24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 1

24 stundir - 07.10.2008, Blaðsíða 1
24stundirþriðjudagur7. október 2008191. tölublað 4. árgangur Alþjóðleg brjóstagjaf- arvika er nú haldin. Markmiðið er að vekja athygli á mikilvægi brjóstagjafar. Mjólk er góð HRINGIÐAN»16 Bubbi undirbýr mótmælatónleika gegn íslensku krónunni á Austurvelli á morgun. Segist ekki lengur útiloka bein pólitísk afskipti miðað við hvernig ástandið er orðið. Bubbi í framboð? FÓLK»30 9 9 9 6 7 VEÐRIÐ Í DAG »2 Ingunn Ásdísardóttir hefur í félagi við Kristínu Gunnarsdóttur fært norræna goðafræði í nýjan búning en enginn hefur viljað hrófla við henni fyrr. Leikið með goðafræði »21 Talsmenn ferðaskrifstofa eru sam- mála um að Íslendingar haldi að sér höndum í skipulagningu ferða- laga til útlanda. Enginn fer í verslunarferðir núna. Dregur úr ferðalögum »22 Kreppan hefur ekki enn haft áhrif á það að fólk lyfti sér upp með menningu. Góð aðsókn var í bíó, á tónleika og í leikhús um síðustu helgi. Menning blómstrar »26 Seljast sumarhúsin? Eftir Björgu Evu Erlendsdóttur beva@24stundir.is Ríkisvaldið hefur nú heimild til að taka við innlendri starfsemi ís- lensku viðskiptabankanna af eig- endum þeirra. Eftir ávarp for- sætisráðherra um miðjan daginn í gær staðfesti Alþingi lög þess efn- is. Ástandið var vont um helgina og versnaði áfram í gær, lánalínur banka lokuðust. Úrræði til bjargar bönkunum fundust ekki, bank- arnir eru of stór biti fyrir íslenska ríkið. Frumvarp til laga um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármála- markaði kom fram til neyðar- og skyndimeðferðar á Alþingi á fimmta tímanum í gær. Það felur í sér víðtækar heimildir ríkisins til að víkja frá þeim lögum sem venjulega gilda um fjármálafyrir- tæki og starfsemi þeirra. Íbúða- lánasjóður fær nú heimild til að yfirtaka öll íbúðalán í landinu. Ríkið tryggir allar innistæður á kennitölur landsmanna og Fjár- málaeftirlitið fær völd til að grípa inn í ákvarðanir fjármálafyrir- tækja. Forsætisráðherra ávarpaði þjóðina í sjónvarpi um fjögurleyt- ið í gær. Þá varð ljóst að bönk- unum yrði ekki bjargað. Stjórn- arandstaðan tók undir með ríkisstjórninni um að grípa þyrfti til víðtækra neyðaraðgerða úr því sem komið væri við stjórn lands- ins. Frumvarpið var komið til nefnda á sjötta tímanum, en vegna ástandsins þurfti að leita afbrigða og keyra lögin í gegn á fullri ferð, jafnvel áður en þeir sem hlut eiga að aðgerðum þekktu málið. Sam- þykkt laga þoldi enga bið. BANKAKERFINU BJARGAл2,4,6,8,9  Ríkið hefur heimild til að taka yfir starfsemi bankanna  Tryggja á hag almennings með víðtækum inngripum ríkisvaldsins ➤ Íbúðalánasjóður yfirtekur öllíbúðalán í landinu. ➤ Ríkisstjórnin tryggir inni-stæður og bankastarfsemi. ➤ Félagsmálaráðherra seturupp þjónustumiðstöðvar fyrir verst settu skuldarana. RÍKIÐ TEKUR VIÐ Lagt við hlustir Landsmenn hlýddu með athygli á boðskap Geirs H. Haarde for- sætisráðherra í gær. a Ríkið tryggir allar innistæður á kenni- tölur landsmanna og Fjármálaeftirlitið fær völd til að grípa inn í NEYÐARLÖG 24stundir/Frikki . . . þjónusta í þína þágu Kjötfarstilboð alla þriðjudaga Melabúðin Hagamel Reykjavík Þín verslun Seljabraut Reykjavík Spar Bæjarlind Kópavogi Kassinn Norðurtanga Ólafsvík Kostur Holtsgötu Njarðvík kg Aðeins498.- Súkkulaðiostakaka fyrir sanna www.ostur.is súkkulaðisælkera H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 0 7 -2 0 3 1 FÉ OG FRAMI »14 »12 ÞAÐ SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITA 1Bankar verða opnir í dag líktog ekkert hafi í skorist. Almennstarfsemi þeirra verður lík og hún er venjulega. Það á bæði við innlán og útlán. 2Innistæður á innláns-reikningum eru tryggar. Með þvíað halda bankakerfinu starfandi telur ríkisstjórnin tryggt að sparifé hverfi ekki. Ef lánastofnanir geta ekki greitt innistæðueigendum sínum mun tryggingasjóður innlána koma til skjalanna. Ef hann dugar ekki mun ríkissjóður greiða út innistæður. 3Greiðslumiðlunarkerfilandsins, kredit- ogdebetkortanotkun, mun ekki riðlast. Allir sem að kerfinu koma eru búnir að vinna áætlanir til að halda kerfinu gangandi við viðlíka aðstæður og nú eru komnar upp. 4Íbúðarlán verða áfram meðsínum skilyrðum og breytastekki. Íbúðalánasjóður fær heimild til að taka yfir lánin og kjör þeirra munu að minnsta kosti ekki versna. 5Innfluttar vörur og eldsneytimun ekki skorta. Íslendingar eigaí gjaldeyrisvarasjóði sínum til að greiða fyrir innflutning allt að átta til níu mánuði.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.