24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 51
árskort
í líkamsrækt og sund
sundlaug kópavogs / sími 570 0470
íþróttamiðstöðin Versalir / sími 570 0480
www.nautilus.is
kortið gildir í líkamsrækt og sund á báðum stöðVum
nautilus í kópaVogi – sundlaug kópaVogs
og íþróttamiðstöðinni salahVerfi.
Árskort Á 27.990 kr.
Ókeypis prufutími undir leiðsögn þjálfara.
Panta þarf tíma með fyrirvara – 16 ára aldurstakmark.
aðeins 2.333 kr. á mánuði. bjóðum Visa/euro-léttgreiðslur.
tilboðið gildir til og með 6. október 2008.
ný nautilustæki // stórir salir með
lausum lóðum // mikill fjöldi hlaupabretta
fullkomin þrektæki // ný sjónvörp
salur fyrir spinning-/hjólatíma
HLJÓÐFÆRAHÚSIÐ | TÓNABÚÐIN | SÍÐUMÚLA 20 | 108 REYKJAVÍK
Tónabúðin flytur og sameinast
Hljóðfærahúsinu í Síðumúla 20.
Allt á að seljast! – Hljóðfæri og
hljóðbúnaður á ótrúlegu verði.
Útsölu-
markaður
í Tónabúðinni Skipholti 21
24stundir LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 51
Nú þegar tæpar tvær vikur eru í
tíundu Iceland Airwaves-hátíðina
hefur dagskránni loksins verið lok-
að. Síðustu viðbæturnar er þrír
þýskir listamenn sem koma á há-
tíðina í boði Goethe-stofnunar-
innar og aragrúi af íslenskum.
Gudrun Gut
Verður kannski líklegast seint
spiluð á Bylgjunni en hörðustu
djúpkafarar í tónlist þekkja þó vel
til raftónlistarkonunnar enda var
hún í hópi stofnenda Einstürzende
Neubauten.
Michael Mayer
Plötusnúður frá Köln og einn af
forsprökkum Kompakt-plötufyr-
irtækisins.
Thomas Fehlmann
Tónlistarmaður frá Hamborg er
hefur átt langan feril en er kannski
þekktastur fyrir áralangt samstarf
sitt við bresku rafsveitina Orb.
Um 50 ný íslensk atriði
Af þeim fjölda íslenskra atriða
sem bætt hefur verið við dagskrána
er vert að benda á þátttöku Amiinu
sem er nýkomin úr tónleika-
ferðalagi með Sigur Rós. Athygli
vekur að Dj Margeir kemur fram
með sinfóníusveit, stjórnað af
Samúel Samúelssyni. Bresk/
íslenska poppsveitin Half Tiger
spilar í fyrsta skipti á Íslandi og
Benny Crespós Gang mætir með
nýtt efni. Svo spilar allt gengi Val-
geirs Sigurðssonar, Bedroom
Community, á hátíðinni. Sem fyrr
fer hátíðin fram á Listasafni
Reykjavíkur, Nasa, Tunglinu,
Hressó, Organ, 22 og Iðnó.
biggi@24stundir.is
Þjóðverjar gera
innrás á Airwaves
Iceland Aiwaves
Styttist óðfluga í
þessa stemningu.
Mynd/Sigurjón Guðjónsson
„Þetta var líkt og fyrir töfra. Þær
komu til mín og ég ætla að frelsa
hann,“ segir ástralska listspíran
Natascha Stellmach í viðtali við
tímaritið Artworld en hún hyggst
reykja jarðneskar leifar rokkarans
Kurts Cobains í því skyni að veita
sál hans frelsi.
Þessi gjörningur listakonunnar
er hluti af listasýningu sem fram
fer í Wagner + Partner-safni Berl-
ínarborgar þann 11. október.
Cobain, sem var söngvari hinn-
ar heimsfrægu grunge-sveitar
Nirvana, fannst látinn á heimili
sínu 8. apríl árið 1994 en hann
hafði svipt sig lífi. Jarðneskar leifar
Cobains voru brenndar og aska
hans fór í vörslu eiginkonu hans,
Courtney Love.
Natascha vill ekki segja hvernig
hún komst yfir ösku goðsins en
fyrr á árinu tilkynnti ekkja Cobains
til lögreglu að brotist hefði verið
inn á heimili hennar og þaðan
stolið ösku Cobains og skart-
gripum. Nú segir Love hins vegar
að aska Cobains sé enn hjá sér og
því veit enginn hvað Natascha er
að fara að reykja. viggo@24stundir.is
Undarlegur gjörningur á listasafni í Berlín
Hyggst reykja ösku
Kurts Cobains
Ástralska listakonan Na-
tascha Stellmach hyggst
frelsa sál tónlistarmanns-
ins Kurts Cobains með
því að reykja líkamsleifar
hans. Hún vill ekki segja
hvernig hún komst yfir
ösku goðsins.
Reyktur upp til agna
Sál Kurts Cobains
verður veitt frelsi með
reykingum.
Mynd/Getty Images