24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 42

24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 42
er svo mikið að gera hjá okkur en þarna hittumst við og tökum púlsinn í pottinum á eftir. Það er einnig öryggisatriði að synda ekki einn. Um daginn komust þau hvorugt og þá syntu tveir menn með mér í átt að vík þar sem ég fór upp úr en þeir héldu áfram á haf út. Við erum öll uppnumin af sjósundinu og Ófeigur kemur hjólandi úr vinnunni en við Sigga erum ekki alveg eins og dugleg- ar.“ Herdís segir frá því að það hafi verið fyrir áeggjan systur sinnar sem hún hafi farið að synda í sjónum. „Sigga hringdi í mig og spurði mig hvort ég vildi ekki koma og synda í sjónum en hún var byrjuð að synda með hópi af góðu fólki. Ég og Ófeigur ákváðum svo að fara með henni nú í lok ágúst. Eftir þá sundferð varð ekki aftur snúið og síðan þá syndum við tvisvar í viku eða þá daga sem er opið í pottinum. Við förum í heitan pott áður og svo dembum við okkur út í sjóinn og látum okkur hafa þetta. Í fyrsta skiptið þá horfði ég á fólk kasta sér í sjóinn og gerði bara eins. Fyrst tekur maður andköf en eftir nokkur sundtök kemst maður yfir svakalegan kuldann. Það er eins og maður dofni allur. Ég finn hann samt alltaf, aftan á háls- inum og einu sinni synti ég í kafi og fann ískulda lengi á eftir. Það er eitthvað stórkostlegt við sjó- sundið og fólk sem stundar það segir það gott fyrir húðina. Ég hef alltaf trúað því að umskiptin milli hita og kulda séu bráðholl. „Í Nauthólsvík er mikil náttúrufeg- urð og aðstaðan er til fyrirmynd- ar. Þarna eru búningsklefar, pott- urinn er stór og starfsmaður sem heitir Ísleifur sem fylgist með okkur öllum. Ég trúi því að þetta sé best varðveitta leyndarmálið í Reykjavík sem upplýsist hér með, segir Herdís. „Að sitja eftir sjó- sundið í þessum potti og horfa út á hafið er engu lagi líkt.“ Heilnæmt sjósund Herdís, Sigríður og Ófeigur Tryggvi í sjónum í Nauthólsvík. Góð aðstaða í Nauthólsvík fyrir sjósundkappa Samverustundir systkina í sjónum Herdís Þorgeirsdóttir prófessor og systkini hennar, Sigríður og Ófeigur Tryggvi, hittast tvisvar í viku í Nauthóls- vík og leggjast til sunds í köldum sjónum. Herdísi finnst sjósundið ómiss- andi og hún lofar aðstöð- una og náttúrufegurðina í Nauthólsvíkinni. a Það er eitthvað stór- kostlegt við sjó- sundið og fólk sem stundar það segir það gott fyrir húðina og ég hef alltaf trúað því að umskiptin milli hita og kulda séu meinholl. Eftir Kristjönu Guðbrandsd. dista@24stundir.is „Það er eitthvað djúpsálarlegt við það að fara ofan í hafið,“ segir Herdís. „Líkt og maður sé að samlagast náttúrunni á einhvern magnaðan hátt. Eftir sjósundið kemur mikil vellíðan. Herdís seg- ist alltaf hafa verið hugfangin af hafinu. „Ég óttast ekki dýpið og hafið togar mig til sín,“ segir Herdís. „Þá finnst mér gott að finna saltið á húðinni og lyktina af sjónum. Síðast en ekki síst er- um við systkinin saman að synda og spjalla í pottinum á eftir. Það 42 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir Mamma mín er nýkomin frá Svíþjóð. Þar spókaði hún sig m.a. á útivistarsvæðum og undr- aðist að Svíar skyldu ekki kasta kveðju hver á annan. „Á Íslandi býður fólk góðan daginn,“ sagði hún, „eða kinkar a.m.k. kolli.“ Þetta varð til þess að ég rifjaði upp reynslu mína af mannlegum samskiptum á göngustígum – og kannaðist ómögulega við að Ís- lendingar byðu góðan dag til hægri og vinstri. Það hlaut að vera eitthvað við mömmu sem olli því að fólk heilsaði henni. Aldrei brosti nokkur einasti maður til mín! En svo áttaði ég mig. Mamma er glaðleg kona sem heilsar örugglega að fyrra bragði en mér finnst fremur vandræðalegt að mæta fólki á gangstígum. Æ, þá koma upp allar þessar pælingar á hundrað metra færi … Er þetta einhver sem ég þekki? Nei, ég held ekki. Jú, annars. Var hann ekki með mér í barnaskóla? Skyldi hann muna eftir mér eða segir