24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 14
Eftir Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is Það var augljóst að margir höfðu dvalið alla helgina í Seðlabankanum þegar forystufólk stjórnandstöðu- flokkanna gekk þar til fundar við Davíð Oddsson, formann banka- stjórnar Seðlabankans, aðfaranótt síðastliðins mánudag. Staflar af pitsakössum sem lágu bæði frammi á göngum og inni á skrifstofum voru til vitnis um það, rétt eins og hálsbindislausir embættismenn. Næstum gripin í bólinu Fulltrúar stjórnarandstöðu- flokkanna vissu vart hvaðan á sig stóð veðrið þegar þeim barst sím- tal í kringum hálfellefu á sunnu- dagskvöldinu. Þau höfðu ekki hinn minnsta grun um að á fund- inum yrði þeim tilkynnt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að ríkið væri að kaupa 75 prósenta hlut í Glitni. Ritari seðlabankastjóra var á lín- unni og boðaði til neyðarfundar klukkan ellefu. Steingrímur J. Sigfússon, formað- ur Vinstri grænna, var staddur í Strassborg í Frakklandi að sinna skyldum sínum sem formaður jafn- réttisnefndar Evrópuráðsins, en þangað hafði hann flogið fyrr um daginn. Hann átti því ekki heim- angengt á fundinn, en sagðist sjá um að koma boðinu til Katrínar Jakobs- dóttur, varaformanns síns. Þegar Steingrímur náði í Katrínu var klukkan að nálgast tuttugu mínútur í ellefu. Þá var hún komin í nátt- fötin. Svo flatt kom fundarboðið upp á Katrínu að þegar Steingrímur tjáði henni að hún þyrfti að mæta á fund klukkan ellefu hélt hún að um væri að ræða fund daginn eftir. „Ég sagði við hann að sennilega yrði þingflokksfundurinn sem fram átti að fara daginn eftir búinn þá,“ segir Katrín. Dramatískir dagar „Ég var nú ekki kominn í hátt- inn, en var samt farinn að búa mig undir það að fara að sofa þegar sím- inn hringdi,“ segir Guðni Ágústs- son, formaður Framsóknarflokks- ins. Hringt var í hann um tuttugu mínútur í ellefu. Hann svaraði í símann um það leyti sem hann var búa sig í háttinn. Guðni segir sím- talið hafa komið sér á óvart. „En þetta eru dramatískir dagar og skrítnustu tímar sem maður hefur lifað hér,“ segir Guðni. Stuttur fyrirvari Öllu verr gekk að boða fulltrúa Frjálslynda flokksins heldur en þau Katrínu og Guðna. Fyrst var reynt að ná í Guðjón Arnar Kristjánsson, formann flokksins, og síðan í Magnús Þór Hafsteinsson með sama árangri. „Þá var hringt í mig rétt fyrir ellefu um kvöldið,“ segir Kristinn H. Gunnarsson. „Þetta var nánast fyrirvaralaust, sjálfsagt vegna þess að reynt hafði verið að ná í hina tvo. Maður á ekki von á símtali úr Seðlabankanum á sunnudagskvöldi. En það var um fátt annað að ræða en að mæta.“ Kristinn segir að þegar hann kom í Seðlabankann hafi verið nokkuð af fólki í húsinu en „enginn æsingur“ eins og hann orðaði það. Beðið eftir Davíð Það var Guðni sem mætti fyrstur í Seðlabankann, síðan Katrín og að lokum Kristinn. Þá þurftu þau að bíða eftir Davíð Oddssyni í tíu mín- útur eða svo. „Hann var örugglega að koma af fundi með Glitni,“ segir einn heimildarmanna 24 stunda og bætir við: „Síðan komu Geir og Öss- ur en þeir höfðu verið nokkurn tíma í húsinu.