24 stundir - 04.10.2008, Blaðsíða 50
unnar „Þegar tíminn er liðinn“.
Þrátt fyrir að bróðurpartur plöt-
unnar sé hörkugóður og vel þess
virði að hlusta margoft á,
efast ég um að margir partíspil-
arar eigi eftir að grípa kassagít-
arinn til að pikka upp nýtt Bubba-
lag til að spila í komandi partíum.
Tja og þó … kannski að ein-
hverjir KFUM- eða KFUK-
meðlimir tralli lögin við varðeld á
haustkveldi.
Eftir Stefán Jakobsson
stebbijak@gmail.com
Aldrei á tæplega þrjátíu ára ferli
Bubba hefur hann aldrei látið eins
langan tíma líða á milli platna eins
og nú. Á þessari nýjustu afurð
kóngsins er hann ekkert að fara
ótroðnar slóðir í sköpun sinni,
enda engin ástæða til þar sem upp-
skriftin er góð. Eins og með allar
góðar uppskriftir er hægt að bæta
þær og breyta þeim eftir þörfum til
að fá ekki leiða á þeim.
Fær lánað frá sjálfum sér
Bubbi hefur undanfarin ár verið
duglegur að fá í lið með sér unga
og efnilega upptökustjóra á upp-
leið. Í þetta skipti fékk hann til liðs
við sig snillinginn Pétur Ben, til að
stjórna upptökum. Í sameiningu
sjá svo Pétur og Bubbi um útsetn-
ingar laganna. Eins og áður sagði
er uppskrift laganna síður en svo
ný af nálinni, þannig má glögglega
heyra í fyrsta lagi plötunnar
„Mundu Drottinn“ að Bubbi fær
örlítinn anda og fraseringu lánað
úr lagi sínu „Lög og regla“ af plöt-
unni Fingraför. En þess má geta að
það er einnig fyrsta lag þeirrar
plötu.
Þrátt fyrir að Bubbi sé löngu far-
inn að endurtaka sig, fer það síður
en svo í taugarnar á mér. Umfjöll-
unarefni textanna er ávallt ferskt
og það kemur sífellt á óvart hvað
Bubbi er langt á undan flestum
söngvurum landsins í túlkun texta.
Af því tilefni mæli ég með því að
menn hlusti á sjöunda lag plöt-
24stundir/Ómar
Bubbi Morthens Er að minnsta kosti ekki í kreppu, hvað tónlistarsköpun varðar.
Ein stjarna á hvern nagla
BUBBI
FJÓRIR NAGLAR
„Er löngu byrjaður að
endurtaka sjálfan sig, en
það er bara í besta lagi.”
50 LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2008 24stundir
Klámkóngurinn Larry Flynt, út-
gefandi Hustler-tímaritsins, fer
sínar eigin leiðir í lífinu. Hann er
ekki par hrifinn af Söru Palin,
varaforsetaefni Repúblik-
anaflokksins í Bandaríkjunum,
og hefur því látið gera klámmynd
þar sem tvífari hinnar umdeildu
Palin er í aðalhlutverki.
Leit að rétta tvífaranum hófst
fljótlega eftir að tilkynnt var um
tilnefningu Palin og fannst rétta
„leikkonan“ á endanum. Útgáfu-
fyrirtæki Flynts vill ekki gefa upp
hver titill þessarar vafasömu
myndar verður en líklegt verður
að teljast að myndin verði gefin
út fljótlega. vij
Subbuleg mynd með tvífara Palin
FÓLK
24@24stundir.is a
Umfjöllunarefni textanna er ávallt
ferskt og það kemur sífellt á óvart
hvað Bubbi er langt á undan flestum
söngvurum landsins í túlkun texta.
Þeir eru eins og snýttir út úr sömu
nös, listamennirnir Chris Martin
úr Coldplay og Davíð Guðbrands-
son úr Svörtum englum. Davíð
gæti eflaust lifað eins og kóngur í
Lundúnum undir fölsku nafni, svo
líkir eru þeir. Hugsanlega gæti
Gwyneth Paltrow einnig látið gab-
bast, en vonum samt ekki, Martins
vegna. Tvífaraábendingar eru vel
þegnar á 24@24stundir.is.
Chris Martin og Davíð Guðbrandsson
TVÍFARAR
... á góðum grunni
Fjárfesting
FAGMENNSKA
METNAUR
REYNSLA
www.bygg.is
Glæsilegar,
vandaðar íbúðir
• Vandaðar innréttingar
úr eik frá Brúnás
• Innihurðir og flísar frá
Agli Árnasyni
• AEG eldhústæki frá
Ormsson
• Gólfhiti í baðherbergi
• Álklæðning utanhúss
Kynntu þér eignir á sölu hjá Bygg á heimasíðu þeirra, bygg.is
Lundur • Langalína • Jónshús • 17. júní torg
Langalína 9-11
2ja-5 herbergja íbúðir í 30 íbúða húsi við Löngulínu 9-11 og
Vesturbrú 1 í Sjálandi í Garðabæ. Bílageymsla með flestum
íbúðum. Mjög góð staðsetning í nálægð við skóla, leikskóla og
fallegt umhverfi, svo sem baðströnd og góðar gönguleiðir.
GLÆSILEGAR SÝNINGA
RÍBÚIR
– hafðu samband og v
ið aðstoðum þig við a
ð finna íbúðina þína
Festu kaup á nýrri íbúð
Fjárfestu til framtíðar!
Sími 594 5000
STÓRHÖFÐI 27
akkurat.is
Sími 562 4250
www.fjarfesting.is
FJÁRFESTING
FASTEIGNASALA EHF
BORGARTÚNI 31
Hafið samband við söluaðila og bókið skoðun.
Hilmar: 896 8750 Viggó: 824 5066
poppmenning