24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 8

24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir Fimmti hver kennari á Bretlandi er fylgjandi því að banni við að flengja nemendur sé aflétt. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem menntaviðauki Times lét fram- kvæma. „Það er hægt að réttlæta eða í það minnsta færa rök fyrir því, að líkamlegar refsingar séu leyfðar, þó ekki væri nema bara til hræðslu,“ segir Ravi Kasinathan grunnskóla- kennari. „Núverandi agaviðurlög virka einfaldlega ekki á sum börn.“ Al Aynsley-Green, umboðsmað- ur barna, tekur afar illa í hugmynd- ir þessa efnis. „Það er fullkomlega óásættanlegt að beita börn og ung- menni líkamlegri refsingu og geng- ur þvert gegn samningi SÞ um rétt- indi barna, sem Bretland fullgilti árið 1991,“ segir hann. aij Könnun meðal breskra kennara Fimmtungur vill reyrinn aftur Sérstök sjaríalán, sem eru vaxta- laus eins og Kóraninn boðar, eru vinsæl á Norður-Jótlandi, einkum meðal hámenntaðra múslíma, að því er danskir fjölmiðlar greina frá. Nokkrir bankar á Norður-Jót- landi hófu að veita múslímskum viðskiptavinum þessi lán snemma á þessu ári og stofnuðu í því skyni félagiðAmanah Kredit. Bankarnir og félagið kaupa fast- eignirnar sem lán eru tekin vegna. Viðskiptavinirnir fá umráðarétt yf- ir íbúðunum en afsalið fyrst eftir 30 ár eða þegar síðasta afborgun af íbúðarláninu hefur verið greidd. Forsvarsmaður Ahmanah Kredit vill ekki greina nákvæmlega frá því hversu mörg sjaríalán, sem tíðkast í fleiri löndum, til dæmis Bretlandi, hafa verið veitt frá því að lánveit- ingarnar hófust í Danmörku en getur þess þó að þau séu nokkur hundruð. Félag sem er mótfallið dvöl múslíma í Danmörku hefur hvatt viðskiptavini til að sniðganga bankana sem veita sjaríalánin. ingibjorg@24stundir.is Danskir bankar veita vaxtalaus lán Sjaríalánin vinsæl STUTT ● Slys vegna SMS Rannsókn á lestarslysinu í Los Angeles í síð- asta mánuði bendir til þess að lestarstjórinn hafi sent SMS- skilaboð 22 sekúndum fyrir slysið þannig að hann sá ekki rauða ljósið. Alls biðu 25 bana í slysinu. ● Óvinur inn Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, hef- ur stokkað upp í stjórninni og skipað Peter Mandelson, sem hann hefur haft megnustu óbeit á, í starf viðskiptaráð- herra. Mendelson hefur tvisvar þurft að fara úr ríkisstjórn vegna hneykslismála. ● Neyðarfundur í París Leið- togar Bretlands, Þýskalands, Ítalíu og Frakklands hittast í París í dag til þess að ræða hvernig styðja eigi banka í kreppu. Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Þegar Kaliforníubúar ganga að kjörborðinu 4. nóvember munu þeir ekki aðeins kjósa sér forseta. Á atkvæðaseðlum verður fjöldi kjör- inna embætta, auk tólf lagabreyt- ingatillagna, sem bornar verða undir atkvæði íbúa. Hart er deilt um þá áttundu, þar sem lagt er til að í stjórnarskrá fylkisins sé hjóna- band skilgreint sem samband karls og konu. Frá 17. júní síðastliðnum hafa pör af sama kyni getað gengið í hjónaband í fylkinu. Almenningur á móti banni Hæstiréttur Kaliforníu úrskurð- aði í maí að pörum af sama kyni væri heimilt að ganga í hjónaband. Þá skiptist almenningsálitið nokk- uð jafnt með og á móti því að skil- greina hjónaband sem samband beggja kynja. Nýjustu kannanir benda hins vegar til þess að al- menningur sé að snúast á sveif þeirra sem styðja rétt samkyn- hneigðra til hjónabands. Könnun sem gerð var í september sýndi að 38% kjósenda studdu stjórnar- skrárbreytinguna, en 55% væru á móti henni. Telja stjórnmálaskýr- endur að auglýsingaherferð þeirra sem leggjast