“ Árni Mathiesen fjármála- ráðherra og Jón Þór Sturluson, að- stoðarmaður viðskiptaráðherra, munu einnig hafa verið í húsinu á þessum tíma. En Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra og Jón Þór munu ekki hafa verið kallaðir til leiks fyrr en um kvöldmatarleytið. Geir í óþægilegu sæti Þegar Davíð kom gengu þau Dramatískir dagar  Örlög Glitnis komu fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna í opna skjöldu ➤ Fundurinn í Seðlabankanumfór fram sunnudagskvöldið 28. september þar sem af- drifaríkar ákvarðanir um kaup ríkisins á 75 prósenta hluta í Glitni voru teknar. KAUP Á HLUT Í GLITNI 24stundir/Golli SÆTASKIPAN Á FUNDINUM AFDRIFARÍKA Davíð KatrínGuðni Össur (standandi) Geir Kristinn a Davíð er bara þann- ig persóna. Ef hann er í herberginu þá á hann það óneitanlega til að taka stjórn á aðstæðum. Hann er bara þannig og forsætisráðherrann er bara ekki þannig Síðastliðið sunnudags- kvöld funduðu fulltrúar stjórnmálaflokkanna í Seðlabankanum um þá ákvörðun ríkisstjórn- arinnar að þjóðnýta Glitni. 24 stundir áttu þar flugu á vegg. Geir, Guðni, Katrín, Kristinn og Össur inn í setustofu. Davíð fékk sér þar sæti einn í þriggja sæta sófa. Gegnt honum settust þau Guðni og Katrín í tveggja sæta sófa. Til hliðar við þau sat svo Kristinn í hægindastól. Össur stóð hins vegar. Geir mun hafa fengið sér frekar óþægilegt sæti úti í horni. „Vill for- sætisráðherra ekki sitja á betri stól?“ mun Davíð þá hafa spurt Geir, en hann svarað því til að það færi ágætlega um sig. Davíð við stjórnvölinn Þegar allir höfðu fengið sér sæti hófu Davíð og Geir að kynna ákvörðun sem þeir sögðu ríkis- stjórnina hafa tekið fyrir fulltrúum stjórnarandstöðunnar, sem var að ríkið legði til nýtt hlutafé í Glitni. Það kom fram að þetta væri tilboð til Glitnismanna sem væri á um- ræðustigi þeirra á meðal. „Við átt- um bara þarna hálftíma fund þar sem var verið að skýra okkur frá því. Við höfðum engin gögn og tókum því enga afstöðu til þess. Við hlustuðum bara á þessa nið- urstöðu og spurðum spurninga um aðgerðina og framhaldið,“ segir einn fulltrúa stjórnarandstöðunn- ar. „Þó að Geir og Davíð hafi verið saman að kynna þetta þá upplifði ég þetta samt þannig að Davíð væri að stjórna þessu,“ segir annar og heldur áfram: „Davíð er bara þannig persóna. Ef hann er í her- berginu þá á hann það óneitanlega til að taka stjórn á aðstæðum. Hann er bara þannig og forsætis- ráðherrann er bara ekki þannig.“ Engar upplýsingar Stjórnarandstöðunni var sagt frá því að fulltrúar Glitnis hefðu í fyrstu viljað fá lán hjá Seðlabank- anum en að hann hefði ekki metið þau veð sem þeir vildu leggja fram á móti trúverðug. Þegar spurt var nánar út þau var þeim sagt að um væri að ræða „samtíning af eignum og skuldum“ og að meðal þess væru bílalán. „Í rauninni fengum við ekki að vita neitt meira á þessum fundi en komið hefur fram í fjölmiðlum,“ segir einn úr hópi stjórnarand- stæðinga. Þó að þau Guðni, Katrín og Kristinn hafi ekki fengið að vita mikið á fundinum fengu þau þó stærstu fréttir aldarinnar á undan öllum öðrum utan ríkisstjórnar- innar. Þau sváfu því ekki janf vel og aðrir landsmenn sem urðu felmtri slegnir yfir þjóðnýtingu Glitnis. 14 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir Úrval af silfur skartgripaefni, gott verð. Perlulengjur frá kr. 1200.- Hraunlengjur frá kr. 990.- Allt til leir- og glergerðar. Námskeið í boði. ALLT EFNI TIL SKARTGRIPAGERÐAR Glit ehf. Krókhálsi 5, 110 Rvk. sími 587 5411 www.glit.is FRÉTTASKÝRING frettir@24stundir.is a Ég var nú ekki kominn í háttinn, en var samt farinn að búa mig undir það að fara að sofa þegar sím- inn hringdi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.