,Sumir vilja ekki horfast í augu við eigin erfðir, treysta sér ekki til að viðurkenna eigin veikleika. Hvað þá að sjá það ljósa í lífinu, það jákvæða sem fólk hefur erft. Við vitum að við verð- um til í ármótum þar sem tvö fljót renna saman í eitt; flæði móður okkur og flæði föður okkar. Hvort- tveggja eru erfðir og blandast í okkur sem einstaklingum. Við eig- um að stefna að fullkomnun vit- andi það að við náum henni ekki. Sá sem telur sig fullkominn er staðnaður. Með því að horfast í augu við okkur sjálf gefst okkur tækifæri til að sigrast á því nei- kvæða. Að uppræta hið neikvæða er eins og að fjarlægja illgresi úr blómabeði. Um leið og þú fjarlægir það skapast rými fyrir fleiri jurtir. En þetta er stöðug aðgæsla.“ Hefur þér tekist að höndla þína veikleika? ,,Ekki alla. Ég gerðist kaþólskur 17 ára gamall og í kaþólskri kirkju eiga menn helst að skrifta einu sinni á ári, rétt fyrir páska svo að þeir séu ekki með óhreint mjöl í a Gunnar, ef við giftum okkur er það skilyrði að þú flytjir heim til Íslands og farir aftur að leika.“ Ég sagðist lofa því. Þá bætti hún við. ,,Og það verður skilnaðarsök ef þú hættir að leika, góði minn, sama hvað kaþólska kirkjan segir.“ 24stundir/Kristinn 24stundir LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 37 Ný uppbygging, nýtt efni, nýjar æfingar! Átaksnámskeið Hreyfingar hafa aldrei verið betri. Leiðbeinendur sem búa yfir áralangri reynslu hafa fengið sérþjálfun til að leiða hin nýju og árangursríku námskeið sem skila þér pottþéttum árangri. Fjölbreytt 6-vikna námskeið. Mismunandi áherslur eftir því hvort þú ert byrjandi eða lengra komin. Hvort þú vilt meira aðhald eða meira dekur. Ef þú skráir þig fyrir 10. október fylgir með boðsmiði í Bláa lónið. Ágústa, Anna og Guðbjörg hafa sett saman ný 6-vikna námskeið sem tryggja þér þann árangur sem þú vilt ná í heilsu- og líkamsrækt Álfheimar 74 Sími: 414 4000 hreyfing@hreyfing.is www.hreyfing.is P L Á N E T A N HVERNIG ÁRANGUR VILT ÞÚ? Öll Árangurs námskeiðin eru byggð upp á svipaðan hátt nema með mismunandi áherslum. Allar nánari upplýsingar á hreyfing.is Veldu þér námskeið sem hentar þér: Árangur Árangur/elítan Árangur og dekur • Komdu þér út úr röngu fæðumynstri og byrjaðu að borða fæðu sem gerir þig granna • Losnaðu við eilífa sætindaþörf • Mataræðið tekið í gegn – fylgt eftir nokkrum einföldum reglum - örugg leið til árangurs • Lærðu að borða til að næra vöðvana þína og svelta fitufrumurnar • Einfaldar æfingar sem miðast við að tryggja hámarks fitubruna • Þú losar þig við aukakílóin • Þú minnkar fitufrumurnar og styrkir og mótar vöðvana • Þú minnkar ummál um mitti, læri og mjaðmir • Þú eykur orku þína, þrek og vellíðan Láttu skrá þig strax í síma 414 4000 eða á hreyfing@hreyfing.is HEFST 13. OKT.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.