24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir
ast að fjármálakreppan kunni að
vara í þrjú, fimm eða allt að tíu ár.
„Það sem hefur gerst undanfarnar
vikur er svo dramatískt að við
sjáum ekki enn hversu umfangs-
mikið það er,“ segir hann í viðtali
við Verdens Gang.
Kapítalistar bjarga sér
Hagen er einn þeirra auðjöfra
sem almenningur í Noregi og víðar
á erfitt með að finna til með þótt
þeir hafi tapað tugum milljarða ís-
lenskra króna. Menn spyrja til
dæmis hvort ríkið, og þar með
skattgreiðendur, eigi að aðstoða
banka í fjárþörf til þess að koma í
veg fyrir frekara hrun efnahagslífs-
ins eða hvort láta eigi bankana fara
í þrot til þess að refsa óhæfum
bankastjórnendum. Menn benda á
að kapítalistarnir bjargi sér alltaf
sjálfir.
Ole Thyssen, prófessor við við-
skiptaháskólann í Kaupmanna-
höfn, segir það ekki undarlegt að
almenningi finnist sér ögrað við til-
hugsunina um að óhæfum banka-
stjórum sé bjargað af ríkinu og þar
með með fé skattgreiðenda. Pró-
fessorinn hefur í viðtali við danska
fjölmiðla sagst eiga erfitt með að
sjá afleiðingar efnahagskreppunnar
eins og líklega fleiri Danir. Einmitt
þess vegna eigi menn að horfa
gagnrýnum augum á björgunarað-
gerðir yfirvalda.
Rán um hábjartan dag
Kvikmyndagerðarmaðurinn
Michael Moore er meðal þeirra
sem gagnrýna björgunaraðgerðir
yfirvalda og segir þær lítið annað
en rán um hábjartan dag.
,,Eftir að hafa stolið hálfri billjón
dollara sem þeir hafa sett í vasana á
stuðningsmönnum sínum sem
hagnast hafa á stríðsrekstri og eftir
að hafa sett yfir 100 milljarða doll-
Á Wall Street Frumvarpinu
um 700 milljarða dollara að-
stoð yfirvalda mótmælt.
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@24stundir.is
Norðmenn hafa bæði hlegið og
blótað undanfarna daga vegna
sparnaðarráða auðkýfingsins Stein
Erik Hagens og spyrja sig hvort
maðurinn sé af holdi og blóði eða
einfaldlega milljarðamæringur úr
teiknimyndaseríu.
Í viðtali við blaðið Dagens Nær-
ingsliv kvaðst Hagen, sem er aðal-
eigandi Orkla-samsteypunnar,
senda skyrturnar sínar til Englands
til þess að láta klæðskerann sinn
þar skipta um kraga á þeim. Meira
að segja fjármálaráðherra Noregs,
Kristin Halvorsen, hefur undrast
þessi sparnaðarráð.
Í eigin heimi
„Þetta veitir manni svolitla inn-
sýn í eigin heim milljarðamæringa
og skiptir flesta litlu máli. Ég vissi
ekki einu sinni að það væri hægt að
senda skyrturnar til Englands til
þess að láta skipta um kraga á
þeim. Það er líklega hagkvæmara
fyrir flesta sem eru á venjulegum
launum að kaupa sér nýja skyrtu,“
sagði fjármálaherrann í viðtali við
Dagbladet.
Hagen segir nú að hann hafi ekki
meint þetta bókstaflega. „Þetta átti
að vera myndlíking. Ég held að
ástandið hafi áhrif. Fólk notar
skóna sína lengur, það lætur setja
nýtt áklæði á sófann í stað þess að
kaupa nýjan og svo framvegis. En
ég læt bara skipta um kraga á fín-
um skyrtum en ekki sportskyrtum
eða Dressman-skyrtum.“
Ömmurnar sneru krögunum
Milljarðamæringurinn segist
ekki skilja að fólk skuli nenna að
vera að fetta fingur út í þau um-
mæli hans að hægt sé að skipta um
kraga fyrir lítinn pening en það
hafi hann gert í mörg ár. Hann
bendir jafnframt á að fjármálaráð-
herrann ætti að hugsa svolítið
meira um efnahagsástandið heldur
en það sem borgari láti gera við
skyrtukragana sína og nefnir í því
sambandi að í Japan hafi stöðn-
unin varað í 10 ár.