gegn stjórnarskrár- breytingunni hafi náð vel til yngri kjósenda. Meðal þeirra sem lagt hafa baráttunni lið er fjöldi frægra kvikmyndaleikara í Hollywood. „Það hefur komið í ljós að sem stendur er yfirgnæfandi meirihluti yngri kjósenda á móti banninu,“ segir Dan Schnur, stjórnmálafræð- ingur við Háskólann í Suður-Kali- forníu. Schnur telur jafnframt að sá kraftur sem fylgismenn Baracks Obama hafa sett í að fá yngra fólk að kjörkössununum geti því haft mikil áhrif. Trúfélög verji andlegu víddina Miles McPherson, sem er prest- ur í San Diego, hvetur sóknarbörn sín til að styðja stjórnarskrárbreyt- inguna í kosningum. Hann telur að yngra fólk þurfi á fræðslu að halda, þar sem það líti gjarnan á samkyn- hneigt fólk sem lítilmagna sem berjast þurfi fyrir. „Fólk hefur van- ist því frá unga aldri, í skólakerfinu og þjóðfélaginu, að sýna mikið umburðalyndi. Það hefur vanist því að mega ekki tala gegn lífsmáta nokkurs manns,“ segir McPherson við Washington Post og bætir við: „Það þarf að átta sig á því að hjónaband gagnkynhneigðra og hjónaband samkynhneigðra er tvennt ólíkt og sérstaklega í biblíu- legum skilningi. Í hjónabandi er andleg vídd sem hið veraldlega vald áttar sig ekki á. Það er hlutverk kirkjunnar að standa vörð um hana.“ Kosið um hjónabandið  Breyting á stjórnarskrá Kaliforníu verður lögð fyrir kjósendur  Myndi skilgreina hjónaband sem samband karls og konu ➤ Borgarstjórinn í San Fran-cisco gaf saman um 4.000 pör af sama kyni árið 2004, en þau hjónabönd voru dæmd ógild þar sem borgarstjórann skorti lagastoð. ➤ Kalifornía varð annað fylkiBandaríkjanna til að heimila vígslu hjóna af sama kyni. ➤ Það gerðist þegar hæstirétturfylkisins úrskurðaði 12. maí á þessu ári að bann stæðist ekki stjórnarskrá. HJÓNABÖND AFPNýgiftar Fjöldi samkynhneigðra para hefur nýtt sér frjálslynd hjúskaparlög Kaliforníu. Sífellt færri flytja ólöglega til Bandaríkjanna, samkvæmt nýút- kominni skýrslu Pew-stofnunar- innar. Segir í skýrslunni að á síð- asta ári hafi fleiri komið sér löglega til landsins en ólöglega í fyrsta sinn í áratug. Rekja skýrsluhöfundar þetta meðal annars rekja til fækkunar lág- launastarfa í Bandaríkjunum undanfarin ár og hertrar landa- mæravörslu. aij Færri smygla sér til BNA Olli Rehn, stækkunarstjóri Evr- ópusambandsins, segist binda vonir við að hægt verði að leysa nafnaríg Grikklands og Make- dóníu á næstunni. Grikkland hefur neitað að við- urkenna opinbert nafn Makedón- íu, þar sem stjórnvöld í Aþenu óttast að því gætu fylgt kröfur til svæðis innan Grikklands sem ber sama nafn. aij Reynt að leysa nafnaríg Flugfélagið Atlantic Airways hvetur Færeyinga til að fara í verslunarferðir til Íslands fyrir jólin. Hefur félagið nú auglýst helgarferðir í því skyni. Segir Magne Arge, framkvæmdastjóri félagsins, að gengisþróun ís- lensku krónunnar geri það að verkum að þessa dagana geti Fær- eyingar gert mjög góð kaup í ís- lenskum verslunum. aij Hvattir til Íslandsferða Stjórnarandstaðan í Kanada hefur sýnt fram á að ræða sem forsætisráðherra Kanada, Stephen Har- per, flutti í mars 2003 til stuðnings innrásinni í Írak var að miklu leyti eins og ræða sem þáverandi forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, flutti tveimur dögum áður. Ræðuskrifari Harpers hefur viðurkennt að hafa afritað ræðu Howards og hefur hann látið af störfum. Harper er sakaður um að hafa stutt Bandaríkjastjórn gagnrýnislaust. Flutti ræðu annars ráðherra Apótek Heilsuverslanir, Barnaverslanir og í Heilsuvörudeildum stórmarkaða www.weleda.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.