24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 54

24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir „Er einhver annar í jólaskapi? Ég held að flestir hafi nú búist við fyrstu hálkunni einhvern tímann á næstu dögum en hún hafi samt komið fólki í opna skjöldu. En að það skyldi snjóa! Ég held að engum hafi dottið það í hug. Mér finnst þetta nú líka bara svolítið notalegt, fallegt veður og svona.“ Ólöf Kristjánsdóttir olofkr.blogcentral.is „Ég held að Bubbi greyið sé ekki alveg að fatta að þorri launafólks í landinu þarf að vera í vinnu á miðvikudaginn kl. 12 þegar hann ætlar að framkvæma þennan gjörning sinn. Hann þarf líka svoldið að ákveða sig hvort hann ætlar að vera málsvari fólksins eða undirlægja auðvaldsins!“ Pétur Geir Óskarsson blog.zeranico.com „Ég skil ekki fólk sem grípur til „Frá A til Z“ þýtt-beint-úr-ensku. Sérstaklega þeir sem eru að koma opinberlega fram. Hvað varð um Þ, Æ og Ö? Er verið að gefa í skyn að það vanti eitthvað í það sem vísað var í? Frá A til Ö er ekki svo erfitt að muna.“ Sigurður Arnar Guðmundsson www.midgardur.net BLOGGARINN Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is „Það gæti farið svo já, að ég þyrfti að syngja einsöng á dönsku í beinni útsendingu frammi fyrir dönsku þjóðinni, “ segir tónlist- armaðurinn Rúnar Freyr Rún- arsson, eða Rúnar Eff, sem mun taka þátt í raunveruleikaþættinum Allstar á dönsku sjónvarpsstöðinni TV2 er byrjar í næsta mánuði. Keppir fyrir tilviljun „Þátturinn er byggður á hinum amerísku raunveruleikaþáttum Clash of The Choirs og fer þannig fram að fjórar poppstjörnur velja sér 20 manna keppniskór hver, og þessir 20 keppendur syngjast síðan á í þáttunum. Það eru engir dóm- arar eins og áhorfendur eiga að venjast úr Idol eða X-Factor, held- ur eru örlög þeirra ákveðin af áhorfendum heima í stofu gegnum símakosningu,“ segir Rúnar sem ætlaði aldrei að taka þátt sjálfur. „Ég var fenginn af René Dif, gaurnum úr Aqua sem er ein þess- arra fjögurra poppstjarna, til að hjálpa við valið á keppendum í prufurnar, en ég var fenginn þar sem ég er í söngkennaranámi. Að lokum bað hann mig um að spreyta mig og leist greinilega svona vel á,“ segir Rúnar, en hinar þrjár poppstjörnurnar eru Peter Belly, sem Rúnar segir einskonar Bo Hall þeirra Bauna, Anna David, ung og vinsæl söngkona á uppleið, og rapparinn MC Clemens, sem Rúnar keppir fyrir. Þættirnir verða samtals fjórir, en í öðrum þætti dettur ein poppstjarna út, ásamt keppendum sínum, þangað til ein stendur eftir sem sigurvegari í lokaþættinum. Í boði eru vegleg peningaverðlaun, sem renna til góðgerðamála. Gæti þurft að hætta í miðju lagi Rúnar á von á sínu öðru barni með konu sinni, Þórunni Frið- laugsdóttur, í nóvember og því gæti hann þurft að bruna upp á sjúkrahús í beinni útsendingu. „Fyrsti þáttur byrjar 7. nóvember og barnið á að koma 22. nóvember, þannig að ég gæti þurft að hætta í miðju lagi ef svo ber undir,“ segir Rúnar, sem hyggst flytja heim á Frón í desember. Er það ekki eins og að fara úr himnaríki í helvíti, miðað við ástandið? „Að vissu leyti kannski. En þetta hlýtur að lagast á endanum,“ segir Rúnar bjartsýnn. Rúnar Eff tekur þátt í danska raunveruleikaþættinum Allstar Brátt heimsfrægur í Danmörku Rúnar Eff kemst brátt í stjörnulið Danaveldis með þátttöku sinni í Allstar á TV2. Hann gæti þurft að bregða sér frá í beinni, en hann á von á barni á sama tíma. MC Clemens Treystir á Rúnar til sigurs. Rúnar Eff Hyggst flýja væntanlega sjón- varpsfrægð. HEYRST HEFUR … Hemmi Gunn er alltaf hress og tekur ekki þátt í svartnættinu sem virðist vera að hvolfast yfir ís- lensku þjóðina. Hann finnur sig vel í nýja þættinum sínum á