Greinarhöfundur í Aftenposten
bendir á að það sparnaðarráð Hag-
ens að borða meira af ódýrum pits-
um sé slæmt. Að skipta um kraga á
skyrtum sé hins vegar gott ráð og
það hafi Hagen eða klæðskerinn
hans alls ekki fundið upp sjálfir.
Þetta hafi mæður og ömmur gert í
gegnum tíðina. En áður en skipt
var um kragana var þeim fyrst snú-
ið þannig að rangan sneri út og þá
voru þeir eins og nýir, skrifar grein-
arhöfundur.
Losar sig við þotu og skútu
Hagen, sem hefur hrapað úr
öðru sæti í það sjötta yfir 400 rík-
ustu menn Noregs, hefur selt þot-
una sína af gerðinni Falcon 900 EX
og hann hefur auglýst lúxusskút-
una sína til sölu. Hann hefur einnig
frestað því að reisa nær 400 fm hús
fyrir einkaþjóninn sinn sem jafn-
framt er bílstjóri hans.
Hagen, sem sagður er hafa tapað
tæpum 10 milljörðum norskra
króna eða tæpum 190 milljörðum
íslenskra króna frá því í fyrra, ótt-
ara í vasana á olíuvinum sínum
undanfarin tvö ár, eru Bush og
hans menn, sem bráðum verða að
yfirgefa Hvíta húsið, farnir að ræna
hverjum einasta dollara sem þeir
geta náð í úr ríkissjóði. Þeir taka
með sér eins mikið og þeir geta af
silfrinu á leiðinni út um dyrnar,“
skrifar Moore á heimasíðu sinni.
Það er skoðun hans að frum-
varpið um 700 milljarða dollara
aðstoð yfirvalda við fjármálafyrir-
tæki eigi eingöngu að gagnast þeim
allra ríkustu í Bandaríkjunum og
að öll umræðan um kreppu sé til-
raun til þess að hræða þjóðina.
Michael Moore bendir á bréf 200
mikils metinna hagfræðinga í
Bandaríkjunum til bandaríska
þingsins þar sem segir að björgun-
araðgerðirnar geti leitt til þess að
efnahagsástandið í landinu versni.
Kvikmyndagerðarmaðurinn
segir hrunið í kauphöllunum að
undanförnu ekki hafa jafnmiklar
afleiðingar og stjórnmálamenn og
fjölmiðlar segja. „Þeir sem eru með
vit í kollinum vita að enginn „tap-
aði“, að verð á hlutabréfum fer upp
og niður og að þetta muni einnig
líða hjá vegna þess að hinir ríku
vilja kaupa ódýrt, bíða um stund,
selja hlutabréfin og kaupa þau svo
aftur.“
Bænafundir í bankanum
Starfsmenn margra stórra fyrir-
tækja á Wall Street í New York líta
hins vegar svo á að ástandið sé ekki
gott og biðja til Guðs á daglegum
bænafundum í vinnunni. Sam-
kvæmt frétt í blaðinu Christianity
Today, sem Kristeligt Dagblad vitn-
ar í, hófust bænafundirnir í síðustu
viku hjá Goldman Sachs, City-
group og Deloitte.
Efnt hefur verið til sérstakrar
guðsþjónustu og ráðgjafarsam-
komna í mörgum kirkjum í New
York og hópur presta hefur und-
irbúið sameiginlegan bænafund
fyrir framan kauphöllina í New
York.
Fjármálakreppan, sem margir
sérfræðingar segja vera afleiðingu
ágirndar, er sögð hafa leitt til þess
að kristnir fjármálamenn séu farnir
að horfa í eigin barm.
Skyrtukragar auðmanns
valda ólgu í Noregi
Sparar með því að láta sauma nýja kraga á skyrturnar í Englandi Bænafundir fyrirtækja á Wall Street
Rán Michael Moore seg-
ir björgunaraðgerðir rán
um hábjartan dag.
a
Hann hefur einnig
frestað því að reisa
nær 400 fm hús fyrir
einkaþjóninn sinn sem
jafnframt er bílstjóri
hans.
Undrandi Fjármálaráðherra
Noregs, Kristin Halvorsen,
undrast ummæli auðmannsins.
Teiknimyndafígúra?
Norðmenn fussa yfir sparn-
aðarráði Stein Erik Hagens.
RÝNIR
frettir@24stundir.is a
Það er líklegra hagkvæmara fyr-
ir flesta sem eru á venjulegum
launum að kaupa sér nýja skyrtu.