hann „þekkjumst við“ með þjósti ef ég heilsa honum? Guð, hvað það yrði hallærislegt. Kannski er þetta heldur ekki gamli skólabróðirinn. Ég er svo ótrúlega ómannglögg. Best að líta bara undan. Og síðan geri ég það. Horfi til hliðar – eða niður á tærnar á mér – rétt áður en ég mæti meintum skólabróður og anda léttar um leið og hann er horf- inn. Þetta er auðvitað skýringin á því hvers vegna mamma fær kurteislegar kveðjur frá öllum sem hún hittir en ekki ég. Við uppskerum eins og við sáum, jafnt á göngustígum sem annars staðar. Líklega gef ég fólki lítið færi á mér. Ekki bara með því að líta undan, heldur einnig með því að vera yfirleitt fremur alvarleg í bragði. Einu sinni var ég ávörp- uð af bláókunnugum manni í London með þessum orðum: „Cheer up, love! It may never happen.“ Þessum megahressa manni fannst ég greinilega ganga um með allar heimsins áhyggjur á bakinu. En þótt ég hafi virst döpur var ég það alls ekki. Ég var einmitt mjög kát. Innra með mér, sko. Svo það sást ekki. Aðallega var ég þó niðursokk- in í eigin hugsanir. Svona eins og þegar ég kom heim í gær og sá dökkhærða konu tilsýndar. Ég kveikti ekki á perunni fyrr en ég hafði skellt útidyrahurðinni. Þetta hafði verið konan sem býr í kjallaranum. Og hún hafði reynt að heilsa mér. Shit! Ég meina: „Góðan daginn!“ „Við uppskerum eins og við sáum, jafnt á göngustígum sem annars staðar.“ a Líklega gef ég fólki lítið færi á mér. Ekki bara með því að líta und- an, heldur einnig með því að vera yfirleitt fremur al- varleg í bragði. Eftir Jónínu Leósdóttur MANNLEG SAMSKIPTI Listin að heilsa fólki „Ilmkjarnaolíur vinna heildrænt með líkamanum með því að örva hans eigin lækningamátt og koma á jafnvægi í líkamsstarfsemi, huga og anda,“ segir Anna Þórdís, aroma- þerapisti í Skipholtsapóteki. Skip- holtsapótek er frábrugðið öðrum apótekum hér á landi að sögn Önnu Þórdísar að því leyti að í því er mikið úrval af náttúrulækninga- vörum. „Ilmkjarnaolíur þarf að þynna með grunnolíum áður en þær eru bornar beint á húðina og hægt að útbúa nuddblöndur sem hjálpa til við ýmsa kvilla, bólgur og verki. Við erum með uppskriftir og gef- um viðskiptavinum okkar ráðgjöf.“ Lavender-bakstur Lavender er mjög öflug alhliða ilmkjarnaolía. Á húð er hún sér- staklega græðandi og sótthreins- andi og róandi, segir Anna Þórdís. „Gott er að setja nokkra dropa af lavenderolíu í heitt vatn, væta góð- an klút eða lítið handklæði í vatn- inu og þrýsta létt upp að andlitinu og halda í nokkrar mínútur.“ dista@24stundir.is Hægt að búa til olíur og bakstra heima við Heilnæmt og ilmandi „Í einföldu máli er laya-jóga það að tengja inn á orkustöðvarnar með leiddri hugleiðslu,“ segir Björg Einarsdóttir jógakennari. „Megintil- gangurinn er að sameina vitund persónu og sálar í kærleiksblómi hjartastöðvar. Í laya-jóga er áhersla lögð á vinnu með orkustöðvar líkamans, sem leið til sjálfsþekkingar og andlegrar ein- ingar. Við tengjumst sköpun hug- ans og sálarinnar með því að örva ímyndunarafl og innsæi í leiddri hugleiðslu.“ Kennt verður í Bolholti 4 á fjórðu hæð og áhugasamir geta mætt á kynningarkvöld þann 6. október næstkomandi. Kennsla í nuddi „Á kynningarkvöldinu ætla ég að fara í gegnum undirstöðuatriði laya-jóga en einnig kynna nudd- námskeið fyrir pör og fjölskyldumeðlimi. Í vetur verðum við nefnilega með nám- skeið þar sem við kennum fólki að nudda hvað annað. Í nuddkennslunni gefum við líka heilræði um ilm- kjarnaolíur til að nota við nuddið en þær hafa misjafna eiginleika og hafa heilunarmátt í sér.“ dista@24stundir.is Heilunarhugleiðslujóga Björg Einarsdóttir kennir laya-jóga í vetur þar sem unnið er að því að örva ímynd- unarafl og innsæi í leiddri hugleiðslu. LÍFSSTÍLL lifsstill@24stundir.is a Mikilvægast af öllu finnst mér þó að sjósundið gefur mér góðar sam verustundir með systkinum mínum. vellíðan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.