Bylgjunni þar sem hann talar við fólk á persónulegu nótunum. Hann virðist lunkinn við að fá fólk til sín sem gefur vanalega ekki kost á sér í slík viðtöl en á morgun mætir Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóri til hans. bös Sigmar Guðmundsson úr Kastljósinu hefur greini- lega engan áhuga á því að láta bágt efnahagsástand þjóðarinnar koma sér úr jafnvægi. Á Facebook-síðu sinni segist hann hvorki ætla að hamstra mat né bensín og kallar slík uppátæki múgsefjun. Fyrr á þeim sama degi skrifaði hann að umræður um stefnuræðu forsætisráðherra væru eins og dauða- skammtur af svefnlyfjum. bös Ásdís Rán hefur fengið tilboð frá búlgörskum út- gáfum karlablaðanna FHM og Maxims um að sitja fyrir. Fyrir þá sem ekki vita er ekki um nektar- myndir að ræða heldur eru stúlkurnar þar yfirleitt einungis í nærfatnaði. Ásdís hefur ákveðið að taka tilboðinu hjá FHM en einungis ef hún fær að prýða sjálfa forsíðuna en það er víst ekki algengt þar í landi að erlendar stúlkur komist þangað. bös Eitt af athyglisverðustu nýju ís- lensku atriðunum er kynnt voru á dagskrá Iceland Airwaves- hátíðarinnar fyrir helgi er sam- bræðingur Margeirs plötusnúðs og sinfóníusveitar er stjórnað verður af Samúel Samúelssyni. „Þetta er brjáluð hugmynd sem við framkvæmdum einu sinni í lokuðu partíi,“ segir Margeir. „Þá fékk ég fyrirmæli um að búa til eitthvað magnað og nýtt. Ég fékk alveg frjálsar hendur og útkoman var sú að útsetja strengi fyrir dj- sett.“ Í þessari veislu kom Margeir fram ásamt 8 liðsmönnum Sinfón- íuhljómsveitar Íslands og söngv- aranum Daníel Ágúst. Roland Hartwell úr Sinfóníuhljómsveit- inni, er gefur einnig út plötur und- ir nafninu Cynic Guru, sá um að safna saman strengjasveit. Tónleikarnir samanstanda af efni eftir Margeir og svo valinni tónlist er plötusnúðurinn blandar inn í. Samúel útsetti fyrir sveitina og var eina æfingin fyrir tónleikana í sjálfri hljóðprufunni. „Þetta er allt útsett fyrirfram þó að þetta sé gert á staðnum. Strengjaleikararnir eru svo miklir fagmenn að þeir þurfa ekki æfingu. Þeir bara mæta og lesa nótur. Ég og Sammi gefum merki um hvenær hvað á að byrja og svo fylgjum við ákveðnu núm- erakerfi svo að þeir viti hvenær þeir eiga að byrja hvaða kafla. Strengjaleikararnir höfðu gaman af þessu síðast. Það var t.d. sextugur Pólverji í svaka fíling á fiðlunni.“ Margeir spilar á Nasa á sunnu- deginum og verður það að öllum líkindum lokaatriði hátíðarinnar. biggi@24stundir.is Margeir lokar Airwaves á sérstakan hátt Plötusnúður með sinfóníusveit DJ Margeir Blandar saman sinfón- íutónum og teknó. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 2 8 6 7 9 3 1 5 4 9 7 5 8 1 4 6 2 3 1 3 4 2 5 6 7 8 9 4 2 3 9 6 5 8 1 7 6 5 7 1 3 8 9 4 2 8 9 1 4 2 7 3 6 5 3 6 8 5 4 9 2 7 1 7 4 2 3 8 1 5 9 6 5 1 9 6 7 2 4 3 8 Ég þarf að skrifa ritgerð um pabba, er eitt- hvað annað orð yfir heimskan? a Sannarlega, þetta er allt mjög eggjandi Líður ykkur eins og blómi í eggi? Kristinn Einarsson er framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar sem rekur húsgagnaverslanirnar Egg sem nú hafa flutt aðalverslun sína og væntaleg útibú í Blómavalsbúðirnar. FÓLK 24@24stundir.is fréttir Opið í dag frá 12 - 19 og alla laugardaga í október frá 11 - 16. Nú er bara hægt að gera góð kaup, allar vörur á skemmtilega hlægilegu verði Allar buxur, peysur og jakkar á . . ..1.000, 2.000, 3.000 Kápur á . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . . .3.000 og 4.000 Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími 568 2870 - www.friendtex.is Lagersala OPIÐ: föstudag frá kl. 12.00-19.00 • laugardag frá kl. 11.00-16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.